Greatest Expectations

Monday, October 30, 2006

Helgin

Hello everybody ...
Búin að eiga frábæra helgi ... fórum 11 saman á pöbbinn á föstudaginn, einhver mælti með Shanghai Red's sem er rétt hjá vinnunni af því að happy hour er til klukkan 7 (veiiii) Við auðvitað mistum andlitið þegar við komum inn, var einum of settlegt eitthvað. Þetta er bæði veitingarstaður og bar og barinn er svona týpískur hótelbar (if there is such a thing), róleg dinnertónlist í spilun og meðalaldur einhversstaðar í kringum 60 ... híhíhí. Við fengum að sitja úti á veröndinni og skemmtum okkur alveg konunglega yfir bjór og mjög góðum appetizers.
Á laugardaginn fór ég í smá shopping spree, fór í FoxHills mall sem er alveg ágætt ... kominn tími til að versla smá. Fór með Sejin, stelpu frá Koreu sem er að vinna með mér. Endaði á því að kaupa mér 2 pör af skóm ásamt fullt af öðru dóti .... vííííí, fórum svo á klúbb í Santa Monica um kvöldið og dönsuðum fram á nótt. Er svo bara búin að taka því rólega í dag og eins og altaf hefur þessi helgi liðið allt of hratt.

Thursday, October 26, 2006

Halloween

fór í búningabúð í hádeginu í dag ... þorði ekki að bíða með það því að það gæti allt farið að verða uppselt. Voru örugglega 100 manns í búðinni og rétt eftir að við komum inn var kominn öryggisvörður í hurðina ... einhver var að tala um að um helgina væri þetta orðið eins og á skemmtostað ... stappa af fólki fyrir utan og öryggisvörðurinn að hleypa einum inn þegar einn fer út.

Það er búist við 500.000 manns og ég er komin með geðveikan búning ...


Það er samt eitt vandamál sem krefst úrlausnar fyrir þriðjudag ... og það er hvernig kemst maður þangað, þvílíkir umferðarhnútar þegar 500.000 manns eru að reyna að komast á sama stað, ég ætla sko ekki á bíl því það tekur örugglega 2tíma að finna stæði.

En allavega hlakka alveg fullt til.

Wednesday, October 25, 2006

West Hollywood Halloween Carnival

This is the Halloween Costume Party to end all parties. It's the ultimate block party -- and that's saying a lot for Los Angeles.

Halloween night Santa Monica Blvd. is closed down in West Hollywood and turned over to the the wildness of imagination. You'll see some of the most electrifying, strangest, daringest, gaudiest costumes to dare to strut down a public street. It has been titled "the largest Halloween street party in the world."

There are numerous stages set up with bands and other events as well. There will be a parade. Try for the $1000 first prize in their costume contest.

Most stores stay open late. It's a great place to come and play... you never know who or what you will see. There will be numerous stars just roaming the boulevard as well as total shocking silliness.

West Hollywood on Halloween night is NOT for the kiddies... nor for anyone easily offended. Leave your inhabitations at home and party! It's a no-holds-bared Mardi Gras fun night for adults.

..... og ég ætla þokkalega að mæta ... þarf þokkalega að finna búningaleigu ... oh yeah, taking it all the way!

Monday, October 23, 2006

Homeland Security

omg omg omgomgomgomgomgogmogmgomgomgOMGOMGOMGOMGOMGOMG!!!!! ok sko ... eins og ég held ég búin að segja einhvertímann um daginn að þá var sko stafsetningavilla í nafninu mínu í "THE federal database" úúúúúúúúú .... og ég bara kannski að villa á mér heimildir .... úúúúú.
Ok, þetta byrjaði þannig að ég fór til Social Security að fá SSN kort og þá kom í ljós að það var þetta fárans stafsetningavilla eða réttara sagt villur í nafninu mínu o í staðin fyrir d og allskonar. Allavega, mér bara sagt frá þessu og ekkert meir ... svo auðvitað líður og bíður og ég fæ ekkert kortið sent heim. Eftir ca 3ja vikna bið þá fer ég aftur til SSA að athuga málið ... kom auðvitað í ljós að kerfið neitaði að prenta út kort af því að ég var ekki ég ... augljóslega. "No maam you need to go downtown to the office of homeland security, they are located at the Federal building" .. ég reyndi nú eitthvað að skoða þetta á netinu en varð ekkert ágengt þannig að ég bara notaði íslensku aðferðina á þetta og mætti á staðinn ... mátti auðvitað ekki leggja í kílómetra nálægð við The Federal Building þannig að ég þurfti að labba helling ... skiptir ekki máli ... ég mætti galvösk á staðinn, komst í gegnum gegnumlýsingu án vandræða og inn í bygginguna ... þá byrjaði nú gamanið ... "Sorry ... Where is the office of homeland security" ... já já það er öll byggingins sko ... við hvaða deild ætlar þú að tala ... áttu pantaðann tíma? "No, there is a typo in my name you seee ... that I got to get fixed" there's a what?????? einmitt gekk rosa vel. Var á endanum send til immigration sem er með skrifstofu þarna á neðstu hæðinni. En nei .. auðvitað eru þeir með sér gegnumlýsingu ... ekki hægt að ætlast til að þeir treysti hinum gegnumlýsingargaurunum, þannig að ég þurfti að fara út og bíða í biðröð til að fara aftur í gegnumlýsingu ... í þetta skipti föttuðu þeir að ég var með myndavél og það má víst ekki í The Federal Building ... og svo líka mátti ég ekkert koma inn nema vera með pantaðann tíma ... en ég gat líka pantað tíma þegar ég væri komin inn "what?!?!?!" ok, ég bað gaurinn í gegnumlýsingunni að geyma myndavélina meðan ég labbaði þessi 10 skref sem það tók að komast að tímapöntunarvélinni "No, maam, if you leave it with me eI will have to confescate it, and then the government will auction off your camera ... you´ve got to leave it in your car" já en helv..... bíllinn er út í rassgati af því það má ekki leggja neinsstaðar!!!!! Ég spurði kurteisislega hvort ég gæti pantað tíma online og það er víst hægt þannig að ég bara þakkaði pent fyrir mig.

Þegar ég kom upp í vinnu þá kíkti ég á þessa vefslóð sem mér var gefin upp og þar var nú ekki beint hægt að velja "there is a typo in my name" þannig að ég ákvað að prófa hina íslensku leiðina ... hringja í The Federal Building og athuga hvort ég kæmist eitthvað áfram með það.

ring ring ... og viti menn það svara manneskja í símann ... ekki eitthvað helv. unintelligent forrit sem veit ekkert hvað stafsefningarvilla er. "Hello, I have a J-1 visa and the ...." komst ekki lengra þá var búið að gefa mér samband við immigration, ok, prófa aftur. "Hello ... I need to get a misspelling in my name fixed and I ... " ... immigration, ok það hlýtur þá að vera immigration sem ég á að tala við panta þá bara tíma undir "Annað"

The Federal Building ... taka 2
Farin af stað að heiman klukkan 8:15 af því að ég átti viðtalstíma klukkan 9:30 og þetta er niðrí bæ og ég veit ekkert hvernig umferðin er. Stóð skýrum stöfum á blaðinu (þeir eru rosa duglegir að gefa fyrirmæli hérna) að mér yrði ekki hleypt inn fyrr en 15mín áður en tíminn minn væri og ef ég mætti of seint þyrfti ég að panta nýjan tíma ... fair enough ... var svo auðvitað allt of mikil umferð og ég þurfti aftur að leggja út í rassgati þannig að ég hljóp frá bílnum og þangað til að mæta nú á þessu korteri sem ég hafði til að komast inn í bygginguna ... fór í gegnumlýsingu ... smá viðtal og var svo send upp á 6. hæð að fá ticket, what the hell does that mean, jæja kem upp á 6. hæð, bara svona 10 á undan mér, svo þegar ég kem að glugganum þá eru skilríki mín skoðuðu (í 20 skipti á leiðinni frá fyrstu hæð) og ég fæ núner ... ég er númer C151 og á að fara eitthvað annað ... þegar ég kom þangað þá er FULLUR salur af fólki og verið að kalla upp C71 OMG ... 3 klukkutímum seinna C151 ... thank you!!!!
Ég er alveg búin að endurskoða það að litlir asískir kallar séu besta optionin í immigration, getur vel verið að það eigi við þegar maður er að koma inn í landið ekki þarna. "Hi .. there is a type in my name that I need to get fixed" NO, "Yes, Social security sent me here ..." NO ... nei hvað á maðurinn við, svo kom einhver heljarinnar romsa um á SSA vissu ekkert hvað þeir væru að gera og að ég þyrfti work-permit og blablabla ... ég á tímabili að ég yrði hreinlega handtekin fyrir að vera ekki með work-permit ... já eða vísað úr landi ... Loksins á endanum vorum við komin á þá sameiginlegu skoðun að stafsetningarvillan væri þá bara í einhverjum öðrum database en hans og immigration væri ekki rétti staðurinn til að láta laga þetta .. great .. 4 tímum seinna. Hann vildi meina að ég gæti bara látið laga þetta á þeim flugvelli sem ég kom inn í landið .. jájá bara fljúga til Minneapolis í leit að leið til að laga stafsetningarvillu. Ég fór niðrí anddyri aftur og talaði við gegnumlýsingarkallana, sagði þeim alla söguna og hvort að þeim dytti í hug einhver office í húsinu sem gæti hugsanlega aðstoðað mig ... immigration væri bara með mig rétta í sínum database. Þeir bentu mér á skrifstofu upp á 8. hæð sem gæti kannski hjálpað ... ok, ég þangað. Þegar ég sagði þeim vandamálið fékk ég "Those are called Datafixes" omg omg omg einhver sem þekkir hinn hulda heim stafsetningarvillna í federal databases ... my luck!!!
Það var skrifað fyrir mig "referral" á einhverja skrifstofu niðrá 2. hæð sem kannski gæti lagað þetta en ef ekki þá þurfti að ég fylla út form I-27blabla og gera svona og hinsegin ... thank you!
Ég fór niðrá 2. hæð að leita að þessari skrifstofu sem mér hafði verið vísað til .. var auðvitað stoppuð á leiðinni og spurð hvert ég væri að fara. "Office 2067, I have a referral", "Yes maam, that office will be down that hall after 1:30" ha hvað meinaru er hún ekki þar núna? "No ma'am only after 1:30" ok, vildi ekki fara að koma með eitthvað fyndið komment um þetta, allur er varinn góður, og klukkan vantaði svo sem ekki nema einhverjar 8 mínútur í tilsettan tíma. fékk svo að labba inn ganginn klukkan 1:30 og þá var ég komin á skrifstoðu border and safety control og það eru þeir sem bera ábyrgð á því að handpikka inn í tölvu alla grænu og gulu miðana sem við þurfum að fylla út í turbulence í flugvélinni á leiðinni. Já já ég bið afsökunar þetta er alveg rétt, D-ið mitt er alveg eins og O, Labbaði svo sallí glöð út úr Federal Building klukka 14:30, með mitt rétta nafn og mikla sigurtilfinningu yfir beurocracy bandaríkjanna.

Friday, October 20, 2006

Thank god it's friday!!

Vinnuvikan að verða búin og loksins farið að ganga eitthvað í verkefninu ... vei!! Fór í hádegismat í "Natural Foods" sem er restaurant/búð hérna rétt hjá, þegar við komum labbandi að þá voru hvorki meira né minna enn 1 sjúkrabíll, 2 stórir slökkvuliðsbílar og 1 pallbíll merktur County Fire Department fyrir utan. Við héldum auðvitað að þarna hefði annaðhvort orðið stórslys eða þá að þeir hefðu ákveðið að hittast þarna í mat :-S. Þegar við komum svo inn kom í ljós að það hafði liðið yfir mann þarna inni og var það ástæðan fyrir 4 bílum fyrir utan ... og 20 skjúkra og slökkvuliðsmenn að bera bækur saman um hvað ætti að gera við svona höfuðhögg ... frekar spaugilegt allt saman, nema auðvitað fyrir aumingja manninn sem hrundi í gólfið.
Í lok vinnudags skal stefnan svo vera tekinn niðrá höfn á sportsbarinn fræga frá síðasta föstudegi. Planið fyrir morgundaginn er að fara á ströndina með bók og skrifblokk (nei lappinn virkar ekki niðrá strönd eins og í bíómyndunum) og officially byrja á masters-ritgerðinni með því að gera annotated bibliography fyrir eitthvað af þeim bókum/greinum sem ég dröslaðist með frá íslandi og er ekki ennþá farin að lesa.

Thursday, October 19, 2006

Vinnan

Búið að ganga hægt í vinnunni síðustu daga, ég er með verkefni sem snýst um facial animations (FACS). Ef einhver ykkar hefur lesið bókina Blink þá er soldið talað um FACS þar ... allavega ... er með rosa flott höfuð í Maya (3D tölvuforrit ;-)) sem er hægt að láta gera allskonar svipbriðgi. Ég fékk það skemmtilega verkefni að búa til utanáliggjandi stýringar fyrir hausinn .... en vandamálið er bara að Maya er hvorki interactive né real-time ... so how the hell *#$#&$%&" á ég að geta þetta??? Allavega ... ekki búið að ganga neitt vel en ég er hins vegar búin að læra fullt á Maya ... veiii fyrir mér!! Var á fundi núna áðan þar sem verkefninu var breytt og núna á forritið mitt - sem getur að einhverju leiti núna tengst hausnum - að lesa inn textaskrá með tímasetningum og FACS svipbrigðum og búa automatically til animation af höfðinu að gera þau svipbrigði í þeirri tímaröð sem segir til um í textaskránni. ... og þegar þessu verkefni er lokið getur bara heil stétt manna hætt í vinnunni af því að ég verð búin að leysa öll þeirra störf með einu litlu forriti :-S

Sunday, October 15, 2006

Party party party

Tók djammið með trukki þessa vikuna ... bara lögst í óreglu hérumbil :) Við erum komin með nýja hefð í vinnunni ... að skella okkur á pub eftir vinnu á föstudögum ... komin tími til að það lifnaði eitthvað yfir vinnuliðinu. Fórum á Sports-bar ... drukkum fullt af bjór og rauðvíni og horfðum á baseball og kickbox, pöntuðum 2 skammta af Nachos á borðið (vorum 7) ... og ég segi bara eins gott að við pöntuðum bara 2 skammta af því að þjóninn kom með 2 föt af nachos og ég meina föt, 2 stór steikarföt af nachos með osti og kjúklingi og sósu ... djís. Í gær fór ég svo bar-hopping með nokkrum úr vinnunni, fórum á "ye old kings head" sem var ekki eins skemmtilegt og ég bjóst við ... Cocktail sem er alveg týpískur Thorvaldsen ... dejavú næstumþví að koma þangað inn og enduðum reyndar á stað sem ég veit ekkert hvað heitir en ég er komin perminately á gestalistann þar ... víiiii.

Men are simple!!!!

Karlmenn eru einfaldar sálir ... og ekki þið stelpur sem lesið þetta allar commenta núna hjá mér "döhh vissiru það ekki" ... jú auðvitað er ég búin að vita það lengi en bara fékk svona confirmation á það í dag :). Ég skellti mér í bæjarferð í dag, ákvað reyndar að fara upp á Montana sem er hérna nokkrum götum ofar í staðin fyrir að fara niðrá promenade (göngugötuna) sem ég er búin að fara á allar hegar síðan ég kom hérna. Og fyrst ég fór á bílnum þá ákvað ég að fara í fínu rosa háhæluðu bandaskónum mínu ... var semsagt í brúnu pilsi og hlýrabol og eini munurinn núna og margar síðustu hegar var að ég var á 10cm hælum en ekki puma skóm. Fann alveg til með aumingja stelpunum sem voru að labba með kærustunum sínum sem snéru sig úr hálsliðnum á eftir mér ... híhíhí ... en hafði samt bara soldið gaman að. Fékk mér lunch á ítölskum stað og svo kaffi á Starbucks. Endaði reyndar á því að fara í supermarkað á Montana áður en ég fór heim að versla í kvöldmatinn. í supermarkaðnum var á tímabili helmingur staffsins að aðstoða mig, hver einasti karlkyns starfsmaður sem ég mætti "can i help you with anything" og ég auvitað fljót að nýta mér það og spurja hvar eru grjónin "Aisle 4, do you want me to show you", síðan lá alveg við slagsmálum í kjötborðinu þar sem einn var farinn að aðstoða mig þegar sá næsti vildi endilega eitthvað fyrir mig gera líka, frekar broslegt allt saman. Þetta endaði svo á því að sá sem setti í poka á kassanum vildi endilega bera pokann fyrir mig (með 2 hlutim í!!!!) út í bíl. Og ég vil bara segja við ykkur stelpur að ef ykkur vantar smá egó-búst ... bara skella sér á hælaskónna og strolla niðrí bæ ... virkar fyrir mig!!

Thursday, October 12, 2006

Partying with the celebs

Fór á klúbb á Sunset í gær, var bara nokkuð gaman ... frekar skrítinn staður samt ... Privilege. Fór með frönsku strákunum (þjóðverjanum var ekki boðið :)) og stelpu frá Koreu. Vorum komin frekar snemma og svona slatti af fólki, samt fundum við laust borð. Á borðinu var vínseðill sem var á verðbilinu 300 -2750$, frakkarnir trúðu þessu ekki og voru vissir um að þetta væri talið í centum ... híhíhí. Á næsta borði var afmælisbarn kvöldsins Kaden (who the hell is that?) sem við hreinlega krössuðum í partýið hjá. Þegar líða tók á kvöldið vorum við rekin af borðinu okkur "because they were just about to start bottle service", síðan var þetta þannig að til að fá borð þá varðstu að versla flösku af vínseðlinum ... og já það voru öll 40 borðin full! Þarna var komin samann slatti af svona semi-celebs ... andlit sem maður hefur séð in the movies en veit ekki hvað heitir :) og auðvitað fullt af öðru fólki, gæti alveg trúað að staðurinn taki upp undir 1000 manns. Vorum nú bara frekar dönnuð og kvöddum áður en staðurinn lokaði og ég var komin heim um ca 2 leitið eftir rúmlega hálftíma keyrslu (miðbær-mosó eða miðbær-hafnarfjörður hljómar ekki svo langt núna). Frekar langt síðan ég hef djammað á miðvikudegi og já ... það var rosa erfitt að vakna í morgun

Monday, October 09, 2006

Vegas baby Vegas

Var í Las Vegas um helgin ... held það sé miklu réttara að kalla hana "the city that never sleeps" frekar en New York. Lögðum af stað snemma á laugardagsmorgni, ég, þýskur skipinemi og 2 franskir skiptinemar. Upphaflega planið var að fara á föstudegi eftir vinnu en skv. áræðanlegum heimildum tekur 7 tíma að keyra þangað á föstudögum út af umferð. Allavega ... vorum komin þangað rétt upp úr hádegi ... við áttum bókað hótel á Luxor þannig að við vorum þar að skoða til að byrja með, meirihlutinn af laugardeginum fór í að skoða The Strip, fórum inn í öll flottu casinoin og ég tók fullt af myndum ... sem koma ekki strax því þær eru fastar í símanum flestar :(. Nokkrir staðir stóðu auðvitað uppúr og þar má nefna The Venetian sem er eftirlíking a feneyjum, þar inni er sýki og hægt að fara á gondóla og loftið er málað með himni og skýjum og birtan þar inni er alveg eins og dagsljós, var frekar fyndið, vorum þar um miðnætti og þegar maður kom inn þá var dagsbjart. Þar sem við vorum bara eitt kvöld (og þar sem það var þjóðverji með í för sem týmdi ekki að eyða NEINUM peningum ... "I really think 15$ is toooo much to spend on a dinner, let's go to McDonalds"), þá fórum við ekki á neitt show ... sem auðvitað þýðir að ég bara neyðist til að fara þangað aftur :-) Enduðum á því að labba alla leið niður að Paris og Tresure Island sem eru alveg lengst á hinum enda götunnar en sá sko ekki eftir því því að þó svo að öll casinoin eru eins þá eru þau öll sérstök :)

Vorum komin til baka á Luxor einhverntímann eftir miðnætti og þá byrjaði gambling ... ég spilaði í ca 4 tíma í rúllettu sem endaði á því að kosta mig heila 120$, vill alveg meina að ég hafi unnið og unnið nema þegar strákarnir stóðu yfir mér þá tapaði ég og tapaði ... typical. Fjörið reyndar byrjaði ekki fyrr en eftir að þeir fóru upp að sofa, þá fór ég að hitta alls konar interesting fólk og endaði í splakössum með einhverjum kanadabúa. Við spiluðum og spiluðum og unnum alltaf reglulega ... þjónustukonar var á endanum hætt að bera í okkur áfengi og farin að bera í okkur kaffi og ég bara hreinlega vissi ekki fyrr en síminn minn allt í einu hringdi ... þá voru strákarnir farnir að hafa áhyggjur af mér af því þeir fundu mig hvergi ... mér fannst þetta nú bara frekar mikil afskiptasemi þangað til ég leit á klukkuna og sá að hún var 10 um morgun. Ég vann í heildina rúma 50$ í spilakössunum sem kom aðeins upp í rúllettutapið.

Eftir þetta skaust ég upp og skellti mér í sturtu áður en haldið var í morgunmat, planið var að leggja af stað fljótlega eftir check-out en auðvitað í 4 manna hóp vildi einn skoða þetta og annar skoða hitt svo við vorum ekki tilbúin til að leggja af stað fyrr en rúmlega 2 ... og þá byrjaði næsta ævintýri ... haldiði ekki að bíllinn hafi verið með sprungið dekk út á bílastæði ... og ég spyr bara ... hver lendir í því að vera með sprungið dekk á bílastæði í Las Vegas??????? Mín fyrstu viðbrögð voru þau að líta til himins og segja margendurtekið takk (með mikilli innlifun) við litla hrifningu ferðafélaganna :/. Þegar ég sá sprungna dekkið þá flæddu í gegnum hausinn á mér fullt af myndum af verri aðstæðum sem við gátum verið í ... allskonar "hvað ef ..." hlutir. Hvað ef það hefði hvellsprungið á hraðbrautinni á leiðinni, hvað ef við værum hálfnuð til baka, lengst út í eyðimörk með sprungið dekk o.sv.frv. og bara réð ekki við mig af gleði yfir að vera stödd á bílastæði með sprungið dekk.

en OMG, vandamálið við að finna varadekkið var ekkert smávegis, vitlausar upplýsingar í manualnum sem fylgdi bílnum og vitlausar upplýsingar sem ég fékk hjá bílaleigunni um hvar og hvernig ég fyndi varadekkið. Þegar varadekkið var loksins fundið kom í ljós að það var álíka breitt og mótorhjóladekk og stóð á því "Temporary use only" sem auðvitað þýddi að við gætum ekki keyrt á því allar 300 mílurnar til LA. GPS tækið mitt auðvitað reddaði málunum og þar gat ég ekki bara flett upp dekkjaverkstæði heldur gaf gripurinn mér símanúmerið þar líka þannig að við gátum hringt í dekkjaverkstæði sem var opið. Við vorum svo tilbúin að leggja í hann rúmlega 4 um daginn ... ekki alveg það sem ég hafði séð fyrir mér þegar ég ákvað að fara ekkert að sofa og það tók okkur tæpa 6 tíma að komast heim ... með varlegri keyrslu og nokkrum umferðarteppum. Ég held að ég hafi í heildina stútað 12 kaffibollum og 2 orkudrykkjum í gær :S
Fór svo að sofa í gærkveldi um miðnætti eftir 40 tíma vöku og var vöknuð á undan klukkunni í morgun ... hvað segir það um að vera stödd á vitlausu tímabelti!

p.s. Ég ku víst vera "sláandi" lík Lindsay Lohan ... múhahahaha

Friday, October 06, 2006

Tungumálaörðugleikar

Það var að byrja nýr intern hérna á mánudaginn, stelpa frá Koreu. Við höfum farið nokkrum sinnum saman í mat í vikunni og stundum er ég ekki alveg viss hvort hún skilur mig (er stundum aðeins of fljót að segja já - sem gæti samt bara verið culture mismunur ... veit ekki) og ég á stundum erfitt með að skilja framburðinn hjá henni, en alls ekkert að hún hafi lítinn orðaforða eða neitt svoleiðis. Allavega ... Í gær kom hún og spurði mig hvort ég kynni á "the copymachine" og ég auðvitað teymdi hana inn í prentaraherbergi og sýndi henni ljósritunarvélina ... sem er nú ekkert sérlega flókin ... blöðin snúa svona og svo ýta á stóra græna takkan. Allavega þarna á leiðinni inn í prentaraherbergi fer hún að spurja mig hvort ég drekki kaffi og ég alveg "já já, mér finnst Starbucks alveg frábær, en snúum okkur nú að ljósritunarvélinni, sko blöðin ...." omg ekkert að kveikja ... og hún hristir höfðið "no no copimachine copimachine" ... allavega ... kom auðvitað í ljós að hún var að tala um coffeemachine ... og auðvitað þá mundi ég að asíubúar nota oft p í staðin fyrir f (og reyndar líka n í staðin fyrir m {E.T. phone hone}) ... og við hlógum að þessu alla leiðina inn á kaffistofu.

Wednesday, October 04, 2006

Kvennakaffið

Fór í kvennakaffi til Irvine í Orange County á sunnudag. Tók, ca klukkutíma á hraðbrautinni niðreftir ... með tilheyrandi adrenalíni ... pjúff. Langar soldið að fara aftur eitthvað í áttina þangað, var rosa fallegt, allt annað wibe en er í gangi í LA. Minnti mig soldið á Ventura og aðra staði í Florida sem ég hef komið á ... allt mjög kunnuglegt einhvernveginn. Kvennakaffið var í heimahúsi og smá furðulegt einhvernveginn að vera umkringd íslendingum, samt er ég nú bara búin að vera hérna í mánuð :/ Komst að því hver skrifaði inn á bloggið mitt um daginn, hafði verið alveg viss um að bara einhver bláókunnugur hefði rambað þarna inn og commentað og þar af leiðandi væri örugglega bara fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt að lesa bloggið mitt og maður þyrfti þar af leiðandi bara að passa hvað maður segði ... híhí ... kom svo í ljós að þetta var vínkona Ingu sem býr hérna í LA. Borðaði fullt af pönnukökum, ástarpungum og vöfflum og skemmti mér bara vel. ók svo "the scenic route" aftur heim upp með ströndinni ... sem tók 2 tíma, og var líka mjög gaman. Helgarnar eru bara allt of fljótar að líða hérna og aftur kominn mánudagur áður en maður veit af ... sounds familiar ... anyone?

ÆÐSLEGUR AFMÆLISDAGUR

Jamm var alveg æði, byrjaði í augabrúnalitun, lá á bekk á bakinu með handklæði með einhverju aroma therapy dóti vafið um hárið, allt rosa relaxing og starfsfólkið auðvitað yndislegt. Fór svo í nuddið sem var deep tissue sport massage og fékk nudd sem var einbeitt að höndum, öxlum og hálsi, labbaði þaðan út um hádegisbil mðe sælubros á andlitinu og nuddolíu í hárinu :)
Ekki nóg með það þá voru stelpurnar í afgreiðslunni búnar að pæla út fyrir mig hvað ég ætti að skoða í nágrenninu og sendu mig í "The Grove" sem er utandyra shopping mall, fullt af búðum og veitingarstöðum. Ég borðaði á "The Cheesecake Factory" í hádeginu ... OMG 20 síðna matseðill og ALLT girnilegt, korteri seinna var ég búin að ákveða hvaða rauðvín ég vildi og hálftíma eftir það var ég búin að velja mér mat. Eyddi svo restinni af deginum þarna í shopping og people watching, alveg æðislegt. Stoppaði reyndar í nokkrum búðum á leiðinni heim, sem ég hafði spottað á leiðinni þangað, verð greinilega að fara þangað aftur, þetta var alvöru verslunarsvæði, 2 stór moll sem ég keyrði framhjá ... mmmmm. Fór svo að tékka á þessum "Hot" stað sem átti að vera svo nálægt heima ... og komst að því að hann lokaði í águst ... vá rosa hot! Ég var bara heima í staðin að sötra rauðvín og horfa á History Channel ... sem by the way er besta sjónvarpsstöð í heimi!!! Rosa sátt við lífið :)

... og í lokin nokkrar yndislegar afmælisgjafir sem ég sleppti úr sögunni hér að ofan ... stelpan sem litaði á mér augun hélt að þetta væri 23 ára afmælið mitt :) .... ég var spurð um skilríki þegar ég keypti mér rauðvínsglas í hádeginu :)) ... þegar ég labbaði inn í búð á leiðinni heim flautuðu tveir 17 ára á eftir mér (fjút.fjú.ú) ... I think I´m just getting younger every year :))))