Greatest Expectations

Sunday, October 15, 2006

Men are simple!!!!

Karlmenn eru einfaldar sálir ... og ekki þið stelpur sem lesið þetta allar commenta núna hjá mér "döhh vissiru það ekki" ... jú auðvitað er ég búin að vita það lengi en bara fékk svona confirmation á það í dag :). Ég skellti mér í bæjarferð í dag, ákvað reyndar að fara upp á Montana sem er hérna nokkrum götum ofar í staðin fyrir að fara niðrá promenade (göngugötuna) sem ég er búin að fara á allar hegar síðan ég kom hérna. Og fyrst ég fór á bílnum þá ákvað ég að fara í fínu rosa háhæluðu bandaskónum mínu ... var semsagt í brúnu pilsi og hlýrabol og eini munurinn núna og margar síðustu hegar var að ég var á 10cm hælum en ekki puma skóm. Fann alveg til með aumingja stelpunum sem voru að labba með kærustunum sínum sem snéru sig úr hálsliðnum á eftir mér ... híhíhí ... en hafði samt bara soldið gaman að. Fékk mér lunch á ítölskum stað og svo kaffi á Starbucks. Endaði reyndar á því að fara í supermarkað á Montana áður en ég fór heim að versla í kvöldmatinn. í supermarkaðnum var á tímabili helmingur staffsins að aðstoða mig, hver einasti karlkyns starfsmaður sem ég mætti "can i help you with anything" og ég auvitað fljót að nýta mér það og spurja hvar eru grjónin "Aisle 4, do you want me to show you", síðan lá alveg við slagsmálum í kjötborðinu þar sem einn var farinn að aðstoða mig þegar sá næsti vildi endilega eitthvað fyrir mig gera líka, frekar broslegt allt saman. Þetta endaði svo á því að sá sem setti í poka á kassanum vildi endilega bera pokann fyrir mig (með 2 hlutim í!!!!) út í bíl. Og ég vil bara segja við ykkur stelpur að ef ykkur vantar smá egó-búst ... bara skella sér á hælaskónna og strolla niðrí bæ ... virkar fyrir mig!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home