Greatest Expectations

Thursday, September 28, 2006

Meira Yoga

Jæja núna er þriðji Yoga dagurinn í röð búinn og ég fór auðvitað alveg yfir strikið í dag. Mætti í YogaWorks level 1 í gær og fyrradag enn fannst það vera svona frekar slow, er samt eiginlega það eina sem er í boði á kvöldin eftir vinnu. Fór í dag klukkan 7:30 eins og venjulega ... alveg á leiðinni í level 1 aftur, svo þegar ég er kominn á staðinn þá var annar tími að byrja í hinum salnum ... Vinyasa flow level 2 og 3 ... jamm og ég bara skellti mér í hann. Byrjaði alveg nokkuð vel ... náði alveg að fylgja með svona fyrsta hálftímann eða svo ... kom svo auðvitað í ljós að það var bara upphitunin. Síðan var þetta alveg "standið á höndum, lappirnar beinar upp, setjið aðra löppina rólega niður og látið stórutánna snerta nefið" ... OMG!!!!
Ég semsagt fór út bullsveitt þegar það var cirka 20 mín eftir af tímanum (sem er 90 mín) og ég er ennþá með skjálfta í höndunum og er í þetta skiptið nokkuð viss um að það verður erfitt að fara framúr í fyrramálið.
Á morgun verður reyndar ekkert yoga af því að það er bíókvöld í vinnunni, sem var svona ein af ástæðunum fyrir að ég ákvað að taka þetta svona tvöfalt í dag ... en common ... þetta var nú bara fyndið.

1 Comments:

At 10:04 AM, Anonymous Anonymous said...

heheheheheh .. mér dettur nú bara hún "toothsmith" vinkona okkar.

fékk alveg tárin í augun af hlátir yfir þessum Yoga hamförum þínum :)

stendu þig vel sæta!

 

Post a Comment

<< Home