Greatest Expectations

Wednesday, September 06, 2006

Campus

Fór á Campus í dag á fund hjá Office of International Services. Ég er með fullt af greinum sem ég á að lesa áður en ég byrja að gera eitthvað á rannsóknarsetrinu þannig að ég lagði snemma af stað og tók með mér lestrarefnið. Campus er æði, þetta er svæði sem er álíka stórt og milli háaleitisbrautar, réttarholtsvegar, miklabrautar, bústaðavegar. Allskonar byggingar og fullt af fólki, allir á hjólum, hjólaskautum, brettum og þessháttar. Ég fann mér stað hjá gosbrunni og las greinarnar mínar bæði fyrir og eftir fundinn ... upplifði mig rosa svona college student :) Var alveg að pæla í að leggjast í grasið og lesa (ennþá meira svona college student thing) en tilhugsunin um allskonar pöddur í grasinu læknaði mig fljótt af því.

Fundurinn gekk bara fínt ... allir rosa almennilegir hérna, ég er komin með rosa fínt visiting researcher ID kort og má fara að sækja um Social Security Number eftir ca viku. Það tekur lágmark 10 daga fyrir upplýsingarnar um að ég sé komin inn í landið að komast inn í tölvukerfið hjá SSA (hversu ótölvuvænt er það!) en þá verð ég sko happy camper með amerískt SSN númer. Ég spurði að því í dag hvort að þetta væri eitthvað svona temporary thing og fékk svarið "No, once you're in the system, you're in there for good!" ..... COOL!!!

Tókst reyndar að brenna aðeins á öxlunum í dag í stúdentaleiknum mínum en það verður farið á morgun ... totally eina manneskjan á campus sem sat ekki í skugganum .... newbie!

3 Comments:

At 1:30 AM, Anonymous Anonymous said...

OMG þú ert nottla mesta krúttið!!!! jeminn sá þig alveg fyrir mig í college-leiknum, lesandi við gosbrunninn!! Gott að bug-fóbían læknaði þig frá því að fara veltast um í grasinu!! Má ekki alveg tapa kúlinu! :D

Ég á skoh alveg eftir að upplifa þetta í gegnum þig ... hlakka til að lesa meir :)))))))))))
*knúz&kram*

 
At 8:17 AM, Anonymous Anonymous said...

það er líka pottþétt notaður grænn litur í grasið þannig að þú hefðir litið út eins og hálfviti ef þú hefðir farið að velta þér mikið í því ;) ... stendur þig vel stelpa hlakka til að lesa meira.

 
At 4:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég se þig alveg fyrir mér í amerísku háskólamyndunum, ohhh vildi óska að ég væri þarna með þér.... love you

 

Post a Comment

<< Home