Greatest Expectations

Friday, October 06, 2006

Tungumálaörðugleikar

Það var að byrja nýr intern hérna á mánudaginn, stelpa frá Koreu. Við höfum farið nokkrum sinnum saman í mat í vikunni og stundum er ég ekki alveg viss hvort hún skilur mig (er stundum aðeins of fljót að segja já - sem gæti samt bara verið culture mismunur ... veit ekki) og ég á stundum erfitt með að skilja framburðinn hjá henni, en alls ekkert að hún hafi lítinn orðaforða eða neitt svoleiðis. Allavega ... Í gær kom hún og spurði mig hvort ég kynni á "the copymachine" og ég auðvitað teymdi hana inn í prentaraherbergi og sýndi henni ljósritunarvélina ... sem er nú ekkert sérlega flókin ... blöðin snúa svona og svo ýta á stóra græna takkan. Allavega þarna á leiðinni inn í prentaraherbergi fer hún að spurja mig hvort ég drekki kaffi og ég alveg "já já, mér finnst Starbucks alveg frábær, en snúum okkur nú að ljósritunarvélinni, sko blöðin ...." omg ekkert að kveikja ... og hún hristir höfðið "no no copimachine copimachine" ... allavega ... kom auðvitað í ljós að hún var að tala um coffeemachine ... og auðvitað þá mundi ég að asíubúar nota oft p í staðin fyrir f (og reyndar líka n í staðin fyrir m {E.T. phone hone}) ... og við hlógum að þessu alla leiðina inn á kaffistofu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home