Greatest Expectations

Friday, September 05, 2008

Mikið að skoða

Jæja, smá blogg. Búin að vera svo busy að túristast að ég hef bara ekki haft tíma til að blogga, síðan er svo heitt úti að maður er svo dasaður og tímaruglaður að ég steinsofna alltaf um leið og ég kem inn á hótel (alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins). Var til dæmis að vakna núna um kvöldmat, kom heim klukkan 4 í eftirmiðdaginn og bara steinsofnaði ofan á rúmteppinu í 2 tíma. Opnaði tölvuna, tekur ca 1mín að starta sér, en nei, þá var ég bara sofnuð. Er að pakka fyrir heimferð ... sjáumst heima.

Wednesday, September 03, 2008

Úrslit

Jæja þá liggja úrslitin fyrir og ég vann ekki, þetta er auðvitað allt út af politík, sú sem vann er nemandi við háskólann sem hélt ráðstefnuna. Hins vegar komu 2 aðilar og sögðu mér í óspurðum fréttum að pappírinn minn væri bæði betri en sá sem vann student keppnina og sá sem vann aðalkeppnina, líklegast verið of margir japanir í nefndinni, en svona er lífið, tek þetta bara næst!!

Monday, September 01, 2008

Busy busy

Enginn tími til að blogga svona á milli fyrirlestra, bara smá tilkynning .... Best Student Paper Nomination takk fyrir, úrslit á morgun. Ég og 2 aðrir finalists. Krossa nú putta fyrir mig, meira á morgun ... over and out.