Greatest Expectations

Monday, September 04, 2006

Flugferðin mikla

Ferðin hófst að sjálfsögðu í Keflavík og flaug ég til Minneapolis, var pínu stressuð af því að það var klukkutíma seinkun en svo "lagði" flugvélin nánast beint upp við tollaeftirlitið þannig að þetta var nú ekki mikið hlaup við að komast sem fyrst að. Ég er búin að koma mér upp aðferð til að lenda í sem minnstu veseni í passaskoðun í Ameríku, og hún felst í því að fara í röð hjá litla asíska manninum ... ef það stendur til boða. Í þetta skipti var einmitt einn lítill asískur í einum básnum og ég beint þangað, allt gekk eins og í sögu og eftir fingrafaratöku og "mug-shot" myndatöku var mér hleypt inn í landið. Næsta flug var svo Minneapolis - LA og þá náði ég að sofna, fannst ég hafa sofið rosa lengi og þegar ég vaknaði var ég alveg tilbúin til að fara að lenda. Ég var að horfa út um gluggan og sá ljós framundan og hugsaði með mér "já, þarna er LA" en svo flugum við framhjá ... og þetta gerðist ansi oft. Tek það fram sko að ég var nývöknuð og rosa þreytt og allt það skiljiði ... allavega ... ca 1,5 tíma og rosa mörgum borgum seinna þá förum við að fljúga yfir ljós og ljós og ljós og ljós og ca hálftíma seinna, þ.e. þegar við vorum búin að vera að fljúga yfir SÖMU BORGINA í 30 mínútur kemur kafteinninn í græjuna og segir að við séum að fara að lækka flugið .. og þá auðvitað sá ég að allar þær "borgir" (hmmhmm) sem ég var að vona að væru LA voru í raun bara Rassgatavík aftur og aftur, allavega svona í samanburði við the real thing.


-GRJ Lyklakippur

1 Comments:

At 7:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra að allt gekk vel, vona að myndin sem tollurinn tók af þér sé sæt, svona ef þú ákveður að koma ekki aftur heim þá publisha þeir allavega góðri mynd af systur minni í LA, ég meina kannski bara sér einhver svaka hot leikari þig og leitar þig uppi.... hver veit??

love you, sys

 

Post a Comment

<< Home