Greatest Expectations

Wednesday, September 06, 2006

Vinnan

Fyrsti dagurinn í vinnunni var í gær. Ég var auðvitað búin að fara í rannsóknarleiðangur og skoða nágrennið þannig að ég vissi alveg hvert ég var að fara. Rannsóknarsetrið er hvorki meira né minna en 6 hæða bygging, semsagt "The ICT building" .... how cool is that!

Ég er komin með cubicle, tölvu og síma ... fæ reyndar lappann minn tengdann á morgun. Eyddi fyrsta deginum aðallega í paperwork hjá human resourses department, eina sem ég á víst eftir að gera er að horfa á eitthvað 2ja tíma mandatory harrashment prevention vídjó (OMG).

Á morgun fer í í VIP tour og þá fæ ég að prófa allskonar Virtual dót hjá þeim, fékk í gær að sjá vídjóklippu úr 60 mínútum fyrir einhverju síðan sem fjallaði um ICT, þar kom fram að þeir eru meðal annars eiginlega að reyna að búa til "The holodeck" úr Star Trek (og aftur how cool is that) þar sem hægt er að fara í allskonar hernaðaræfingar, ég fæ á morgun að prófa að setja á mig hausbúnaðinn sem þarf að nota og þá er ég komin í virtual heim þar sem hlutir gerast allsstaðar í kringum mann.

Semsagt bara gaman að vera til þessa dagana!

3 Comments:

At 7:52 AM, Anonymous Anonymous said...

er þetta vídeó til að þú hagir þér örugglega? :)

 
At 8:14 AM, Anonymous Anonymous said...

holodeck ... djöfull vaknaði nördinn í mér við það ... I want one of those 8-|

 
At 3:24 PM, Anonymous Anonymous said...

það eru nú skiptar skoðanir á hvað þetta námskeið heitir, gengur ýmist undir nafninu harrashment course eða harrashment prevention course .... sem ég vill meina að séu ALVEG sitthvor hluturinn

 

Post a Comment

<< Home