Greatest Expectations

Monday, October 23, 2006

Homeland Security

omg omg omgomgomgomgomgogmogmgomgomgOMGOMGOMGOMGOMGOMG!!!!! ok sko ... eins og ég held ég búin að segja einhvertímann um daginn að þá var sko stafsetningavilla í nafninu mínu í "THE federal database" úúúúúúúúú .... og ég bara kannski að villa á mér heimildir .... úúúúú.
Ok, þetta byrjaði þannig að ég fór til Social Security að fá SSN kort og þá kom í ljós að það var þetta fárans stafsetningavilla eða réttara sagt villur í nafninu mínu o í staðin fyrir d og allskonar. Allavega, mér bara sagt frá þessu og ekkert meir ... svo auðvitað líður og bíður og ég fæ ekkert kortið sent heim. Eftir ca 3ja vikna bið þá fer ég aftur til SSA að athuga málið ... kom auðvitað í ljós að kerfið neitaði að prenta út kort af því að ég var ekki ég ... augljóslega. "No maam you need to go downtown to the office of homeland security, they are located at the Federal building" .. ég reyndi nú eitthvað að skoða þetta á netinu en varð ekkert ágengt þannig að ég bara notaði íslensku aðferðina á þetta og mætti á staðinn ... mátti auðvitað ekki leggja í kílómetra nálægð við The Federal Building þannig að ég þurfti að labba helling ... skiptir ekki máli ... ég mætti galvösk á staðinn, komst í gegnum gegnumlýsingu án vandræða og inn í bygginguna ... þá byrjaði nú gamanið ... "Sorry ... Where is the office of homeland security" ... já já það er öll byggingins sko ... við hvaða deild ætlar þú að tala ... áttu pantaðann tíma? "No, there is a typo in my name you seee ... that I got to get fixed" there's a what?????? einmitt gekk rosa vel. Var á endanum send til immigration sem er með skrifstofu þarna á neðstu hæðinni. En nei .. auðvitað eru þeir með sér gegnumlýsingu ... ekki hægt að ætlast til að þeir treysti hinum gegnumlýsingargaurunum, þannig að ég þurfti að fara út og bíða í biðröð til að fara aftur í gegnumlýsingu ... í þetta skipti föttuðu þeir að ég var með myndavél og það má víst ekki í The Federal Building ... og svo líka mátti ég ekkert koma inn nema vera með pantaðann tíma ... en ég gat líka pantað tíma þegar ég væri komin inn "what?!?!?!" ok, ég bað gaurinn í gegnumlýsingunni að geyma myndavélina meðan ég labbaði þessi 10 skref sem það tók að komast að tímapöntunarvélinni "No, maam, if you leave it with me eI will have to confescate it, and then the government will auction off your camera ... you´ve got to leave it in your car" já en helv..... bíllinn er út í rassgati af því það má ekki leggja neinsstaðar!!!!! Ég spurði kurteisislega hvort ég gæti pantað tíma online og það er víst hægt þannig að ég bara þakkaði pent fyrir mig.

Þegar ég kom upp í vinnu þá kíkti ég á þessa vefslóð sem mér var gefin upp og þar var nú ekki beint hægt að velja "there is a typo in my name" þannig að ég ákvað að prófa hina íslensku leiðina ... hringja í The Federal Building og athuga hvort ég kæmist eitthvað áfram með það.

ring ring ... og viti menn það svara manneskja í símann ... ekki eitthvað helv. unintelligent forrit sem veit ekkert hvað stafsefningarvilla er. "Hello, I have a J-1 visa and the ...." komst ekki lengra þá var búið að gefa mér samband við immigration, ok, prófa aftur. "Hello ... I need to get a misspelling in my name fixed and I ... " ... immigration, ok það hlýtur þá að vera immigration sem ég á að tala við panta þá bara tíma undir "Annað"

The Federal Building ... taka 2
Farin af stað að heiman klukkan 8:15 af því að ég átti viðtalstíma klukkan 9:30 og þetta er niðrí bæ og ég veit ekkert hvernig umferðin er. Stóð skýrum stöfum á blaðinu (þeir eru rosa duglegir að gefa fyrirmæli hérna) að mér yrði ekki hleypt inn fyrr en 15mín áður en tíminn minn væri og ef ég mætti of seint þyrfti ég að panta nýjan tíma ... fair enough ... var svo auðvitað allt of mikil umferð og ég þurfti aftur að leggja út í rassgati þannig að ég hljóp frá bílnum og þangað til að mæta nú á þessu korteri sem ég hafði til að komast inn í bygginguna ... fór í gegnumlýsingu ... smá viðtal og var svo send upp á 6. hæð að fá ticket, what the hell does that mean, jæja kem upp á 6. hæð, bara svona 10 á undan mér, svo þegar ég kem að glugganum þá eru skilríki mín skoðuðu (í 20 skipti á leiðinni frá fyrstu hæð) og ég fæ núner ... ég er númer C151 og á að fara eitthvað annað ... þegar ég kom þangað þá er FULLUR salur af fólki og verið að kalla upp C71 OMG ... 3 klukkutímum seinna C151 ... thank you!!!!
Ég er alveg búin að endurskoða það að litlir asískir kallar séu besta optionin í immigration, getur vel verið að það eigi við þegar maður er að koma inn í landið ekki þarna. "Hi .. there is a type in my name that I need to get fixed" NO, "Yes, Social security sent me here ..." NO ... nei hvað á maðurinn við, svo kom einhver heljarinnar romsa um á SSA vissu ekkert hvað þeir væru að gera og að ég þyrfti work-permit og blablabla ... ég á tímabili að ég yrði hreinlega handtekin fyrir að vera ekki með work-permit ... já eða vísað úr landi ... Loksins á endanum vorum við komin á þá sameiginlegu skoðun að stafsetningarvillan væri þá bara í einhverjum öðrum database en hans og immigration væri ekki rétti staðurinn til að láta laga þetta .. great .. 4 tímum seinna. Hann vildi meina að ég gæti bara látið laga þetta á þeim flugvelli sem ég kom inn í landið .. jájá bara fljúga til Minneapolis í leit að leið til að laga stafsetningarvillu. Ég fór niðrí anddyri aftur og talaði við gegnumlýsingarkallana, sagði þeim alla söguna og hvort að þeim dytti í hug einhver office í húsinu sem gæti hugsanlega aðstoðað mig ... immigration væri bara með mig rétta í sínum database. Þeir bentu mér á skrifstofu upp á 8. hæð sem gæti kannski hjálpað ... ok, ég þangað. Þegar ég sagði þeim vandamálið fékk ég "Those are called Datafixes" omg omg omg einhver sem þekkir hinn hulda heim stafsetningarvillna í federal databases ... my luck!!!
Það var skrifað fyrir mig "referral" á einhverja skrifstofu niðrá 2. hæð sem kannski gæti lagað þetta en ef ekki þá þurfti að ég fylla út form I-27blabla og gera svona og hinsegin ... thank you!
Ég fór niðrá 2. hæð að leita að þessari skrifstofu sem mér hafði verið vísað til .. var auðvitað stoppuð á leiðinni og spurð hvert ég væri að fara. "Office 2067, I have a referral", "Yes maam, that office will be down that hall after 1:30" ha hvað meinaru er hún ekki þar núna? "No ma'am only after 1:30" ok, vildi ekki fara að koma með eitthvað fyndið komment um þetta, allur er varinn góður, og klukkan vantaði svo sem ekki nema einhverjar 8 mínútur í tilsettan tíma. fékk svo að labba inn ganginn klukkan 1:30 og þá var ég komin á skrifstoðu border and safety control og það eru þeir sem bera ábyrgð á því að handpikka inn í tölvu alla grænu og gulu miðana sem við þurfum að fylla út í turbulence í flugvélinni á leiðinni. Já já ég bið afsökunar þetta er alveg rétt, D-ið mitt er alveg eins og O, Labbaði svo sallí glöð út úr Federal Building klukka 14:30, með mitt rétta nafn og mikla sigurtilfinningu yfir beurocracy bandaríkjanna.

5 Comments:

At 3:04 AM, Anonymous Anonymous said...

ahhahahahhAHHAHHAHAHahahah þú ert skohh BARA dásamleg dúllan mín!! :) Tárin láku af hlátri yfir þessari sögu. Skemmtileg lýsing hjá þér ... góð byrjun á deginum hjá mér :)
*knúz*

 
At 6:54 AM, Anonymous Anonymous said...

Jiminn eini... ég skil ekki að þú hafir taugar í þetta.. ég væri svo löngu farin yfir um á allri þessari bið...
Þú færð sko bikar frá mér fyrir þessa lífsreynslu

 
At 10:28 AM, Anonymous Anonymous said...

Og ég sem læt það fara í taugarnar á mér að bíða á rauðu ljósi....:/
AUMINGJA ÞÚ!!!

 
At 11:44 AM, Blogger Guðný said...

... og núna á ég BARA eftir að fara aftur til SSA til að sjá hvort að stafsetningarvillan sé í raun farin og hvort að ég fái þá SSN kortið mitt
:-S

 
At 10:06 AM, Anonymous Anonymous said...

eftir nokkrar ferðir þangað þá ákvað ég að það væri best að ég borgaði Lögfræðingi til að sjá um alla mína pappíra... sé ekki eftir þeim peningum.:)
Togga.

 

Post a Comment

<< Home