Greatest Expectations

Sunday, December 03, 2006

Casino Royale

Fór að sjá Casino Royale í dag .... mmmm mmmmm how sexy can you be!!

Fórum saman í bíó við Viktoría, löbbuðum niðrá promenade, hef ekki komið þangað í einhverjar vikur og það var allt í jólaskrauti og rosa stemming, þarf greinilega að fara þangað með myndavélina. Var hreinlega búin að gleyma að það eru fullt af búðum þar þó svo það sé ekki moll, ég er alveg heilaþvegin á að það séu bara búðir í mollum :S
Allavega .... var mjög ánægð með Bond, held barasta að þetta sé besti Bond síðan Connery fór með hlutverkið. Mikil snilld hjá þeim að velja eina af eldri sögunum, þetta var allt svo rosa Bond legt eitthvað.
Annars held ég að heilinn á mér sé obsessed þessa dagana yfir facial expressions, sem er einmitt það sem ég er að skrifa um fyrir vinnuna. Ég var alveg í kasti þarna í bíóinu yfir allskonar svoleiðis hlutum, veit ekki hvort aðrir hafi tekið eftir því, eins og t.d. stúturinn á munninn þegar hann var að skoða sig í speglinum í nýja jakkanum ... sem er eitthvað sem ég hélt að bara við konur gerðum, allavega alveg snilldar leikari.

2 Comments:

At 4:15 AM, Anonymous Anonymous said...

Hann er alveg rosalega flottur þessi Bond! Ég er búin að þurfa éta ofan í mig allar staðhæfingarnar að það væri bara ekki að virka að hafa ljóshærðan Bond. Virkaði svona líka flott !!! :D

EN hvað finnst þér um að hann (leikarinn) vill gera Bond að homma í næstu mynd!???! :D híhí

 
At 2:45 PM, Blogger Guðný said...

Held að hann hafi nú bara sagt "Why not" þegar hann var spurður, en ég er alveg sammála honum - why not!

 

Post a Comment

<< Home