Greatest Expectations

Saturday, December 23, 2006

The trip home

The trip home went really really fine. I have never had so little trouble traveling and I've never had so much luggage. I of course figured out a way to not let them weigh my carry-on because it was way over the 10 or 15 pounds that is allowed. The only thing that actually was behind schedule all the way back was loading the car, so I headed out about half an hour later than planned. I drove to the airport down Lincoln in no traffic at all, very different than driving to work. When I got to the airport I parked the car at the temporary parking lot and found a trolley for my bags. I took only the check in bags and loaded all 4 on the trolley. They were of course weighted at the airport and the lightest one was 48,5 pounds and the heaviest one was 51 pounds. The travel-luggage scale I bought totally paid of. There was no line at all, so everything went really fast. After the check-in I went and returned the car at the car rental place, again no line and everything was superfast. My carry-on was a 30 pound suitcase, my overloaded purse (with the suction cup of the GPS unit sticking out of it) and a very heavy winter jacket that I just could not fit in any of my bags so I just decided to have that over my shoulder. Since I did not have my carry-on at check in, nobody ever questioned the weight of my suitcase so I got throught the security gate just fine. Actually when on board the plane I had so much trouble lifting my suitcase into the overhead compartment because of it's weight, but finally with balancing on end on my head and then use both hands for the other end I managed to lift it high enough to slide it in there.
I had to wait 4 hours in Minneapolis for my second plane but since my bags were checked in all the way to Iceland I had no hassle at all. I really had pictured myself claiming my bags and doing the checkin all over again. The boarding actually was a bit hilarious. They started boarding families with children and over the intercom somebody actually said "we are now ready to board families with children, for prompt boarding please bring all your boarding passes and all your children, if you are also traveling with a spouse one of you should have all the boarding passes and the other one all the children!", and then of course everybody had so much carry-on luggage and boarding took forever. I had actually been pretty bright and when they were asking people with kid's trolleys to bring the trollies so that they could be taken to the luggage area I gave them my very heavy carry-on and totally made it look like I was doing them a favor by "allowing" them to put my bag downstairs. People of couse had so much luggage (I am totally not the only person who shoppes toooo much in USA) that while boarding the intercom announced "Please put all your large items in the overhead compartent and all your small items under the seat in front of you. Only put those items that cannot fit under the seat in front of you in the overhead compartment so that we can accomondate all the passangers". When most of the people were finally on board the airplane intercom announced "we are so sorry for this slight delay which is due to excessive shopping" :) and I thought to myself ..... "ahhh I´m home!!"

Tuesday, December 19, 2006

Heimferð

Jæja, búin að pakka öllu, ég var nú eiginlega að grínast þarna um daginn þegar ég sagði að töskurnar mínar skyldu sko ekki vera léttari en 49.9 pund hver svo ég fengi sem mest fyrir peninginn sem ég þarf að borga í yfirvikt ... hmmhmm be careful what you wish for ... einmitt.
Þetta var semsagt alveg heavy púsluspil og já þær eru allar ískyggilega nálægt mörkunum :S
Fór út að pöbbast í kvöld með vini mínum úr vinnunni og uppgötvaði 2 frábæra klúbba rétt hjá þar sem ég bý ... go figure. Var að koma heim og er núna eiginlega bara að bíða eftir því að klukkan verði nógu margt til að leggja af stað út á völl. Ætla að leggja af stað kl 5 en þarf þá að vera búin að koma öllu í bílinn þannig að mér reiknast til að ég hafi ca 3 tíma í að bíða þangað til ég fer að drösla töskunum út í bíl. Mér finnst samt alveg fáránlegt að vera að bíða eftir því að leggja af stað og samt eru 24 tímar þangað til ég kem til landsins!!!! Anyways ... hlakka til að hitta alla og þangað til auf wiedersein.

Saturday, December 16, 2006

OMG ... Amerísk B-mynd

omg ... eitt sem ég held að ég hafi gleymt að segja frá!!!!
Ég semsagt bý í fjölbýlishúsi en svona útistigagangur og um daginn þá vaknaði ég eldsnemma við það að það er hringt á dyrabjölluna, hugsa með mér að þetta sé örugglega til Viktoríu og er ekkert að fara framúr, svo er hringt aftur, þá dettur mér nú allt í einu í hug að Viktoría hafi farið af stað lyklalaus og sé að reyna að vekja mig ?!?. Klukkan var 6:40, þetta var nottla bara um miðja nótt, ég fer fram og þá stendur Viktoría þar og gefur mér usssss merki og lítur út fyrir að vera frekar skelkuð. Ég skildi ekkert hvað var í gangi en hún sagði mjög réttilega að það hringir enginn á bjölluna á þessum tíma dags ... sem alveg meikaði sens, og þá var hún víst búin að kíkja í gægjugatið og það var einhver "stór" maður fyrir utan. Ég hugsaði bara með mér whatever og fór inn í rúm og þá er hringt aftur og aftur og aftur og svo var hreinlega legið á bjöllunni í korter, og þá er ég að tala um dingdong dingdong dingdong með minna en sekúndu millibili. Mér var reyndar hætt að standa á sama þarna á tímabili með þetta allt saman og verð nú alveg að viðurkenna upplifði mig soldið eins og fugl í búri. Það er bara einn útgangur út úr íbúðinni og það var nú einmitt þar sem einhver hékk á bjöllunni. Þegar þetta var búið að ganga svona í hálftíma þá hringdi Viktoría á lögguna, kallinn hefur örugglega heyrt eitthvert tal inni í íbúðinni því að hann fór stuttu seinna. Síðan svona hálftíma seinna þurfti Viktoría að fara og vissi auðvitað ekkert hvort að kallinn væri einhversstaðar í grennd eða hvort hann væri farinn eða hvort að löggann hefði komið og hirt hann eða hvað. Allavega, ekki vandamál hjá mér að sofna aftur en svo vakna ég við að það er hringt á bjölluna og ég kíki í gatið og það stendur lögga fyrir utan, ég kíki á klukkuna og hún er 8:30, ég opna og löggan byrjar mjög týpiskt á því að toga aðeins upp um sig beltið og fer svo að spurja mig út í þetta allt saman og ég vissi auðvitað ekki neitt og gat ekki lýst manninum eða neitt. Löggan vildi nú meina að það væri líklegra að einhver væri bara að villast eða eitthvða svoleiðis frekar en einhver vildi okkur eitthvað illt og ef þetta kæmi fyrir aftur þá væri allt í lagi að segja -án þess að opna hurðina- "who is this" og sjá hvað viðkomandi segði, ég sagði honum nú á móti að það skipti sko engu máli hvað viðkomandi segði sem væri ástæðan fyrir því að við hefðum sko bara ekki sagt neitt. Hann vildi nú meina að næsta spurning "what do you want" mundi hjálpa mikið og ég verð nú sjálf að viðurkenna að þetta leit allt frekar kjánalega út þarna um 9 leitið, sem það by the way gerði sko þarna fyrr um morguninn!!! Þetta var bara eitt af því súrealískasta sem ég hef lent í hérna að standa þarna í dyragættinni og vera yfirheyrð af lögguna. Voru þið að djamma? Gæti einhver hafa elt ykkur heim? Einhverjir fyrrverandi kærastar sem gætu hafa verið að banka? o.sv.frv.
Allavega kom svo í ljós nokkrum dögum seinna að þetta var stefnuvottur með stefnu til James fyrrverandi hennar Viktoríu út af málaferli sem að hún hefur höfðað á hendur fyrrverandi atvinnurekanda síns þannig að hún talaði við hann þegar hann kom aftur nokkrum dögum seinna og við höfum fengið að sofa rólega síðan þá.

Thursday, December 14, 2006

Vandræðanlegt atvik

Jæja ... gerð mig að fífli í gær.
Það var semsagt nýr security kall niðri þegar ég fór heim úr vinnunni, núna er komin regla um að maður þarf að skrifa sig út ef maður er lengur en til 6 á kvöldin .... já ég veit ég er workaholic. Hann sat þarna við borðið og ég var ekkert að taka eftir því að hann var í símanum. Hann segir við mig "you gotta sign out" og ég auðvitað vissi það og fer að athuga hvað klukkan er og þá segir hann mér það líka ... þannig að hann var alveg að tala við mig, það næsta sem hann segir er "I'm cool" og ég auðvitað geri ráð fyrir að hann sé áfram að tala við mig og án þess að líta upp úr blaðinu sem ég var að fylla út þá svara ég "of course you are" og hann 'svarar' "no I am really cool" og ég aftur án þess að líta upp "sure you are cool, I´m definately not saying you aint!" ... með auðvitað aðeins hækkaðri röddu því að hann var eitthvað að halda því fram að mér finndist hann ekki cool ????? Næsta sem hann sagði var "Yo bro, I´m telling you I´m cool with it, just go ahead", þá auðvitað leit ég upp með spurningarsvip á andlitinu og horfði auðvitað framan í hann glottandi, með gemsann á eyranu. Allavega þá skilaði þetta einhverju impression því að í dag mátti halda að við séum bestu vinir og hann fylgdi mér út í bíl :-S

Wednesday, December 13, 2006

Gleði gleði

Jæja ég er búin að taka gleði mína á ný. Ég semsagt stefni á að koma í heimsókn hingað í byrjun sumars og nú er allt gott og gaman aftur :) :) .... og ekki eins erfitt að fara :)
Ég komst að því í gær að ef ég ætla að koma dótinu mínu í 3 töskur eins og ég var búin að plana þá þarf ég að a) skilja línuskautana eftir (eða vera í þeim á leiðinni híhí), b) sleppa því að kaupa mac-mini og c) vera í eins miklu af fötunum mínum og ég get .... þá er kannski fræðilegur séns að þetta sleppi í 3 töskur + handfarangur. En þar sem að ég get ekki hugsað mér að vera í tíföldu lagi af fötum í 16 tíma þá bara neyðist ég til að vera með 4 töskur .... sem þýðir að ég hef ca hálfa tösku núna til að sjoppa í :) :) Núna verður vonandi aftur gaman að versla :D komin með markmið !! Annars fyrst að ég var búin að reyna að troða dótinu mínu í tösku þá lifi ég í ferðatöskuM núna, frekar fyndið ... en allt voða skipulagt fatataska, skótaska, snyrtidót og tölvudóttaska o.sv.frv.
Anyways .... happy shopping og happy clubing fyrir mig í nokkra daga í viðbót, best að slá út með stæl !!!

p.s. ....... og já ég geri mér grein fyrir að ef þessi og síðasti póstur eru lesnir svona í belg og biðu þá lít ég út fyrir að vera soldið skytzó :)
...... og já ég veit simple things - simple pleasures :Þ

Over and out
- Guðný Gullfiskur

Tuesday, December 12, 2006

Síðasta vikan :(

Ég er soldið depressed yfir að vera að fara héðan, ekki það að ég sé depressed yfir að koma heim, heldur bara depressed yfir að vera að fara héðan (if that makes any sence ??)
Ég er mjög frantically núna að reyna að gera sem mest á þessum síðustu dögum, held meira að segja að heilinn á mér sé komin í samstarf með að láta þessa síðustu daga vera sem lengsta því að ég er hætt að geta sofið. Bara allt á fullu í kollinum á mér og mér finnst ég bara rétt að ná að vera á milli svefns of vöku, er reyndar að hugsa um að vera bara ekkert að standa í þessu og fara ekki að sofa og sjá hvað gerist þá ... nei nei léleg hugmynd, frekar bara fara rosa rosa seint að sofa og sjá hvort að ég þá dett ekki útaf.
Ég er líka farin að telja 'síðasta' þetta og hitt, í dag var til dæmis síðasti þriðjudagshádegismaturinn minn, ekki það að þriðjudagshádegismatar hafi verið eitthvað spés nema bara núna af því að þetta var sá síðasti. Ég var í verslunarleiðangrum um helgina og er orðin hrædd um að vera bara "all shopped out" veit ekki hvað er að gerast, fór í moll og kom út með 2 LITLA poka, fór niðrá göngugötu og keypti síðustu jólagjafirnar, en ekkert á mig, sem hefur nú sko ekki verið vandamál hingað til í USA :-S getur það verið að ég sé bara "all shopped out" að ég sé bara hreinlega búin að kaupa allt sem mig vantar og allt sem mig langar í og það miklu meira en það að ég bara get ekki verslað meir eða er ég bara generally depressed og þessvegna finn ég ekkert sem mig langar í ????.
Ég er núna með risastóra tösku út í bíl sem ég ætla að vikta á eftir á viktinni upp á 5.hæð til að sjá hvað ég þarf að rífa úr til að hún sé ekki nema 23kg, úffff eiginlega búin að pakka öllu til að sjá hvernig þetta fittar og þetta kemst í 3 töskur en spurning hvort að þetta séu meira en 3x 23 kg, hef reyndar grun um að þetta sé eitthvað miklu þyngra og þá er spurning hvort að mar' skelli ekki bara í fjórðu töskuna og skelli sér í einn enn ... vonandi árangursríkari verslunarleiðangur :)

Monday, December 11, 2006

(næstumþví) hádegismatur með Owen Wilson

Jæja ekki seinna vænna að hitta einhverja celebs, bara kannski betra að taka eftir því. Fór á Chipotle í hádeginu með Martin vinnufélaga mínum. Chipotle er mexíkanskur staður hérna í göngufæri við vinnuna, sátum úti að borða og bara ekkert óvenjulegt í nágrenninu, hef sko bara oft farið þangað og þetta var ekkert öðruvísi. Allavega við erum þarna í svona klukkutíma og förum svo á Starbucks, þegar við erum komin á Starbucks segir Martin við mig, "þú misstir af Owen Wilson, hann sat á næsta borði" ... what, ekkert verið að gefa manni heads up á meðan hann var á næsta borði, nei nei, bara segja mér þetta á Starbucks. Þetta býður nú upp á ýmsar vangaveltur um hverjum ég hef misst af svona í næsta nágrenni, þetta er nefnilega soldið spúkí að ég hef bara ekki séð neinar stjörnur á þessum tæpum 4 mánuðum, kannski er ég bara ekkert að horfa í kringum mig !!!

Friday, December 08, 2006

Gaman!!!

Jæja, fyrirlesturinn búinn og allt gekk vel ... jíbbbbbbííííí. Fékk hlátur, klapp og compliment .... ekki slæmt.
Matarboðinu fyrir kvöldið hefur verið aflýst vena vatsskorts, en ég er hins vegar boðin í 3 partý .... hmmm, mér líður alveg eins og ég sé tvítug aftur ... where to go, where to go. Allavega ... mun ekki leiðast í kvöld.
Er byrjuð að pakka, en það er nú aðallega til að meta hversu mikið meira ég má kaupa, er með planað brjálað shopping um helgina og verð sko að vita kíló/ummál sem ég má kaupa, verð með auka tösku tékkaða inn og hún skal sko vera 49,99 pund (ætla að fá sem mest fyrir peninginn sko :) híhí) Þarf að kaupa vigt til að vera með 3 x 49.99 pund (+handfarangur) og ekki únsu minna !!

Thursday, December 07, 2006

vííííí lögleg

Jamm .. ég er semsagt orðin löggildur starfsmaður ICT ... fékk allavega að heyra það í dag þegar ég fékk póst í vinnuna!!! Annars bara all is good, er að vinna baki brotnu (eins og þið sjáið ... bloggandi á miðjum degi) í kynningunni minni fyrir morgundaginn. Síðan er planið að held ég bara hrynja allsvakalega í það eftir vinnu. Fékk þennan skemmtilega email í vikunni.

Allo, Salut!

This Friday there will be yet again one of the infamous dinner partays. The theme by financial demand is Mexican. Due to immigration issues you will have to bring your own Mexican. Kidding. There will be plenty of food but if you want to bring something to fill the gaps then I won't stop you.

Sem hljómar einmitt eins og staður og stund fyrir ofangreint :)
Held að næsta vika verði bara svaka róleg í vinnunni, bara frágangur ... sem er að vísu ansi langt kominn. Svo er auðvitað slatti af shopping eftir :) Er búin að vera bara róleg í þeirri deildinni í langann tíma.

Monday, December 04, 2006

Ísland

Ég var að tala um ísland við vinnufélaga í dag (eins og svo oft áður) og það komu nokkrir sniðugir hlutir í ljós. Þetta byrjaði sko á því að hún var að tala um eitthvað skemmtilegt sem átti að gerast "after the holidays" og ég auðvitað sagðist vera á förum. "Perminantly?" og svo kom skeifa, þeir geta verið svo yndislegir þessir Kanar. Ég sagðist kannski koma aftur en hvenær væri sko ekkert víst, gæt alveg hugsað mér að flytja til CA af því að veðrið væri svo æðislegt.
Annar vinnufélagi labbaði framhjá í miðju samtali og commentaði á það sem ég var að segja "are you still talking about the weather" já ég er alveg hooked á því að tala um veðrið eins og allir íslendingar. Var alveg í miðri lýsingu á desember skammdeginu á íslandi.
Viðkomandi sem ég var að tala við ... stelpa á mínum aldri, spurði líka hvað það byggju margir á íslandi (eftir að ég nánast leiðrétti þann misskilning að ísland væri fylki í USA). Ég sagði auðvitað mjög stolt að við værum sko orðin fleiri en 300.000. Sem mjög skiljanlega er erfitt að vita hvort að er mikið eða lítið þegar maður veit ekki hvað landið er stórt. Þannig að næsta spurning var auðvitað hvað landið væri stórt, og ég eins og hálfviti sagði að við værum örugglega cirka 2 stærri en Írland ... en nei það hjálpaði sko ekki því að eftir þennan líka svaka spurnarsvip fékk ég spurninguna "ok whatever ... en eru þið stærri eða minni en USA?". Á þeim tímapunkti átti ég alveg svakalega erfitt með að fara ekki að skellihlægja .... sem auðvitað bara hefði verið dónalegt. Þannig að ég svaraði af mikilli alvöru "nei sko miklu miklu minni en USA" og þá var auðvitað aftur ekkert sérstaklega auðvelt að dæma hvort að 300þús væri mikið eða lítið. En ég er semsagt búin að fletta því upp á netinu núna að ísland er eins og fjórðungur af Californíu. Hefði nú haldið að við værum eitthvað stærri en það, lítur allavega þannig út á maps.google.com, en looks can be decieving ... greinilega .. þetta er víst staðreynd lífsins og núna er ég sjálf bara orðin confused yfir því hvort að 300.000 sé bara ekki helvíti gott fyrir þetta LITLA land okkar.

Það er einn gaur (indverji held ég) í vinnunni sem ég er búin að kenna "góðan daginn", aðallega bara af því að hann var svo áhugasamur að læra eitthvað, og haldiði ekki að ákkúrat hann hafi hitt íslending um helgina. Kom rosa stoltur til mín í dag og sagðist núna þekkja 2 íslendinga, það væri nefnilega íslendingur með honum í bekk, Bjarni Vilhjálmsson held ég, og hann hafi sko sagt góðan daginn við hann og hann hefði orðið rosa hissa. Döh ... við erum endagered species við erum svo fá ... þannig að já auðvitað varð gaurinn hissa!!!

En allavega þá lítur út á yfirborðinu að míns verði sárt saknað eins og ég mun sakna allra héðan.

Sunday, December 03, 2006

Casino Royale

Fór að sjá Casino Royale í dag .... mmmm mmmmm how sexy can you be!!

Fórum saman í bíó við Viktoría, löbbuðum niðrá promenade, hef ekki komið þangað í einhverjar vikur og það var allt í jólaskrauti og rosa stemming, þarf greinilega að fara þangað með myndavélina. Var hreinlega búin að gleyma að það eru fullt af búðum þar þó svo það sé ekki moll, ég er alveg heilaþvegin á að það séu bara búðir í mollum :S
Allavega .... var mjög ánægð með Bond, held barasta að þetta sé besti Bond síðan Connery fór með hlutverkið. Mikil snilld hjá þeim að velja eina af eldri sögunum, þetta var allt svo rosa Bond legt eitthvað.
Annars held ég að heilinn á mér sé obsessed þessa dagana yfir facial expressions, sem er einmitt það sem ég er að skrifa um fyrir vinnuna. Ég var alveg í kasti þarna í bíóinu yfir allskonar svoleiðis hlutum, veit ekki hvort aðrir hafi tekið eftir því, eins og t.d. stúturinn á munninn þegar hann var að skoða sig í speglinum í nýja jakkanum ... sem er eitthvað sem ég hélt að bara við konur gerðum, allavega alveg snilldar leikari.

Saturday, December 02, 2006

Long Beach og megaskammtar

Átti mjög góðan dag í dag, fór í morgun í einka Pilates tíma ... sem var bara skemmtilegt. Viktoría sem ég leigi hjá er að læra að verða Pilates instructor og ég var fórnarlamb hjá henni í dag. Skólinn hennar er í Long Beach sem er ca 30 mín akstur á hraðbrautinni í suður. Veðrið var æði, örugglega hátt í 25°, sumarið gefst bara ekki upp hérna :). Ég var aðeins búin að kíkja á netið í gær til að sjá hvort það væri eitthvað sem ég vildi sjá í Long Beach og komst að því að þar er stærsti wifi hotspot í heimi ... varð auðvitað að fá að upplifa það, þannig að ég tók tölvuna með mér of fór á eigin bíl. Þegar tíminn var búinn þá keyrði ég niðrí miðbæ og fann mér lítinn sætann mexíkanskan stað með stólum úti og þar sat ég og borðaði hádegismat og surfaði netið. Var reyndar að vinna í skýrslu um það sem ég er búin að vera að gera hjá ICT til að ég fái nú kannski einhverjar einingar í sarpinn þegar ég kem heim :D
Þegar ég settist niður á mexíkanska staðnum var strax komið með körfu af nachos handa mér þannig að ég ákvað nú að fara bara létt í þetta og pantaði mér bara appetizer, stóð ekkert á matseðlinum "for a whole family" eða neitt svoleiðis, en ég fékk semsagt stærstu quesadilla sem ég hef séð, hún var pottþétt rúmir 2cm á þykkt og svo var hún bara á stærð við tölvuna mína, meira að segja kókglasið lítur út fyrir að vera tiny við hliðina á þessu monsteri, sem btw kom á fati en ekki diski :S. Nachosið bak við kókglasið er sko í svona tomma-hamborgara körfu en lítur út fyrir að vera tiny eins og kókið.

Ég át restina í kvöldmatinn og ég er að springa núna og ég var líka að springa í hádeginu, þetta er nottla ekki fyndið, orðin slagsmál á milli bumbunnar og buxnastrengsins :/.

Ég fór líka og skoðaði Queen Mary sem liggur held ég permanently við bryggju þarna. Setti inn nokkrar myndir :) Keyrði svo Coastal Highway heim í staðin fyrir að taka hraðbrautina og keyrði þá í gegnum Hermosa Beach, Manhattan Beach og Redondo Beach. Ég veit ekki af hverju ég er alltaf að keyra einhverjar svona skoðunarferðir því að þar sem að ég er bílstjórinn sé ég ekkert nema veginn fyrir framan mig :S

Fór á fimmtudaginn með vinnufélögunum á Tony P's sem er sportsbar rétt hjá vinnunni, var auðvitað endalaust skemmtilegt. Mig langaði eitthvað svo mikið í Pina Colada þannig að það var ekki um annað að velja og þar fékk ég líka stærsta glas sem ég hef séð á ævinni, minnti held ég soldið á 5$ shake úr Pulp Fiction ef ekki bara stærri. Var að reyna að ná hlutföllunum með því að troða hendinni inn á myndina. Hlutföllin sjást samt kannski best ef horft er á tómatsósuflöskuna í bakgrunninum híhíhíh .... algjört monster.
Pöntuðum okkur þar nachos með osti og kjúklingi og eitthvað og fengum heilt fat, stóð reyndar á matseðlinum "to share" og það var sko orð að sönnu, við vorum 4 vel södd eftir það.
Ég er orðin mjög hlynt því að fara á pöbbinn á fimmtudögum, ég sver það helgin bara jafnvel virðist lengri, ég er búin að vera með svona sunnudags fíling í allan dag en varð svo alltaf (gullfiskaminni) jafn glöð þegar ég fatta að það er bara laugardagur í dag.

Friday, December 01, 2006

All work and no play 8-o

Verð nú aðeins að tala vinnutengt, hef fengið að heyra það að ég sé á launum hérna við að skemmta mér. Ekki sko frá vinnuveitendunum heldur frá þeim sem lesa bloggið mitt öööhööömm. Þeir eru búnir að vera að reyna að fá mig til að vera lengur hérna síðustu daga, húrra fyrir mér *points* *points*. Á fundi í morgun kom svo upp sú snilldarhugmynd að ráða mig í vinnu eftir master, fékk svo reyndar að heyra það aftur seinna um daginn ... bara gaman að vera ég í dag :D Fór á emotions-group fund eftir hádegi og þá var ég beðin um að vera með kynningu næsta föstudag á því sem ég er búin að vera að gera hérna, þannig að ég fékk gott spark í rassinn að byrja á documentation, öhömm ha gerir maður það annars jafnhliða :-S
Núna lítur semsagt tími minn hérna sem er eftir þannig út að ég er með kynningu á mínu projecti á föstudaginn næsta og svo er ég með kynningu á OpenAIR (sem við notum í HR) í vikunni þar á eftir, það er reyndar fyrirlestur sem ég átti að halda í Thanksgiving vikunni en fundurinn þá féll niður af því að það var gefið aukafrí á miðvikudeginum og nú er reyndar búið að breyta því úr því að vera kynning á smartbody-fundi (sem er fundurinn sem ég er á á miðvikudögum) og nú á í staðin að setja upp stærri kynningu fyrir fleiri deildir í fyrirtækinu.
Ég ætla semsagt að kjósa það að kalla þetta tvennt "invited talks" og þá má ég setja það á CV-ið mitt *points* *points*. Og já ég ER að sigra gervigreindarheiminn "one virtual cell at a time" ;Þ híhíhí *points* *points*.