Greatest Expectations

Friday, September 29, 2006

30. sept ... dekur !!!

Jamm ... afmæli ein í útlöndum.
Ég er með daginn sko alveg planaðann, ætla að byrja daginn í nuddi og eyelash/eyebrow tint á spa á Melrose og borða svo eitthvað fínt þar í hádeginu. Síðan er auðvitað fullt að skoða í kringum Melrose og Fairfax þannig að ég ætla að túristast þar, þar er meðal annars safn La Brea Tar Pits sem ég ætla að skoða. Síðan er planið að fara í Yoga klukkan 5 (gæti verið bjartsýni en sjáum til) og borða svo aftur eitthvað gott í kvöldmatinn ... eitthvað steikhús probably og skella mér svo á klúbb (The Space) sem er víst voða heitur og er rétt hjá þar sem ég bý.
Á sunnudaginn ætla ég svo í "the annual kvennakaffi" hjá íslendingafélaginu ... spennandi helgi framundan.

Touch Signatures

Enn einu sinni smá saga af Kananum. Hann fer auðvitað sínar eigin leiðir ... og á meðan öll Evrópa er löngu löngu búin að skipta yfir í debetkort að þá er kaninn ennþá á fullu í ávísununum. Þetta þýðir samt ekki að það sé engar framfarir í gangi ... nei ég held sko ekki. Ok, ég fékk semsagt fyrstu launaávísunina mína í gær og rölt mér í bankann. Þegar ég kom til gjaldkerfa til að skipta ávísuninni var mér skiptað að setja vísifingur á einhvern svamp og svo á ávísunina. Á svampnum stóð Touch Signature(skrásett vörumerki) og ég bjóst auðvitað við að þetta væri blek og ég mundi labba út með bláan eða svartan putta ... en nei nei þeta var eitthvað glært stöff sem varð svo grátt og mjög skýrt á ávísuninni, þannig að ef ávísunin reynist svo fölsuð eða whatever þá gangi mér vel að segjast ekkert hafa verið þarna í bankanum.

Thursday, September 28, 2006

Meira Yoga

Jæja núna er þriðji Yoga dagurinn í röð búinn og ég fór auðvitað alveg yfir strikið í dag. Mætti í YogaWorks level 1 í gær og fyrradag enn fannst það vera svona frekar slow, er samt eiginlega það eina sem er í boði á kvöldin eftir vinnu. Fór í dag klukkan 7:30 eins og venjulega ... alveg á leiðinni í level 1 aftur, svo þegar ég er kominn á staðinn þá var annar tími að byrja í hinum salnum ... Vinyasa flow level 2 og 3 ... jamm og ég bara skellti mér í hann. Byrjaði alveg nokkuð vel ... náði alveg að fylgja með svona fyrsta hálftímann eða svo ... kom svo auðvitað í ljós að það var bara upphitunin. Síðan var þetta alveg "standið á höndum, lappirnar beinar upp, setjið aðra löppina rólega niður og látið stórutánna snerta nefið" ... OMG!!!!
Ég semsagt fór út bullsveitt þegar það var cirka 20 mín eftir af tímanum (sem er 90 mín) og ég er ennþá með skjálfta í höndunum og er í þetta skiptið nokkuð viss um að það verður erfitt að fara framúr í fyrramálið.
Á morgun verður reyndar ekkert yoga af því að það er bíókvöld í vinnunni, sem var svona ein af ástæðunum fyrir að ég ákvað að taka þetta svona tvöfalt í dag ... en common ... þetta var nú bara fyndið.

Wednesday, September 27, 2006

Yoga

Byrjaði í Yoga í gær, keypti mér eitthvað introductory kort í 2 vikur fyrir 25$ og hreinlega neyðist núna til að fara á hverjum degi til að fá sem mest fyrir peninginn minn ... hehe. Þetta var auðvitað eingögu gert til að vera eins og allir hinir í Santa Monica með Yoga mottuna undir hendinni hvert sem þeir fara. Fyrsti tíminn var mjög fínn, var aðeins að byrja að finna fyir harðsperrum á allskonar skrýtnum stöðum í kvöld þegar ég fór aftur ... spurning hvort ég komist framúr á morgun :-S

Monday, September 25, 2006

More gadgets !!!

Kom frekar seint heim úr vinnunni í dag og fékk ekki stæði nema í næstu götu ... sem var auðvitað bara snilld því á leiðinni heim hitti ég UPS gaurinn sem var búinn að fara heim til mín og enginn heima ... haldiði ekki bara að ég hafi fengið pakka afhentann út á götu og ekki einu sinni í minni götu ... bara snilld. Ég elska flutninga í ameríku, kostar 5$ að fá dót sent heim, tekur 2 daga og ekkert vesen. Heima þá borgar maður 50$ fyrir eitthvað sem heitir Global "Express" Mail sem á að taka 3-5 daga en tekur alltaf 3 vikur og er sent hálfann hringinn í kringum heiminn áður en það óvart svo ratar til íslands, búið að fara til írlands og ísrael og allra annarra landa sem byrja á I ... arrrgg. Allavega ... ég var að fá sent DVD skrifarann sem ég pantaði ... the lightscribe one you know en get samt ekki prófað hann af þvi að ég keypti lightscribe dvddiska frá öðru fyrirtæki og þeir eru ekki komnir ennþá ... EN ... ég pantaði líka USB TV TUNER ... bara snilld, stakk dótinu í samband við sjónvarpsvírinn í veggnum og barasta whalllla!! ég er komin með sjónvarp í lappann. Búin að finna einhvern slatta af stöðvum og er barasta svakalega kát með lífið :-Þ

Sunday, September 24, 2006

Helgin

mmm, búin að hafa það bara hrein yndislegt ... fór á laugardaginn labbandi niðrá göngugötu (tók myndir) sem er 3rd street, ég er á 13th street. LA er frekar fáranleg að því leiti að það eru engin "moll" hérna, en í staðin að þá eru búðir út um allt á götunum, bara svona eins og laugarvegurinn ... allaveg ... ætlaði auðvitað bara að labba niðrá göngugötu og sitja þar og sötra kaffi (eða rauðvín ;/) en villtist inn í einhverjar búðir á leiðinni og var auðvitað með fullt af þungum pokum á heimleiðinni. Fattaði það í leiðinni að ég hef einhverntímann í lífinu búið mér til mjög skemmtilega shopping reglu og hún virkar þannig að ef það kostar undir 30$ þá telst það ekki með :D Sko, þetta er þannig sko, ég fer til útlanda og ætla m.a. að kaupa mér jakka en ef ég sé svo óvart á meðan ég er að leita að þessum jakka sé einhverja flotta jakka á undir 30$ (happens alot you know) þá bara kaupi ég þá og held samt áfram að leita, semsagt telst ekki með. Allavega auðvitað lenti ég á útsölu hjá Foot locker og keypti mér enn eina puma skónna á 29.99 bara ekki hægt að kaupa ekki, skil bara ekki alveg af hverju ég tók með mér 6 pör af skóm að heiman??? (crazy crazy) en ég á eftir að kaupa mér fleiri skó .. alveg pottþétt. Í dag fór ég svo til Venice sem er hérna aðeins sunnar, eiginlega á milli mín og vinnunnar, það er auðvitað hvít strönd hérna upp eftir allri strandlengjunni en hún heitir mismunandi eftir því hvar maður er. Venice beach er mjög löng (8 mílur ca) en ég fór semsagt á Venice beach í Venice bæjarhlutanum, fílaði Malibu beach um síðustu helgi betur, aðeins of mikið rok fyrir minn smekk í dag og örugglega alla daga því að það er eiginlega alltaf rok í vinnunni sem er ekki langt frá.
Eldaði svo þistilhjörtu-pasta handa mér og Victoríu í kvöld með rauðvíni og tilheyrandi ... bara hreint út sagt fín helgi.

Friday, September 22, 2006

omg ... hálfvitinn ég!!!

Jæja eins og þið vitið þá er ég búin að vera að drepast í ulnliðunum út af of miklu tölvustandi. Haldiði ekki að ég hafi loksnins gefist upp á músarstillingunum mínum ... áðan ... sem by the way hafa tekið voða litlum breytum þrátt fyrir að ég hafi stillt á hraðasta ... anyways ... fór áðan og sótti nýjan driver fyrir músina og núna þarf ég liggur við bara að hugsa um að færa músina og þá færist hún .. og helv*** touchscreen sem ég er búin að vera svo óánægð með er bara æði og ég kemst úr einu horni í annað á skjánum í einni stroku ... án þess að þurfa að lifta puttanum meira að segja. Og hvað ... tölvan að ná 2ja ára aldri ... ég bara hreinlega skammast mín yfir að hafa ekki tekið tíma fyrr í að komast að því af hverju það gekk aldrei neitt að fá þetta í lag ... og ætti bara jafnvel að þurfa að skila BSc titlinum fyrir vikið ... Tölvunarfræðingur hvað!

Kveðja
Ein pirruð með ulnliðaspelkur

Wednesday, September 20, 2006

Mechanical pencil!


Kaninn er alveg dýlegur !
Ekkert að vera með of mikil stökk í evolution hérna. Fann þetta fyrirbæri upp í skáp inn á skrifstofu og heitir þetta ... ég er ekkert að grínast ... mechanical pensil ... og hvað er málið ... jújú skrúfblýjantur ... og það er búið að hafa mikið fyrir því að láta hann líta út eins og venjulegan blýant, gulur, með bleiku strokleðri og svona viðarlit fremst. Það fyndnasta er að til að fá blíið niður þá snýr maður frontinu, þ.e. þessu viðarliti sem maður annars ætti að idda ef býanturinn væri ekki mechanical. Ekkert ýta og smella eitthvað á strokleðrið neitt til að fá meira blí ... neibb það er nú allt of flókið.

Skógareldar og rautt sólarljós

Sá skrítnasta sólarljós sem ég hef séð ever í dag ... það eru víst einhverjir skógareldar í gangi hérna fyrir norðan borgina og þetta er víst reykur en ekki skýjað eins og ég er búin að vera að kvarta yfir. Allavega ... í dag þá var sólin lengst uppi á himninum (eins og hún vill nú oft vera á daginn) en var alveg eldrauð ... blóðrauð jafnvel ... og gaf ekki frá sér mikla birtu. Hún var miklu rauðari en hún verður við fallegt sólarlag og svona bara spooky hreinlega. Tók nokkrar myndir sem samt sýna þetta ekki nógu vel ... en allavega ... here goes!



Og á skemmtilegu nótunum ... að þá voru engar pöddur heima hjá mér í dag, ég veit ekki hvort að þetta er liðið hjá eða hvort að það að skilja ljósið eftir á í dag munaði öllu. Ætla allavega ekki að slökkva ljósið næstu 2-3 dagana til öryggis.

Franskir interns :-D

Eitt rosa fyndið í gangi þessa dagana ... það voru að byrja 2 frakkar hérna sem interns og eru reyndar að vinna í sama verkefni og ég .. Rapport kerfinu ... allavega, auðvitað tala þeir ekki mikla ensku og eru þessvegna alveg svakalega fyndnir. Einn kom til mín áðan og spurði "chave you seen head?" og ég spurði hvað hann ætti við, þá benti hann á skrifstofuna hans Ed's og spurði aftur chave you seen head? ég sagði auðvita "oh you mean Ed" og fékk til baka "yes Head". Á fundinum í morgun voru þeir spurðir hvort þeir hefðu lesið einhverja ákveðna grein og annar (sá sem talar meiri enskuna) svaraði "no, shat does not sring my bell" og auðvitað sprungu allir ... ég sé alveg fram á skemmtilega tíma framundan. :D

Tuesday, September 19, 2006

Update á pödduvesenið!

Skellti mér online í pödduleit ... haldiði ekki að þetta séu óléttir termítar að komat eitthvað í burtu að unga út og ef maður finnur svona inni hjá sér þá þýðir það að það er COLONY í eða undir húsinu! Aumingja Victoría.

pöddufaraldur .. dagur 3!

omg omg omg omg omg omg omg OMG! Haldiði ekki bara að það búi einhverjar ógeðis pöddur hérna í húsinu (örugglega inn í veggjunum) sem flækjast hingað inn svona cirka á þessum árstíma. Landlordinn man ekki hvort að þetta tekur 2-3 daga eða hvort að þetta tekur rúma viku en alltaf á þessum árstíma þá mjög mysteriously eru flugumaurapöddur inni hjá henni (og mér). Þær eru soldið eins og teigðar ílangar húsflugur með rauðan haus og allt of langa vængi sem þær kunna ekki að nota og missa svo fljótlega af því að það er líka allt út í vængjum ... ekkert allt en alveg meira en nóg fyrir minn smekk og svo eru þær obbosla vangefnar og eiga frekar mikið bágt og eru bara í teppinu og geta ekki einu sinni skriðið upp veggi af því vængirnir eru fyrir þeim (alveg búin að stúdera þetta) og geta ekki flogið (sem betur fer) nema tvær á dag sem komast upp í rúm til mín, veit ekki alveg hvernig en alltaf 2 á dag upp í rúmi og í dag meira segja ein inn í koddaverinu oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj.
Ok, þetta byrjaði semsagt í fyrradag og þá fór ég inn á bað og það voru 6 dauðar "flugur" í vaskinum og aðrar 6 dauðar í klósettinu svo að ég spyr viktoríu hvað þetta sé með þessar pöddur og hún kemur, hún var nottla ekkert að taka eftir dauðu pöddunum í vaskinum eða klósettinu heldur bara öllum lifandi pöddunum sem voru greinilega búnar að taka ástfóstri við gólfmottuna ... jamm svona 30 stykki. Síðan fann ég 6 stykki inni hjá mér og hélt að þær hefðu bara verið á skónum mínum eða eitthvað svona saklaust þar sem að ég var nú einmitt á baðinu með öllum pöddunum. Síðan í gær þegar ég kom heim þá voru engar inn á baði en svona 20 inni hjá mér, wandering út um öll gólf eins og þær væru fullar. Síðan var dagblað á gólfinu og mér fannst eitthvað mikið af vængjum í kringum dagblaðið (hver padda er með 4 vængi) og svo alltíeinu gægðist ein padda út úr dagblaðinu þannig að ég auðvitað asnaðist til að opna blaðið og viti menn, fann 5 stykki vængjalausar alveg eins pöddur. Þannig að mysterían er solved að einhverju leiti, þetta er samskonar pöddur og í indonesiu sem fæðast með vængi, vafra um með vængi í smá tíma, missa svo vængina og lifa happily ever after (nema auðvitað þær sem villast inn til mín). Þær þola ekki ljós (hefði sko aldrei fattað það nema út af dagblaðinu) svo að núna kveiki ég öll ljós þegar ég kem heim og þá birtast ekki fleiri pöddur þann daginn. Ég lofa aldrei að kvarta aftur yfir 20° hita BARA ekki fleiri pöddur takk. Áfram ísland!

Me the "lab rat" ... í báðum merkngum þessa orðs

jamm ég er ekki bara starfsmaður hérna ég er líka tilraunadýr. Búin að taka þátt í 2 tilraunum so far ... sú fyrri var að yfirheyra tölvufígúru og fá sem mestar upplýsingar ... mmhmmm ég hef interrogation skills á háu stigi, og hin seinni var að spila sjóorustu við manneskju sem svindlaði. Ég vissi auðvitað ekki af svindlinu en grunaði það samt og stóð mig mjög vel ... svindalaði ekki á móti og gaf henni svo alla peningana í lokin, sem var partur af testinu. Held að ég líti bara alveg þokkalega út eftir þetta, ekki það að það hafi verið ástæða tilraunarinnar heldur samanburður á hvernig manneskja bregst við versur tölvuforritið. Ég fór taktískt séð bara að reyna að koma upp um svindlið en endaði á því að vera ekki viss hvort að hún var að svindla eða hvort að ég væri bara svona óhittin í dag.
Allavega skemmtilegur dagur í vinnunni í dag ... og svo fékk ég líka hrós fyrir verkefnið mitt ... gaman að vera til!

LA ... borg lýtaraðgerðanna!

Maður bara næstum finnur sig knúinn til að gera eitthvað af því sem er í boði. í útvarpinu hljóma endalausar auglýsingar um tummy tucks og breast augmentations .... "I just couldn´t believe my body could look that great! ... and the doctors there are all so wonderful" (með rosa amerískri blondínu rödd), tummy tucks for 49.99 (er örugglega 4999 en hljómar eins og 49.99) and breast augmentation for 2999 and the first 20 callers get a 1000$ gift gard for any plastic surgery. OMG er að græða geðveikt bara ef ég hringi núna!!!! Verð bara óþekkjanleg þegar ég kem heim ... get meira að segja látið færa fituna af lærunum í varirnar og alles! Kem heim með útfylltar varir (Angelina má bara fara að vara sig), útfyllt brjóst og engan maga og engin læri .... sounds so easy.

Monday, September 18, 2006

OMG ... sólarslys!

Eins og ég var að segja í gær að þá fór ég á ströndina, var þetta líka rosaduglega að bera á mig sólarvörn ... sem gekk nú samt ekki betur en svo að ég er með eldrauða rönd í andlitinu ... og nú ætla ég að vera með smá sýnidæmi. Takið með báðum höndum fyrir augun þannig að hendurnar coveri sem mest af andlitinu, strjúkið svo upp og niður (bara) og hvað er það þá sem var ekki strokið??? Ætli það muni ekki vera ... allra fremsti parturinn af nefninu (byrjar reyndar sem mjó lína á milli augnanna), smá partur af efri vörinni og stór partur af hökunni .... og jamm ég lít út eins og trúður í dag!

Sunday, September 17, 2006

Helgin ofl.

Hæja

Ýmislegt búin að vera að gera frá því síðast en fyrst langar mig að kommenta á kvörtunina um veðrið ... sem var greinilega misheppnuð tilraun til að fá fólk til að kommenta. Sá alveg fyrir mér að það mundi rigna inn reiðilegum kommentum á að mitt veður væri betra en ykkar veður. Vona að ástæðan fyrir kommentleysinu sé ekki að allir eru brjálaðir út í mig fyrir að kvarfa yfir veðrinu ... það væri heldur betur svona blown up in my face dæmi.

Fyrrlesturinn á föstudagin gekk bara æði vel, ég fékk munnræpu á ensku og talaði í 50 mín ... *klapp* *klapp* ... Fékk jákvætt feedback og allir voða glaðir. Er samt aftur að drepast í ulnliðunum og fer á morgun að kaupa mér spelkur. Er reyndar með táfýluspelkuna að heiman en ætla að sjá hvaða fínerí er hægt að kaupa í henni ameríku.

Fór í skoðunarferð í gær til Beverly Hills og Hollywood, skoðaði Rodeo Drive og Walk of Fame og allt hitt sem er merkilegt á þessum slóðum. Komst næstumþví alveg upp að Hollywoddskiltinu, hefði alveg komist alla leið ef ég hefði þorað að trasspassast aðens .... en ég var ekkert að því. Var líka eitthvað svona skilti "ENGAR HÆKJUR" sem ég ákvað bara að virða.

Fór á stöndina í dag, nánar tiltekið á Malibu Beach, engar stjörnur þar frekar en á Rodeo Drive en nóg af sól, ágætis hvíld fyrir hendurnar að taka mér frí frá pikkeríi ... og í þeim anda verður þetta ekki lengra að sinni ... CHAO

p.s. myndir alveg á leiðinni bráðum

Thursday, September 14, 2006

Santa Monica

Fattaði allt í einu að ég er ekkert búin að segja frá nýja heimilinu mínu. Ég bý í Santa Monica sem er bær í miðri Los Angeles. Santa Monica er strandbær þannig að það er alltaf smá vindur, og alls ekki jafn heitt og downtown L.A. Ég bý á 13th street ... sem má auðvitað ekki heita það ... þannig að það heitir Euclid Street og er á milli 12th og 14th. Hverfið er mjög fínt, breiðar gangstéttar og mikil lýsing ... ekkert mál að labba út í supermarkað upp á næsta horni á kvöldin.

The landlord er kona svona um fertugt, frekar lítið heima ... þ.e. kemur heim klukkan 9 á kvöldin og er farin að sofa klukkan 10 (veiiiii alveg eins og ég :-) híhí). og er farin þegar ég vakna á morgnanna. Ég hef ekki ennþá gert mikið af því að elda, en það kemur kannski ... eða ekki.

Mig langar svo að lokum aðeins að fá að kvarta yfir veðrinu, það er semsagt búið að vera skýjað núna í 4 daga og rétt slefar í 20° á daginn ... sem er sko bara ekkert heitt þegar það er engin sól.

Tuesday, September 12, 2006

Búin að eignast nýjan vin!

Haldiði ekki bara að ég sé búin að eignast þennan líka fína vin ... UPS gaurinn ... hann var 2x í götunni minni (á svona UPS-bíl eins og í King of Queens hehe) í síðustu viku þegar ég kom heim og ég spurði alltaf hvort það væri eitthvað til mín (gæti auðvitað hafa verið nýbúin að banka upp á og engin heima), þannig að hann er farinn að þekkja mig. Hann var ekkert smá glaður í dag þegar hann bankaði hérna á hurðina og var með skjáinn minn í fanginu ... "Guoni Guoni finally finally I have your package". Hinn pakkinn sem er reyndar pakkinn sem ég var að spyrja um allan tímann hefur ekki skilað sér ennþá (your check is in the mail thing í gangi hérna :-S) þannig að ég er ennþá símalaus, þ.e. ekki komin með amerískt númer.

Ég talaði við UPS gaurinn í smá stund, aumingja maðurinn löngu farinn að heilsa mér með nafni út á götu án þess að ég hafi nokkurntímann fengið neinn pakka, og núna hlakkar honum rosa til að koma með alla hina pakkana sem hann á eftir að koma með af því að það er allt svo ódýrt hérna miðað við ísland. Núna þarf ég bara að kynnast Fed-Ex fólkinu líka og þá er ég í fínum málum.

p.s. ....... Og nýji skjárinn minn auðvitað rokkar.

Móðgandi skammtar !

ok, eins og allir vita sem hafa komið til USA þá eru matarskammtar hérna bara alveg þeir fáránlegustu, mig langar stundum að segja við þjóninn "Do I look like person who could actually eat all that" ... hreint út sagt móðgandi ... allavega ... fór í Ralph's supermarket í hádeginu eins og ég er búin að gera flesta dagana hérna, þeir eru með mikið úrval af heitum mat, sambærilegt við Nóatún í hádeginu bara miklu meira úrval og miklu betra verð (er að safna fyrir meira tölvudóti hööhööm). Hingað til hef ég pantað mér heitan mat og þá ræð ég alveg hvað mikið ég kaupi en í dag langaði mig alveg rosa mikið í gourmet sandwitch (hefði alveg átt að átta mig þarna á þessu gourmet) og þeir gera svoleiðis líka ... ok brauðið var eins og stór subway og þegar allt áleggið var komið á (ég pantaði bara af menu, fékk ekki að ráða hvað mikið) þá leit þetta út eins og subway lítur út á myndunum hjá þeim upp á vegg ... með alveg 5 cm af dóti á milli. Ég varð allavega södd bæði í hádeginu og í kvöld af þessu og "note to self: bara panta það sem ég ræð stærðinni á ef ég fer í supermarket í hádeginu á annað borð"

Monday, September 11, 2006

Tækjafrík $-Þ

Jamm ... ég er sko búin að vera dugleg að versla.

Ég er samt búin að uppgötva það að það eru ekki lengur (eða ekki í LA) til neinar tækjabúðir ... þannig að ég ligg bara á netinu og panta í staðin. Það er nú reyndar ekkert af herlegheitunum komið í hús ennþá en ég fylgist spennt með bæði Fed-Ex og UPS á netinu þessa dagana.

Skjárinn minn sem ég pantaði er með áætlaðan komutíma á morgun (krossa fingur) og mun það vera fyrsta gadget-ið í hús .. týmdi ekki alveg að splæsa 800$ í 24" skjá þannig að ég endaði á að kaupa mér 22" widescreen sem er bara ágætlega stórt stökk frá 15" lappa-skjánum sem ég horfi á alla daga í marga klukkutíma á dag.

Á föstudaginn mun ég svo fá lyklaborðið mitt ... fann á netinu nördalegasta lyklaborð í heimi og ég ætla að verða æðislega góð í að nota það ... fyrir áhugasama þá er slóðin www.alphagrips.com.

Er þessa stundina að browsa eftir dvd-brennara, er rosa skotin í lightscribe (hööhöömm en ekki hvað). Ég rakst auðvitað í leiðinni á usb TV tuner (how cool is that!) sem ég bara núna skil ekki hvernig ég hef getað verið án hingað til :-D ... ásamt 2GB SD korti og fleira smádóti sem bara hreinlega hver manneskja má ekki eiga minna en 2 af (ok 1 þá).

Á svo eftir að kaupa mér mac-mini ofl ofl áður en langt um líður ... semsagt ... alveg að fara á hausinn ef ég hætti ekki þessu internet vafri ;-Þ

Let the games begin ......

Jæja, fyrsti vikudagurinn bara rétt svo byrjaður og allt að gerast .....
Ég er komin með nokkur verkefni, fæ rosa mikið að segja um hverju ég er að vinna í og ég bað um að vrea að vinna í mörgum litlum verkefnum í stað þess að vera með eitt stórt verkefni allan tímann. Þannig fæ ég að kynnast sem flestum hliðum á því sem þeir eru að gera hérna.

Ég á að vera með klukkutíma kynningu næsta föstudag (omg) á því sem ég hef verið að gera hingað til með áherslu á psyclone (omg). Fundartíminn er ca 1,5 tími þannig að það verða spurningar í hálftíma. Ég segi nú bara halelúja að ég fór á ráðstefnuna á Ítalíu ... væri annars örugglega BARA stressuð fyrir þetta. Kannski verður þetta eins og á Ítalíu ... ekkert stressuð fyrr en kvöldið fyrir fyrirlesturinn :-S

Fyrsta official verkefnið er að koma einhverskonar speech recognition í gagnið í Virtual Rapport (já með 2 p-um) kerfinu þeirra. Fæ að bera saman Dragon, Sonic og einhverja fleiri talgreina til að ákveða hvað á að nota veiiiiiiiii.

Sunday, September 10, 2006

Helgin ....

Jæja þá er helgin bráðum á enda, búin að hafa það alveg hræðilega gott.
Fór ... á ströndina, á línuskauta, að versla, sat úti og naut sólarinnar, horfði á ræmu, fór niðrá göngugötu að skoða götulistamennina og drakk mikið Vanilla Latte og bara naut lífsins. Gvöd hvað það væri æðislegt ef veðrið heima væri alltaf svona ... MmmMmm ... I could get used to this!

Ég er reyndar strax farin að hafa áhyggjur af allskonar hlutum í sambandi við að fara heim ... sé fram á að hreinlega bara neyðast til að opna 1 stykki Starbucks heima, fyrst það hefur enginn séð sóma sinn í að koma því í framkvæmd ennþá (áhugasamir aðilar ... plís take a hint og endilega grípið gæsina áður en ég þarf að grípa hana ... blink blink), er hreinlega orðin háð Vanilla Latte sem er bara alveg komið í staðin fyrir kókið sem ég drakk áður ... ég endurtek ... KOMIÐ Í STAÐIN FYRIR KÓKIÐ SEM ÉG DRAKK ÁÐUR. Hreinlega bara besti drykkur í heimi.

Annars er spennandi vinnuvika framundan, mun hitta Jonathan, yfirmann minn væntanlega á morgun og fæ þá fyrsta alvöru verkefnið mitt ... Jibbí fyrir því!

Friday, September 08, 2006

The limo driver :-S

ok, ég lennti í alveg fáranlegu atriði fyrsta daginn minn hérna .... er í sakleysi mínu bara að labba eftir götu eins og allir hinir ... fullt af túristum og það allt saman, var nýbúin að beygja út af göngugötunni hérna í Santa Monica, og allt í einu flautar limo, hann er hinu megin við götuna þ.e. snéri ekki í sömu átt og ég var að labba og ég var næstu komin framhjá þegar ég tók eftir flautinu. Limo bílstjórinn veifar til mín að koma og ég veifa til baka "bless bless yeah right" veifinu mínu. Síðan labba ég áfram og 5-10 mín seinna er ég komin með þetta fína útsýni yfir ströndina þannig að ég stoppa.

ca 5 mín seinna er pikkað í öxlina á mér og sagt hæ ... ég sný mér við og segi hæ á móti .... "remember me?" segir lítill sköllóttur kall og ég kem alveg af fjöllum ... nei kannaðist nú ekki við það .... "I'ma the limo driver" og ég auðvitað alveg WHAT! ... I'ma so happy Ia could finda parking spot and Ia cannot believea my lucka that Ia have found you ... doa you wanna have some coffee with me ... youa are the most beautiful ... blablablablablablabla ... Yeah right. Var fljót að afþakka og bara því miður hafði ekki tíma né áhuga.

Note to self ... ef það er flautað ... ignore it ... engin bye bye yeah right sure I'm gonna talk to you vínk hér eftir sko.

"The holodeck"

Jæja ... búin að fara í VIP túrinn og OMG !!!!!!!
Þeir eru með tjald sem er í 145° .. semsagt alveg næstumþví hálfhring. Sem betur fer þá sátum við þegar kynningin byrjaði og hún byrjaði eins og maður væri í rússíbana .. maður horfði eftir teinunum og svo eru svona sound gimmics í gólfinu þannig að allt skalf og titraði. Ef einhver man eftir kúluhúsinu á heimilssýningunni hérna í den ... þar sem maður var einmitt í rússíbana ... þá var þetta passlega 1000x flottara, ég alveg beygði mig með í beyjunum og læti.

Sáum síðan fullt af vídjóklippum frá hinu og þessu og fórum svo að skoða flatworld sem er holodeckið þeirra. Þetta er svona sambland af virtual reality og leikhúsi .... maður stendur t.d. inn í herbergi þar sem allt er í messi, brotnir stólar og læti og svo er einn veggurinn hálfur brotinn. Maður er með 3D gleraugu og svo er tjald þar sem brotni veggurinn er og manni virðist maður vera að horfa út á götu, þyrlur fljúgandi framhjá og fullt af action ... sama ef maður opnar hurðina þá stendur gaur þar og fólk að hlaupa framhjá ... allt frekar raunverulegt. Þetta endaði á því að það kom skriðdreki alla leið upp að húsinu og stoppaði með hlaupið ca 10sm frá hausnum á mér .... virtist vera komin langt út úr skjánum ... eða réttara sagt langt inn í herbergið .... allt mjög flott.

Núna er ég byrjuð að leika mér aðeils með tölvuleikinn þeirra og ég er með kall á skjánum sem ég get stýrt með því að gefa honum skipanir. Ég get skrifað texta og þá fer ægilega vinnsla í gang og svo segir teiknimyndakallinn textann með tilheyrandi body-language ... ég semsagt sit hér og læt hann segja alls konar hluti og skemmti mér konunglega ... hmmm sagði einhver simple things - simple pleasures.

Wednesday, September 06, 2006

Campus

Fór á Campus í dag á fund hjá Office of International Services. Ég er með fullt af greinum sem ég á að lesa áður en ég byrja að gera eitthvað á rannsóknarsetrinu þannig að ég lagði snemma af stað og tók með mér lestrarefnið. Campus er æði, þetta er svæði sem er álíka stórt og milli háaleitisbrautar, réttarholtsvegar, miklabrautar, bústaðavegar. Allskonar byggingar og fullt af fólki, allir á hjólum, hjólaskautum, brettum og þessháttar. Ég fann mér stað hjá gosbrunni og las greinarnar mínar bæði fyrir og eftir fundinn ... upplifði mig rosa svona college student :) Var alveg að pæla í að leggjast í grasið og lesa (ennþá meira svona college student thing) en tilhugsunin um allskonar pöddur í grasinu læknaði mig fljótt af því.

Fundurinn gekk bara fínt ... allir rosa almennilegir hérna, ég er komin með rosa fínt visiting researcher ID kort og má fara að sækja um Social Security Number eftir ca viku. Það tekur lágmark 10 daga fyrir upplýsingarnar um að ég sé komin inn í landið að komast inn í tölvukerfið hjá SSA (hversu ótölvuvænt er það!) en þá verð ég sko happy camper með amerískt SSN númer. Ég spurði að því í dag hvort að þetta væri eitthvað svona temporary thing og fékk svarið "No, once you're in the system, you're in there for good!" ..... COOL!!!

Tókst reyndar að brenna aðeins á öxlunum í dag í stúdentaleiknum mínum en það verður farið á morgun ... totally eina manneskjan á campus sem sat ekki í skugganum .... newbie!

Vinnan

Fyrsti dagurinn í vinnunni var í gær. Ég var auðvitað búin að fara í rannsóknarleiðangur og skoða nágrennið þannig að ég vissi alveg hvert ég var að fara. Rannsóknarsetrið er hvorki meira né minna en 6 hæða bygging, semsagt "The ICT building" .... how cool is that!

Ég er komin með cubicle, tölvu og síma ... fæ reyndar lappann minn tengdann á morgun. Eyddi fyrsta deginum aðallega í paperwork hjá human resourses department, eina sem ég á víst eftir að gera er að horfa á eitthvað 2ja tíma mandatory harrashment prevention vídjó (OMG).

Á morgun fer í í VIP tour og þá fæ ég að prófa allskonar Virtual dót hjá þeim, fékk í gær að sjá vídjóklippu úr 60 mínútum fyrir einhverju síðan sem fjallaði um ICT, þar kom fram að þeir eru meðal annars eiginlega að reyna að búa til "The holodeck" úr Star Trek (og aftur how cool is that) þar sem hægt er að fara í allskonar hernaðaræfingar, ég fæ á morgun að prófa að setja á mig hausbúnaðinn sem þarf að nota og þá er ég komin í virtual heim þar sem hlutir gerast allsstaðar í kringum mann.

Semsagt bara gaman að vera til þessa dagana!

Monday, September 04, 2006

Flugferðin mikla

Ferðin hófst að sjálfsögðu í Keflavík og flaug ég til Minneapolis, var pínu stressuð af því að það var klukkutíma seinkun en svo "lagði" flugvélin nánast beint upp við tollaeftirlitið þannig að þetta var nú ekki mikið hlaup við að komast sem fyrst að. Ég er búin að koma mér upp aðferð til að lenda í sem minnstu veseni í passaskoðun í Ameríku, og hún felst í því að fara í röð hjá litla asíska manninum ... ef það stendur til boða. Í þetta skipti var einmitt einn lítill asískur í einum básnum og ég beint þangað, allt gekk eins og í sögu og eftir fingrafaratöku og "mug-shot" myndatöku var mér hleypt inn í landið. Næsta flug var svo Minneapolis - LA og þá náði ég að sofna, fannst ég hafa sofið rosa lengi og þegar ég vaknaði var ég alveg tilbúin til að fara að lenda. Ég var að horfa út um gluggan og sá ljós framundan og hugsaði með mér "já, þarna er LA" en svo flugum við framhjá ... og þetta gerðist ansi oft. Tek það fram sko að ég var nývöknuð og rosa þreytt og allt það skiljiði ... allavega ... ca 1,5 tíma og rosa mörgum borgum seinna þá förum við að fljúga yfir ljós og ljós og ljós og ljós og ca hálftíma seinna, þ.e. þegar við vorum búin að vera að fljúga yfir SÖMU BORGINA í 30 mínútur kemur kafteinninn í græjuna og segir að við séum að fara að lækka flugið .. og þá auðvitað sá ég að allar þær "borgir" (hmmhmm) sem ég var að vona að væru LA voru í raun bara Rassgatavík aftur og aftur, allavega svona í samanburði við the real thing.


-GRJ Lyklakippur