Greatest Expectations

Sunday, September 17, 2006

Helgin ofl.

Hæja

Ýmislegt búin að vera að gera frá því síðast en fyrst langar mig að kommenta á kvörtunina um veðrið ... sem var greinilega misheppnuð tilraun til að fá fólk til að kommenta. Sá alveg fyrir mér að það mundi rigna inn reiðilegum kommentum á að mitt veður væri betra en ykkar veður. Vona að ástæðan fyrir kommentleysinu sé ekki að allir eru brjálaðir út í mig fyrir að kvarfa yfir veðrinu ... það væri heldur betur svona blown up in my face dæmi.

Fyrrlesturinn á föstudagin gekk bara æði vel, ég fékk munnræpu á ensku og talaði í 50 mín ... *klapp* *klapp* ... Fékk jákvætt feedback og allir voða glaðir. Er samt aftur að drepast í ulnliðunum og fer á morgun að kaupa mér spelkur. Er reyndar með táfýluspelkuna að heiman en ætla að sjá hvaða fínerí er hægt að kaupa í henni ameríku.

Fór í skoðunarferð í gær til Beverly Hills og Hollywood, skoðaði Rodeo Drive og Walk of Fame og allt hitt sem er merkilegt á þessum slóðum. Komst næstumþví alveg upp að Hollywoddskiltinu, hefði alveg komist alla leið ef ég hefði þorað að trasspassast aðens .... en ég var ekkert að því. Var líka eitthvað svona skilti "ENGAR HÆKJUR" sem ég ákvað bara að virða.

Fór á stöndina í dag, nánar tiltekið á Malibu Beach, engar stjörnur þar frekar en á Rodeo Drive en nóg af sól, ágætis hvíld fyrir hendurnar að taka mér frí frá pikkeríi ... og í þeim anda verður þetta ekki lengra að sinni ... CHAO

p.s. myndir alveg á leiðinni bráðum

1 Comments:

At 1:57 PM, Anonymous Anonymous said...

öhmm .. hvað er málið með þetta kommenta-leysi??? Vita ekki örugglega e-rjir fleiri en ég af þessum skrifum þínum?? :D

Gott að heyra að munnræpan gekk vel .. hafði tröllatrú á þér í ræðuhöldin. Sérstaklega þegar kemur að þínu uppáhalds umræðuefni :)

luv - R

 

Post a Comment

<< Home