Greatest Expectations

Thursday, October 26, 2006

Halloween

fór í búningabúð í hádeginu í dag ... þorði ekki að bíða með það því að það gæti allt farið að verða uppselt. Voru örugglega 100 manns í búðinni og rétt eftir að við komum inn var kominn öryggisvörður í hurðina ... einhver var að tala um að um helgina væri þetta orðið eins og á skemmtostað ... stappa af fólki fyrir utan og öryggisvörðurinn að hleypa einum inn þegar einn fer út.

Það er búist við 500.000 manns og ég er komin með geðveikan búning ...


Það er samt eitt vandamál sem krefst úrlausnar fyrir þriðjudag ... og það er hvernig kemst maður þangað, þvílíkir umferðarhnútar þegar 500.000 manns eru að reyna að komast á sama stað, ég ætla sko ekki á bíl því það tekur örugglega 2tíma að finna stæði.

En allavega hlakka alveg fullt til.

3 Comments:

At 1:22 AM, Anonymous Anonymous said...

vúhú .. þvílíkur búningur. Hljómar voða spennó .. og VOÐA amerískt híhíh
Hlakka til að heyra framhaldið! :)
>&<

 
At 11:55 AM, Anonymous Anonymous said...

hæ frænka, líst ekkert smá vel á búningin. þú átt eftir að slá í gegn. er búin að vera að lesa bloggið þitt og væri ekkert smá til í að vera þarna úti.. vonandi skemmtir þú þér vel í partýinu.. knús Harpa frænka (föst í snjó og kulda á Akureyri)

 
At 12:26 AM, Blogger Guðný said...

Hæ Harpa ... gaman að heyra í þér. Úff verð bara kalt af tilhugsuninni um snjó!!! brrrrrrrr.

 

Post a Comment

<< Home