Greatest Expectations

Friday, September 08, 2006

"The holodeck"

Jæja ... búin að fara í VIP túrinn og OMG !!!!!!!
Þeir eru með tjald sem er í 145° .. semsagt alveg næstumþví hálfhring. Sem betur fer þá sátum við þegar kynningin byrjaði og hún byrjaði eins og maður væri í rússíbana .. maður horfði eftir teinunum og svo eru svona sound gimmics í gólfinu þannig að allt skalf og titraði. Ef einhver man eftir kúluhúsinu á heimilssýningunni hérna í den ... þar sem maður var einmitt í rússíbana ... þá var þetta passlega 1000x flottara, ég alveg beygði mig með í beyjunum og læti.

Sáum síðan fullt af vídjóklippum frá hinu og þessu og fórum svo að skoða flatworld sem er holodeckið þeirra. Þetta er svona sambland af virtual reality og leikhúsi .... maður stendur t.d. inn í herbergi þar sem allt er í messi, brotnir stólar og læti og svo er einn veggurinn hálfur brotinn. Maður er með 3D gleraugu og svo er tjald þar sem brotni veggurinn er og manni virðist maður vera að horfa út á götu, þyrlur fljúgandi framhjá og fullt af action ... sama ef maður opnar hurðina þá stendur gaur þar og fólk að hlaupa framhjá ... allt frekar raunverulegt. Þetta endaði á því að það kom skriðdreki alla leið upp að húsinu og stoppaði með hlaupið ca 10sm frá hausnum á mér .... virtist vera komin langt út úr skjánum ... eða réttara sagt langt inn í herbergið .... allt mjög flott.

Núna er ég byrjuð að leika mér aðeils með tölvuleikinn þeirra og ég er með kall á skjánum sem ég get stýrt með því að gefa honum skipanir. Ég get skrifað texta og þá fer ægilega vinnsla í gang og svo segir teiknimyndakallinn textann með tilheyrandi body-language ... ég semsagt sit hér og læt hann segja alls konar hluti og skemmti mér konunglega ... hmmm sagði einhver simple things - simple pleasures.

2 Comments:

At 1:13 AM, Anonymous Anonymous said...

oh man! ég væri skoh alveg til í að prófa að upplifa solleiðis. Ég man nefnilega þegar við fórum í e-ð sona tjald á heimilssýningu og það "klessti" á okkur bíll. Man ég einmitt togaði í þig og við duttum á gólfið :D
Gott þú skemmtir þér sæta! ;)

 
At 11:11 AM, Anonymous Anonymous said...

Hehe ... man nákvæmlega eftir þessu sama atriði, svo lágum við í gólfinu grenjandi úr hlátri ... *lol*

 

Post a Comment

<< Home