Greatest Expectations

Wednesday, November 22, 2006

SF

If you are going to San Francisco
be sure to wear some flowers in your hair ...

Jamm, ég ætla sko að kaupa blóm á morgun. Við ætluðum að leggja í hann um hádegi, ég og Sejin, en þar sem að vinnan er búin að gefa frí frá hádegi þá er ég núna að spá í að leggja af stað um 11 leitið, ekki hægt annað en að skrópa smá!! Komast úr úr borginni fyrir hádegismat, stoppa einhverstaðar og borða á leyfa umferðinni að ná okkur ... híhíhíhí.

Við erum búnar að panta okkur hótel í miðborg SF í 2 nætur, rétt hjá Union Square og Chinatown, síðan þurfum við auðvita líka að skoða Golden Gate og Fisherman's Wharf, Cable Cars og Alkatraz. SF er víst alveg æði, svo margt að skoða, miklu skemmtilegri en LA víst. Það er spurning um að pakka hleðslutækinu og 2GB kortinu með myndavélinni. Spurning hvort við förum í túrinn út í Alkatraz ... hmmmm .... eða látum það bara eiga sig.

Ég var reyndar soddan asni þegar ég pantaði bílaleigubílinn að ég skoðaði ekkert hvort að einhverjar helgar væru spes þannig að ég þarf að skipta um bíl á laugardaginn ... fyrir klukkan 18:15 ... for helvede!! ... sem er eiginlega ástæðan fyrir því að við ætlum snemma á morgun af stað. Þetta er ca 6,5 tíma keyrsla eftir hraðbrautinni norður, ekkert merkilegt að skoða á leiðinni, hins vegar ætlum við að taka strandleiðina til baka og það er víst miklu fallegra. Á föstudagskvöldið ætlum við að halda af stað til baka og gista í Santa Cruz á föstudagskvöld, þar ætlum við að hitta fólk úr vinnunni og fara á eitthvað djamm, munar líka miklu að vera búnar að keyra 1,5 tíma til baka á föstudeginum. Nálægt Santa Cruz eru svo rosa mikið af fallegum stöðum, þar er 17-mile road sem er víst fallegast strandleið ever, ég er nú viss um að ég á eftir að vera alveg "já þetta minnir mig óneitanlega á að keyra austfirðina" ;) Þar er líka Big Sur sem ég á að skoða en veit ekki ennþá hvað er, Carmel er víst voða fallegur bær sem er þarna og eitthvað fleira merkilegt. Þetta á eftir að vera alveg ógissla gaman ... með blóm í hárinu.

3 Comments:

At 5:53 AM, Anonymous Anonymous said...

Þú verður sú sætasta á þjóðvegum Bandaríkjanna... that´s for sure...!!!
Væri gaman að vera þarna með þér á roadtrip eða "götuferð".
Vonandi læðast engin spider ógeð með í þessa spennandi ferð.. hafðu það gott.... og nú er innan við mánuður í að þú komir heim á íslandið góða!!!

 
At 11:43 AM, Anonymous Anonymous said...

jeminnn hvað þetta ferðalag hljómar nú dásamlega .. með eða án blóms í hárinu :D

öhhmmm .. refresh my memory en sástu e-ð af strandlengjunni á austfjörðum??? Kom ekki bara blinda þoka strax á Reyðarfirði?? Og ég sem var þvílíkt búin að sannfæra þig um að við yrðum að fara suður fyrir á bakaleiðnni .. svo þú sæir allt útsýnið og fjöllin :)

Góða skemmtun darling! Hlakka til að sjá myndir og lesa ferðasöguna :)

 
At 1:12 AM, Anonymous Anonymous said...

Hahahahaha, "bara svipað og Austfirðirnir";) frábærar bloggfærslur hjá þér Guðný og gaman að sjá að þú skemmtir þér vel - fínt að hafa svona vinnu við að djamma og ferðast eða það hljómar soldið þannig þegar maður les bloggið hjá þér. Nei,nei ég veit alveg að þú ert að sigra gervigreindarheiminn "one virtual cell at a time" - hlakka til að hitta þig og fá samantektarfyrirlesturísvohnitmiðuðuformi aðégnævarlaaðfylgjaþéreftir...það verður gaman;)

 

Post a Comment

<< Home