Greatest Expectations

Monday, October 09, 2006

Vegas baby Vegas

Var í Las Vegas um helgin ... held það sé miklu réttara að kalla hana "the city that never sleeps" frekar en New York. Lögðum af stað snemma á laugardagsmorgni, ég, þýskur skipinemi og 2 franskir skiptinemar. Upphaflega planið var að fara á föstudegi eftir vinnu en skv. áræðanlegum heimildum tekur 7 tíma að keyra þangað á föstudögum út af umferð. Allavega ... vorum komin þangað rétt upp úr hádegi ... við áttum bókað hótel á Luxor þannig að við vorum þar að skoða til að byrja með, meirihlutinn af laugardeginum fór í að skoða The Strip, fórum inn í öll flottu casinoin og ég tók fullt af myndum ... sem koma ekki strax því þær eru fastar í símanum flestar :(. Nokkrir staðir stóðu auðvitað uppúr og þar má nefna The Venetian sem er eftirlíking a feneyjum, þar inni er sýki og hægt að fara á gondóla og loftið er málað með himni og skýjum og birtan þar inni er alveg eins og dagsljós, var frekar fyndið, vorum þar um miðnætti og þegar maður kom inn þá var dagsbjart. Þar sem við vorum bara eitt kvöld (og þar sem það var þjóðverji með í för sem týmdi ekki að eyða NEINUM peningum ... "I really think 15$ is toooo much to spend on a dinner, let's go to McDonalds"), þá fórum við ekki á neitt show ... sem auðvitað þýðir að ég bara neyðist til að fara þangað aftur :-) Enduðum á því að labba alla leið niður að Paris og Tresure Island sem eru alveg lengst á hinum enda götunnar en sá sko ekki eftir því því að þó svo að öll casinoin eru eins þá eru þau öll sérstök :)

Vorum komin til baka á Luxor einhverntímann eftir miðnætti og þá byrjaði gambling ... ég spilaði í ca 4 tíma í rúllettu sem endaði á því að kosta mig heila 120$, vill alveg meina að ég hafi unnið og unnið nema þegar strákarnir stóðu yfir mér þá tapaði ég og tapaði ... typical. Fjörið reyndar byrjaði ekki fyrr en eftir að þeir fóru upp að sofa, þá fór ég að hitta alls konar interesting fólk og endaði í splakössum með einhverjum kanadabúa. Við spiluðum og spiluðum og unnum alltaf reglulega ... þjónustukonar var á endanum hætt að bera í okkur áfengi og farin að bera í okkur kaffi og ég bara hreinlega vissi ekki fyrr en síminn minn allt í einu hringdi ... þá voru strákarnir farnir að hafa áhyggjur af mér af því þeir fundu mig hvergi ... mér fannst þetta nú bara frekar mikil afskiptasemi þangað til ég leit á klukkuna og sá að hún var 10 um morgun. Ég vann í heildina rúma 50$ í spilakössunum sem kom aðeins upp í rúllettutapið.

Eftir þetta skaust ég upp og skellti mér í sturtu áður en haldið var í morgunmat, planið var að leggja af stað fljótlega eftir check-out en auðvitað í 4 manna hóp vildi einn skoða þetta og annar skoða hitt svo við vorum ekki tilbúin til að leggja af stað fyrr en rúmlega 2 ... og þá byrjaði næsta ævintýri ... haldiði ekki að bíllinn hafi verið með sprungið dekk út á bílastæði ... og ég spyr bara ... hver lendir í því að vera með sprungið dekk á bílastæði í Las Vegas??????? Mín fyrstu viðbrögð voru þau að líta til himins og segja margendurtekið takk (með mikilli innlifun) við litla hrifningu ferðafélaganna :/. Þegar ég sá sprungna dekkið þá flæddu í gegnum hausinn á mér fullt af myndum af verri aðstæðum sem við gátum verið í ... allskonar "hvað ef ..." hlutir. Hvað ef það hefði hvellsprungið á hraðbrautinni á leiðinni, hvað ef við værum hálfnuð til baka, lengst út í eyðimörk með sprungið dekk o.sv.frv. og bara réð ekki við mig af gleði yfir að vera stödd á bílastæði með sprungið dekk.

en OMG, vandamálið við að finna varadekkið var ekkert smávegis, vitlausar upplýsingar í manualnum sem fylgdi bílnum og vitlausar upplýsingar sem ég fékk hjá bílaleigunni um hvar og hvernig ég fyndi varadekkið. Þegar varadekkið var loksins fundið kom í ljós að það var álíka breitt og mótorhjóladekk og stóð á því "Temporary use only" sem auðvitað þýddi að við gætum ekki keyrt á því allar 300 mílurnar til LA. GPS tækið mitt auðvitað reddaði málunum og þar gat ég ekki bara flett upp dekkjaverkstæði heldur gaf gripurinn mér símanúmerið þar líka þannig að við gátum hringt í dekkjaverkstæði sem var opið. Við vorum svo tilbúin að leggja í hann rúmlega 4 um daginn ... ekki alveg það sem ég hafði séð fyrir mér þegar ég ákvað að fara ekkert að sofa og það tók okkur tæpa 6 tíma að komast heim ... með varlegri keyrslu og nokkrum umferðarteppum. Ég held að ég hafi í heildina stútað 12 kaffibollum og 2 orkudrykkjum í gær :S
Fór svo að sofa í gærkveldi um miðnætti eftir 40 tíma vöku og var vöknuð á undan klukkunni í morgun ... hvað segir það um að vera stödd á vitlausu tímabelti!

p.s. Ég ku víst vera "sláandi" lík Lindsay Lohan ... múhahahaha

4 Comments:

At 1:43 AM, Anonymous Anonymous said...

hahaha Geggjað Vegas-ævintýri :D Hlakka til að sjá myndir!
Skil hvað þú meinar hvað það var mikið heppilegra að vera með spurngið dekk á bílastæðinu .. þú og þín "bubble!" - e-r að fylgjast með :)
Lindsay .. Jodie Foster .. who cares! GRJ er bara flottust :D
*knúz*
>&<

 
At 8:07 AM, Anonymous Anonymous said...

Hellú skvís!! Eru engir tónleikar framundan með Bon Jovi??? Hmmm? Held að þeir öldnu rokkararnir séu ekkert á leið á klakann svo ég verð að reyna senda stelpuskvísuna mína út til að sjá þá, annars verður lífið hennar aldrei fullkomið!!!

 
At 10:20 AM, Blogger Guðný said...

Var að leita að BJ tónleikum og þeir eru bara ekki að túra eins og er, fann hins vegar Rolling Stones tónleika sem ég ætla á :)

 
At 8:28 AM, Anonymous Anonymous said...

Goozie the Americano...

Snilldarferð, hef sjálfur verið á Luxor, úfff þvílíkt hótel. Ætla að vera næst á the Venetian, rugl hvað það er magnað. Það ku semsagt vera fimmta eða sjötta ferð mín til Vegas.. Já já það er ekkert gaman þar nei nei...

Hafðu það gott...

PS: Ef þú hefur áhuga á að heyra í Tómasi Jónssyni (Tom Jones) þá er hann oft með tónleika á MGM GRAND, bara svona info þegar þú ferð næst til Vegas hehe

 

Post a Comment

<< Home