Greatest Expectations

Monday, September 11, 2006

Let the games begin ......

Jæja, fyrsti vikudagurinn bara rétt svo byrjaður og allt að gerast .....
Ég er komin með nokkur verkefni, fæ rosa mikið að segja um hverju ég er að vinna í og ég bað um að vrea að vinna í mörgum litlum verkefnum í stað þess að vera með eitt stórt verkefni allan tímann. Þannig fæ ég að kynnast sem flestum hliðum á því sem þeir eru að gera hérna.

Ég á að vera með klukkutíma kynningu næsta föstudag (omg) á því sem ég hef verið að gera hingað til með áherslu á psyclone (omg). Fundartíminn er ca 1,5 tími þannig að það verða spurningar í hálftíma. Ég segi nú bara halelúja að ég fór á ráðstefnuna á Ítalíu ... væri annars örugglega BARA stressuð fyrir þetta. Kannski verður þetta eins og á Ítalíu ... ekkert stressuð fyrr en kvöldið fyrir fyrirlesturinn :-S

Fyrsta official verkefnið er að koma einhverskonar speech recognition í gagnið í Virtual Rapport (já með 2 p-um) kerfinu þeirra. Fæ að bera saman Dragon, Sonic og einhverja fleiri talgreina til að ákveða hvað á að nota veiiiiiiiii.

2 Comments:

At 2:46 PM, Anonymous Anonymous said...

OK!! Skildi nottla ekki baun hvað þú ert að fara gera þarna í þessum fyrirlestri en ég þekki þig og veit þú rúllar þessu upp!! :D

You go girl! .. með tilheyrandi handahreyfingu!! híhí

 
At 3:23 PM, Blogger Guðný said...

Takk sæta ... endilega bættu mér í links í blogginu þínu.

 

Post a Comment

<< Home