Greatest Expectations

Wednesday, October 04, 2006

ÆÐSLEGUR AFMÆLISDAGUR

Jamm var alveg æði, byrjaði í augabrúnalitun, lá á bekk á bakinu með handklæði með einhverju aroma therapy dóti vafið um hárið, allt rosa relaxing og starfsfólkið auðvitað yndislegt. Fór svo í nuddið sem var deep tissue sport massage og fékk nudd sem var einbeitt að höndum, öxlum og hálsi, labbaði þaðan út um hádegisbil mðe sælubros á andlitinu og nuddolíu í hárinu :)
Ekki nóg með það þá voru stelpurnar í afgreiðslunni búnar að pæla út fyrir mig hvað ég ætti að skoða í nágrenninu og sendu mig í "The Grove" sem er utandyra shopping mall, fullt af búðum og veitingarstöðum. Ég borðaði á "The Cheesecake Factory" í hádeginu ... OMG 20 síðna matseðill og ALLT girnilegt, korteri seinna var ég búin að ákveða hvaða rauðvín ég vildi og hálftíma eftir það var ég búin að velja mér mat. Eyddi svo restinni af deginum þarna í shopping og people watching, alveg æðislegt. Stoppaði reyndar í nokkrum búðum á leiðinni heim, sem ég hafði spottað á leiðinni þangað, verð greinilega að fara þangað aftur, þetta var alvöru verslunarsvæði, 2 stór moll sem ég keyrði framhjá ... mmmmm. Fór svo að tékka á þessum "Hot" stað sem átti að vera svo nálægt heima ... og komst að því að hann lokaði í águst ... vá rosa hot! Ég var bara heima í staðin að sötra rauðvín og horfa á History Channel ... sem by the way er besta sjónvarpsstöð í heimi!!! Rosa sátt við lífið :)

... og í lokin nokkrar yndislegar afmælisgjafir sem ég sleppti úr sögunni hér að ofan ... stelpan sem litaði á mér augun hélt að þetta væri 23 ára afmælið mitt :) .... ég var spurð um skilríki þegar ég keypti mér rauðvínsglas í hádeginu :)) ... þegar ég labbaði inn í búð á leiðinni heim flautuðu tveir 17 ára á eftir mér (fjút.fjú.ú) ... I think I´m just getting younger every year :))))

1 Comments:

At 4:02 AM, Blogger RaGGý og InGa said...

ohhh hljómaði sem dásamlegur dekur-afmælisdagur :)

 

Post a Comment

<< Home