Greatest Expectations

Tuesday, September 12, 2006

Móðgandi skammtar !

ok, eins og allir vita sem hafa komið til USA þá eru matarskammtar hérna bara alveg þeir fáránlegustu, mig langar stundum að segja við þjóninn "Do I look like person who could actually eat all that" ... hreint út sagt móðgandi ... allavega ... fór í Ralph's supermarket í hádeginu eins og ég er búin að gera flesta dagana hérna, þeir eru með mikið úrval af heitum mat, sambærilegt við Nóatún í hádeginu bara miklu meira úrval og miklu betra verð (er að safna fyrir meira tölvudóti hööhööm). Hingað til hef ég pantað mér heitan mat og þá ræð ég alveg hvað mikið ég kaupi en í dag langaði mig alveg rosa mikið í gourmet sandwitch (hefði alveg átt að átta mig þarna á þessu gourmet) og þeir gera svoleiðis líka ... ok brauðið var eins og stór subway og þegar allt áleggið var komið á (ég pantaði bara af menu, fékk ekki að ráða hvað mikið) þá leit þetta út eins og subway lítur út á myndunum hjá þeim upp á vegg ... með alveg 5 cm af dóti á milli. Ég varð allavega södd bæði í hádeginu og í kvöld af þessu og "note to self: bara panta það sem ég ræð stærðinni á ef ég fer í supermarket í hádeginu á annað borð"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home