Greatest Expectations

Thursday, October 19, 2006

Vinnan

Búið að ganga hægt í vinnunni síðustu daga, ég er með verkefni sem snýst um facial animations (FACS). Ef einhver ykkar hefur lesið bókina Blink þá er soldið talað um FACS þar ... allavega ... er með rosa flott höfuð í Maya (3D tölvuforrit ;-)) sem er hægt að láta gera allskonar svipbriðgi. Ég fékk það skemmtilega verkefni að búa til utanáliggjandi stýringar fyrir hausinn .... en vandamálið er bara að Maya er hvorki interactive né real-time ... so how the hell *#$#&$%&" á ég að geta þetta??? Allavega ... ekki búið að ganga neitt vel en ég er hins vegar búin að læra fullt á Maya ... veiii fyrir mér!! Var á fundi núna áðan þar sem verkefninu var breytt og núna á forritið mitt - sem getur að einhverju leiti núna tengst hausnum - að lesa inn textaskrá með tímasetningum og FACS svipbrigðum og búa automatically til animation af höfðinu að gera þau svipbrigði í þeirri tímaröð sem segir til um í textaskránni. ... og þegar þessu verkefni er lokið getur bara heil stétt manna hætt í vinnunni af því að ég verð búin að leysa öll þeirra störf með einu litlu forriti :-S

0 Comments:

Post a Comment

<< Home