Helgin ....
Jæja þá er helgin bráðum á enda, búin að hafa það alveg hræðilega gott.
Fór ... á ströndina, á línuskauta, að versla, sat úti og naut sólarinnar, horfði á ræmu, fór niðrá göngugötu að skoða götulistamennina og drakk mikið Vanilla Latte og bara naut lífsins. Gvöd hvað það væri æðislegt ef veðrið heima væri alltaf svona ... MmmMmm ... I could get used to this!
Ég er reyndar strax farin að hafa áhyggjur af allskonar hlutum í sambandi við að fara heim ... sé fram á að hreinlega bara neyðast til að opna 1 stykki Starbucks heima, fyrst það hefur enginn séð sóma sinn í að koma því í framkvæmd ennþá (áhugasamir aðilar ... plís take a hint og endilega grípið gæsina áður en ég þarf að grípa hana ... blink blink), er hreinlega orðin háð Vanilla Latte sem er bara alveg komið í staðin fyrir kókið sem ég drakk áður ... ég endurtek ... KOMIÐ Í STAÐIN FYRIR KÓKIÐ SEM ÉG DRAKK ÁÐUR. Hreinlega bara besti drykkur í heimi.
Annars er spennandi vinnuvika framundan, mun hitta Jonathan, yfirmann minn væntanlega á morgun og fæ þá fyrsta alvöru verkefnið mitt ... Jibbí fyrir því!
3 Comments:
Smá fréttir að heiman:
Nr. 1: Rice a roni pakkinn okkar fannst í skápnum, ég sem hélt að við hefðum leitað útum allt!!!
Nr. 2: ÉG ER AÐ FARA Á ROBBIE WILLIAMS Í LONDON næsta föstudag!!!!!!!
Lovelove, Lauga
Verði þér að góðu sys ... bæði með rice-a-roni-ið og Robbie Williams. ;-Þ *knús*
*slurrpp* þar sem ég var að "uppgötva" kaffi-latte (soldið seinþroska!) þá hljómar vanilla-latte e-ð sem ég gæti vel vanist :)
ps. Lauga heppin að komast á Robbie í London :))))
Post a Comment
<< Home