Greatest Expectations

Sunday, November 05, 2006

Veikindi

Grunar að ég hafi kannski verið aðeins of fáklædd á Halloween. Ég er allavega búin að liggja í kvefpest og hita síðustu daga ... held svona í hindsight að það hafi ekki verið góð hugmynd að drekka í sig hita þarna um kvöldið ... skammgóður vermir greinilega. Síðan á fimmtudag er búin að horfa á 8 þætti af Prison Break, alla seríuna af Commander In Chief, eitthvað af Brothers and Sisters, 2-3 bíómyndir og slatta af sjónvarpi. Man bara ekki eftir því hvenær ég lagðist síðast í rúmið í veikindum ... en verð alveg að viðurkenna að þetta var frekar notalegt. Búin að vera rosa góð við sjálfa mig ... sá fram á það að það mundi enginn annar vera góður við mig, vandinn við það að vera veik alein í útlöndum ... þannig að ég bara sá um það sjálf pantaði mér allskonar mat heim sem mig langaði í, USA er bara frekar góður staður til að vera aleinn heima veikur. Hámark letinnar var held ég á föstudaginn þegar mig langaði að horfa á dót sem var á DVD disk hinu megin í herberginu og ég bara valdi mér eitthvað annað að horfa á í staðin fyrir að standa upp .... djís. Allavega ... er öll að batna og ætla að mæta galvösk í vinnuna á morgun ... var rétt áðan að kíkja út í fyrsta skipti síðan á miðvikudag og mér til mikillar gleði þá er heimurinn ennþá þarna úti og bíllinn minn á sínum stað neðar í götunni ... hjúkket.

2 Comments:

At 1:57 AM, Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra að þú sért á batavegi - hjúkket. Þetta er frábær bloggsíða hjá þér, mjög virk og skemmtilegir textar. Það er alveg drepfyndið að lesa um blindu kóreubúans á gay-senuna og skoða myndirnar frá Halloween...ha, er einhver gay hérna á svæðinu? hahahahaha

 
At 9:54 AM, Blogger Guðný said...

Takk fyrir það og já alveg yndisleg spurning "How do you know they are gay?"

 

Post a Comment

<< Home