Greatest Expectations

Wednesday, October 04, 2006

Kvennakaffið

Fór í kvennakaffi til Irvine í Orange County á sunnudag. Tók, ca klukkutíma á hraðbrautinni niðreftir ... með tilheyrandi adrenalíni ... pjúff. Langar soldið að fara aftur eitthvað í áttina þangað, var rosa fallegt, allt annað wibe en er í gangi í LA. Minnti mig soldið á Ventura og aðra staði í Florida sem ég hef komið á ... allt mjög kunnuglegt einhvernveginn. Kvennakaffið var í heimahúsi og smá furðulegt einhvernveginn að vera umkringd íslendingum, samt er ég nú bara búin að vera hérna í mánuð :/ Komst að því hver skrifaði inn á bloggið mitt um daginn, hafði verið alveg viss um að bara einhver bláókunnugur hefði rambað þarna inn og commentað og þar af leiðandi væri örugglega bara fullt af fólki sem ég þekkti ekki neitt að lesa bloggið mitt og maður þyrfti þar af leiðandi bara að passa hvað maður segði ... híhí ... kom svo í ljós að þetta var vínkona Ingu sem býr hérna í LA. Borðaði fullt af pönnukökum, ástarpungum og vöfflum og skemmti mér bara vel. ók svo "the scenic route" aftur heim upp með ströndinni ... sem tók 2 tíma, og var líka mjög gaman. Helgarnar eru bara allt of fljótar að líða hérna og aftur kominn mánudagur áður en maður veit af ... sounds familiar ... anyone?

6 Comments:

At 4:04 AM, Blogger RaGGý og InGa said...

Já lítill heimur, fyndið að þú hittir á Toggu pæjjj :)

 
At 11:19 AM, Blogger Guðný said...

Það var nú frekar hún sem hitti á mig, ég fór í kvennakaffið af því að einhver (Togga) setti www.icecal.blogspot.com í comment hjá mér og þannig vissi ég af kvennakaffinu.

 
At 1:33 PM, Blogger RaGGý og InGa said...

já eða þannig :) hvort sem var þá var það bara góður punktur .. híhíhí

 
At 2:01 AM, Anonymous Anonymous said...

sá að þú fórst á 3. street á göngugötuna.
Vinkona mín bjó á 9th street og þar var ég fastagestur því þá var svo stutt að labba á King Georges barinn;)
Góðar minningar frá LA. Vona að þú hafir það gott.
Ef þú einhvern tímann skreppur í Studio City á Ventura Boulevard mæli ég með að þú farir á All american staðinn sem heitir Jerry´s famous Deli.
Kv Hanna systir Ingu

 
At 8:36 AM, Anonymous Anonymous said...

Svo verðurðu velkomin í kvennakaffi heim til okkar á Íslandi er þú kemur heim:)

 
At 4:43 PM, Blogger Guðný said...

Takk fyrir þetta, frábært að fá hint um hvert á að fara, hvar er King Georges barinn? og líka takk fyrir kvennakaffiboðið ... strax farin að hlakka til :D

 

Post a Comment

<< Home