Greatest Expectations

Friday, October 20, 2006

Thank god it's friday!!

Vinnuvikan að verða búin og loksins farið að ganga eitthvað í verkefninu ... vei!! Fór í hádegismat í "Natural Foods" sem er restaurant/búð hérna rétt hjá, þegar við komum labbandi að þá voru hvorki meira né minna enn 1 sjúkrabíll, 2 stórir slökkvuliðsbílar og 1 pallbíll merktur County Fire Department fyrir utan. Við héldum auðvitað að þarna hefði annaðhvort orðið stórslys eða þá að þeir hefðu ákveðið að hittast þarna í mat :-S. Þegar við komum svo inn kom í ljós að það hafði liðið yfir mann þarna inni og var það ástæðan fyrir 4 bílum fyrir utan ... og 20 skjúkra og slökkvuliðsmenn að bera bækur saman um hvað ætti að gera við svona höfuðhögg ... frekar spaugilegt allt saman, nema auðvitað fyrir aumingja manninn sem hrundi í gólfið.
Í lok vinnudags skal stefnan svo vera tekinn niðrá höfn á sportsbarinn fræga frá síðasta föstudegi. Planið fyrir morgundaginn er að fara á ströndina með bók og skrifblokk (nei lappinn virkar ekki niðrá strönd eins og í bíómyndunum) og officially byrja á masters-ritgerðinni með því að gera annotated bibliography fyrir eitthvað af þeim bókum/greinum sem ég dröslaðist með frá íslandi og er ekki ennþá farin að lesa.

1 Comments:

At 3:50 AM, Anonymous Anonymous said...

úúú....hljómar vel gærkvöldið og planið fyrir daginn í dag :) Fínasta veður á þessu skeri svo við skvísurnar ætlum að kíkja á smá bæjarrölt eftir ræktina á eftir. Vona ég fari að rekast á þig á msn-inu fljótlega :)
*kúz&kram*

 

Post a Comment

<< Home