Greatest Expectations

Friday, September 29, 2006

Touch Signatures

Enn einu sinni smá saga af Kananum. Hann fer auðvitað sínar eigin leiðir ... og á meðan öll Evrópa er löngu löngu búin að skipta yfir í debetkort að þá er kaninn ennþá á fullu í ávísununum. Þetta þýðir samt ekki að það sé engar framfarir í gangi ... nei ég held sko ekki. Ok, ég fékk semsagt fyrstu launaávísunina mína í gær og rölt mér í bankann. Þegar ég kom til gjaldkerfa til að skipta ávísuninni var mér skiptað að setja vísifingur á einhvern svamp og svo á ávísunina. Á svampnum stóð Touch Signature(skrásett vörumerki) og ég bjóst auðvitað við að þetta væri blek og ég mundi labba út með bláan eða svartan putta ... en nei nei þeta var eitthvað glært stöff sem varð svo grátt og mjög skýrt á ávísuninni, þannig að ef ávísunin reynist svo fölsuð eða whatever þá gangi mér vel að segjast ekkert hafa verið þarna í bankanum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home