Greatest Expectations

Wednesday, September 20, 2006

Skógareldar og rautt sólarljós

Sá skrítnasta sólarljós sem ég hef séð ever í dag ... það eru víst einhverjir skógareldar í gangi hérna fyrir norðan borgina og þetta er víst reykur en ekki skýjað eins og ég er búin að vera að kvarta yfir. Allavega ... í dag þá var sólin lengst uppi á himninum (eins og hún vill nú oft vera á daginn) en var alveg eldrauð ... blóðrauð jafnvel ... og gaf ekki frá sér mikla birtu. Hún var miklu rauðari en hún verður við fallegt sólarlag og svona bara spooky hreinlega. Tók nokkrar myndir sem samt sýna þetta ekki nógu vel ... en allavega ... here goes!



Og á skemmtilegu nótunum ... að þá voru engar pöddur heima hjá mér í dag, ég veit ekki hvort að þetta er liðið hjá eða hvort að það að skilja ljósið eftir á í dag munaði öllu. Ætla allavega ekki að slökkva ljósið næstu 2-3 dagana til öryggis.

1 Comments:

At 10:05 AM, Anonymous Anonymous said...

Töff mynd :) ertu komin með myndasíður eða .. ?? (sá ég kannski ekki bara linkinn??)

Vona innilega þín vegna að þessi flugufaraldur sé liðinni hjá!! :)

jucckk ... fæ enn alveg hroll við tilhugsunina!

knúz <&>

 

Post a Comment

<< Home