Greatest Expectations

Monday, September 11, 2006

Tækjafrík $-Þ

Jamm ... ég er sko búin að vera dugleg að versla.

Ég er samt búin að uppgötva það að það eru ekki lengur (eða ekki í LA) til neinar tækjabúðir ... þannig að ég ligg bara á netinu og panta í staðin. Það er nú reyndar ekkert af herlegheitunum komið í hús ennþá en ég fylgist spennt með bæði Fed-Ex og UPS á netinu þessa dagana.

Skjárinn minn sem ég pantaði er með áætlaðan komutíma á morgun (krossa fingur) og mun það vera fyrsta gadget-ið í hús .. týmdi ekki alveg að splæsa 800$ í 24" skjá þannig að ég endaði á að kaupa mér 22" widescreen sem er bara ágætlega stórt stökk frá 15" lappa-skjánum sem ég horfi á alla daga í marga klukkutíma á dag.

Á föstudaginn mun ég svo fá lyklaborðið mitt ... fann á netinu nördalegasta lyklaborð í heimi og ég ætla að verða æðislega góð í að nota það ... fyrir áhugasama þá er slóðin www.alphagrips.com.

Er þessa stundina að browsa eftir dvd-brennara, er rosa skotin í lightscribe (hööhöömm en ekki hvað). Ég rakst auðvitað í leiðinni á usb TV tuner (how cool is that!) sem ég bara núna skil ekki hvernig ég hef getað verið án hingað til :-D ... ásamt 2GB SD korti og fleira smádóti sem bara hreinlega hver manneskja má ekki eiga minna en 2 af (ok 1 þá).

Á svo eftir að kaupa mér mac-mini ofl ofl áður en langt um líður ... semsagt ... alveg að fara á hausinn ef ég hætti ekki þessu internet vafri ;-Þ

1 Comments:

At 11:53 AM, Anonymous Anonymous said...

hrummph ... call me crazy en mín er ekki alveg að skilja þetta nörda-lyklaborð þitt :-S

en ég skil samt alveg að þú ert að njóta þín í þessari tölvu-tækja-paradís ;)

*knúz&kram*

 

Post a Comment

<< Home