Greatest Expectations

Tuesday, September 19, 2006

pöddufaraldur .. dagur 3!

omg omg omg omg omg omg omg OMG! Haldiði ekki bara að það búi einhverjar ógeðis pöddur hérna í húsinu (örugglega inn í veggjunum) sem flækjast hingað inn svona cirka á þessum árstíma. Landlordinn man ekki hvort að þetta tekur 2-3 daga eða hvort að þetta tekur rúma viku en alltaf á þessum árstíma þá mjög mysteriously eru flugumaurapöddur inni hjá henni (og mér). Þær eru soldið eins og teigðar ílangar húsflugur með rauðan haus og allt of langa vængi sem þær kunna ekki að nota og missa svo fljótlega af því að það er líka allt út í vængjum ... ekkert allt en alveg meira en nóg fyrir minn smekk og svo eru þær obbosla vangefnar og eiga frekar mikið bágt og eru bara í teppinu og geta ekki einu sinni skriðið upp veggi af því vængirnir eru fyrir þeim (alveg búin að stúdera þetta) og geta ekki flogið (sem betur fer) nema tvær á dag sem komast upp í rúm til mín, veit ekki alveg hvernig en alltaf 2 á dag upp í rúmi og í dag meira segja ein inn í koddaverinu oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj oj.
Ok, þetta byrjaði semsagt í fyrradag og þá fór ég inn á bað og það voru 6 dauðar "flugur" í vaskinum og aðrar 6 dauðar í klósettinu svo að ég spyr viktoríu hvað þetta sé með þessar pöddur og hún kemur, hún var nottla ekkert að taka eftir dauðu pöddunum í vaskinum eða klósettinu heldur bara öllum lifandi pöddunum sem voru greinilega búnar að taka ástfóstri við gólfmottuna ... jamm svona 30 stykki. Síðan fann ég 6 stykki inni hjá mér og hélt að þær hefðu bara verið á skónum mínum eða eitthvað svona saklaust þar sem að ég var nú einmitt á baðinu með öllum pöddunum. Síðan í gær þegar ég kom heim þá voru engar inn á baði en svona 20 inni hjá mér, wandering út um öll gólf eins og þær væru fullar. Síðan var dagblað á gólfinu og mér fannst eitthvað mikið af vængjum í kringum dagblaðið (hver padda er með 4 vængi) og svo alltíeinu gægðist ein padda út úr dagblaðinu þannig að ég auðvitað asnaðist til að opna blaðið og viti menn, fann 5 stykki vængjalausar alveg eins pöddur. Þannig að mysterían er solved að einhverju leiti, þetta er samskonar pöddur og í indonesiu sem fæðast með vængi, vafra um með vængi í smá tíma, missa svo vængina og lifa happily ever after (nema auðvitað þær sem villast inn til mín). Þær þola ekki ljós (hefði sko aldrei fattað það nema út af dagblaðinu) svo að núna kveiki ég öll ljós þegar ég kem heim og þá birtast ekki fleiri pöddur þann daginn. Ég lofa aldrei að kvarta aftur yfir 20° hita BARA ekki fleiri pöddur takk. Áfram ísland!

1 Comments:

At 9:59 AM, Anonymous Anonymous said...

ojjjjjjjjjjjjjjjj ojojoj!!! *hrollur*

Ég er með eina ógeð stóra og gróss kónguló utan á langa glugganum í stofunni og vefur niður eftir öllum glugganum!
Annars er spáð FROSTI á næstunni svo hún ætti að fara myljast í burtu :o)

Njótta hitans og skemmtilegu fylgikvillana :D

 

Post a Comment

<< Home