Greatest Expectations

Monday, September 25, 2006

More gadgets !!!

Kom frekar seint heim úr vinnunni í dag og fékk ekki stæði nema í næstu götu ... sem var auðvitað bara snilld því á leiðinni heim hitti ég UPS gaurinn sem var búinn að fara heim til mín og enginn heima ... haldiði ekki bara að ég hafi fengið pakka afhentann út á götu og ekki einu sinni í minni götu ... bara snilld. Ég elska flutninga í ameríku, kostar 5$ að fá dót sent heim, tekur 2 daga og ekkert vesen. Heima þá borgar maður 50$ fyrir eitthvað sem heitir Global "Express" Mail sem á að taka 3-5 daga en tekur alltaf 3 vikur og er sent hálfann hringinn í kringum heiminn áður en það óvart svo ratar til íslands, búið að fara til írlands og ísrael og allra annarra landa sem byrja á I ... arrrgg. Allavega ... ég var að fá sent DVD skrifarann sem ég pantaði ... the lightscribe one you know en get samt ekki prófað hann af þvi að ég keypti lightscribe dvddiska frá öðru fyrirtæki og þeir eru ekki komnir ennþá ... EN ... ég pantaði líka USB TV TUNER ... bara snilld, stakk dótinu í samband við sjónvarpsvírinn í veggnum og barasta whalllla!! ég er komin með sjónvarp í lappann. Búin að finna einhvern slatta af stöðvum og er barasta svakalega kát með lífið :-Þ

0 Comments:

Post a Comment

<< Home