Greatest Expectations

Monday, November 06, 2006

Öll mín mörgu nöfn í ameríkunni

Ég semsagt fékk þá spurningu frá skólafélögunum áður en ég fór út "og hvað ætlaru svo að heita?" ... ég er auðvitað löngu búin að gefast upp á því að heita Ragna í enskumælandi landi og Guðný gengur eiginlega ekki heldur þannig að ég svaraði "Guni" það gæti alveg gengið :-S ... einmitt. Í vinnunni sjá auðvitað allir hvernig nafnið mitt er skrifað og þar af leiðandi gengur Guni ekki, mér var nú líka bent á það að það væri kannski ekki svo sniðugt ... soldið sætt en tja samt ... muniði eftir myndinni The Goonies ... einmitt og þegar ég segi nafnið mitt Guni (Goony) þá hljómar það víst eins ... og það þýðir semsagt prakkari eða eitthvað álíka ... frábært!. Kaninn er rosa gjarn á að troða n-inu framfyrir d-ið og þá er ég Gúndí sem mér finnst ekki sniðugt ... búin að reyna mikið að leiðrétta það. Einn vinur minn hérna á neðstu hæðinni segist alveg vera búin að "figure it out" og kallar mig bara G (Gee). Svo á ég líka indiánanafn sem ég kann ágætlega við sem er "Good Knee", það er ekki Sitting Bull eða eitthvað SVO awsome, en skárra en Bad Knee samt ... og ég sem hef alltaf haldið því fram að maður verði soldið multiple personalities af því hafa verið skírður 2 nöfnum :-/

5 Comments:

At 8:04 AM, Anonymous Anonymous said...

Mín heittelskaða öskraði af hlátri yfir Good Knee og Bad Knee. Þú ert ein af fáum sem veist hvers konar hláturskast hún hefur fengið. Ég heyrði það inní eldhús er hún byrjaði að hristast.
Þú er dásamlega fyndin:)

 
At 3:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Hahahahahaha snilld... Hérna færðu frá mér nokkrar tillögur sem þú getur kannski notað:
- God New (guðný á ensku)
- Goosie (gússa á íslensku)
- Gjíarjay (grj)

Hljómar ekki Goosie ágætlega :)

Hafðu það gott... ;)

 
At 9:59 PM, Blogger Guðný said...

Ég var alveg komin á þá skoðun að heita "Good knee", hélt það mundi ganga best, en það versta er að margir geta samt ekki borið það fram fyrr en ég bendi á hnéð á mér .... hrrummpff ... ógisla lame eitthvað. Ég ætti kannski bara að taka tillögunni hans Óla með Goosie og sjá hvernig það gengur næstu daga. Hlakka þá sérstaklega til að fara á Starbucks þær biðja mann alltaf um nafn og skrifa það á bollann.

 
At 4:51 AM, Anonymous Anonymous said...

jedúddamía .. hélt ég myndi nú bara míga á mig þarna fyrir framan tölvuna!! :D Veinaði & emjaði úr hlátri .. fékk algjört flashback af öllum þínum nafna-raunum og split personalities í gegnum árin. Indíana-nöfnin nottla bara stórkostleg :)

þú ert æði & mér þykir svo vænt um þig dúlla :)

>&<

 
At 9:52 AM, Blogger Guðný said...

sömuleiðis krúsí *knús* :Þ

 

Post a Comment

<< Home