Greatest Expectations

Sunday, November 12, 2006

Six Flags Magic Mountain

Var að koma heim úr brjáluðum rússíbanagarði ... við erum að tala um Busch Gardens á sterum!!! Fór í 2 nýjar tegundir af rússíbönum og það hefur sko ekki gerst í sama garðinum í þokkalega mörg ár. Fór í heildina í einhverja 8 rússíbana í dag ... og þá er ég sko að tala um "the real thing" ... fór bara í þessa stóru, og stóð í biðröð í klukkutíma fyrir hvern einn og einasta og sé sko ekki eftir neinni biðinni. Fór í rússíbana sem heitir Tatsu, þetta er rússíbani þar sem vagninn er undir teinunum en ekki nóg með það heldur þá er maður í stellingu ekkert ósvipað og í svifdreka, maginn snýr niður, síðan brunar maður upp og niður, á hvolf og í lúppur og skrúfur, head first og vangefnum hraða .... og ég mæli með virtual tour ... GEÐVEIKT!!! Sætu systur mínar, ímyndið ykkur Dueling Dragons þar sem að áður en maður fer af stað þá eru lappirnar á manni klemmdar fastar við stólinn og svo er neðri parturinn af stólnum hífður afturábak þangað til maður snýr með andlitið niður og já svo er hann álíka hár og Hulk.
Síðan fór ég í standandi rússíbana sem fór í endalaust af lúppum ... maður hafði sæti sambærilegt við mjóan hjólahnakk sem var nú frekar til þess að maður gæti ekki kiknað í hnjánum og þannig farið sér að voða, rosalegt alveg að standa og fara í allar þessar lúppur.
Ég er hreint alveg veðurbarin eftir daginn ... með sælubros á vör - ennþá ... og alveg eftir mig eftir overdose af adrenalíni í dag.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home