Greatest Expectations

Thursday, November 02, 2006

Halloweeeeeeeen

Mætti á þriðjudagsmorgun með búning í poka í vinnuna, var búin að heyra eitthvað af þv´iað að væri eitthvað búningadæmi í vinnunni en ætlaði sko ekki að láta eitthvað plata mig í að vera eina manneskjan í búning ... þannig að já búningurinn með í poka. Kom svo auðvitað í ljós að það var búningakeppni og sprell í hádeginu á 5tu hæð og lenti ég í 3ja sæti og fékk inneign á starbucks ... veiiii. BTW ... búin að setja inn myndir af þessu og já öllu sem ég skuldaði nema Vegas .. þær koma samt bráðum. Hætti svo í vinnunni um 4 leitið ... ekkert hægt að vera að hanga eitthvað í vinnunni á Halloween ... fór heim til Sejin og gera make-up og hafa fataskipti, hún býr rétt hjá vinnunni. Fórum svo á bílnum mínum upp til Santa Monica til að skilja bílinn eftir heima og svo var planið að taka strætó á staðinn. ég bý 1 block frá Santa monica Blvd og skemmtunin var einmitt þar nema bara soldið mikið austar á götunni. Santa Monica Blvd var semsagt lokuð í gegnum West Hollywood út af skemmtuninni. Ég var auðvitað alveg búin að pæla þetta strætódæmi online og bus 4 fer eftir SMBlvd þarna úteftir ... ekkert mál. Klukkan er ca 5 þegar við erum að labba frá mér og út á strætóstoppustöð, það var auðvitað flautað á okkur og stoppað fyrir okkur allar þessar 2 mínútur sem það tók að labba þetta ... híhíhí ... rosa gaman hjá okkur. Þegar við komum niðrá strætóstoppustöð þá kom strax leið 304 og ég auðvitað asnaðist til að spurja hvort hann færi nálægt ... jájá ... þannig að við hoppuðum inn í strætó. sá auðvitað strax eftir því þegar við fórum af stað af því að nú var ég komin í einhvern strætó sem ég hafði ekki stúderað og var bara kannski á leiðinni eitthvað út í buskann :-S
Sejin kippti í mig strax þegar við komum inn og benti mér á það að við værum eina fólkið í strætó í búningum og ég hefði sko sagt að það yrði fullt af fólki í búningum í strætó ... úpsí ... my bad. Allavega þá var þetta mjög þægilegt ... strætóinn talaði allan tímann "approaching Santa Monica and 23rd ... followed by a Santa Monica and 30th" ... svo fór ég auðvitað að pæla hvort að þetta væri ekki bara tape þannig að þegar strætóinn þyrfti að beygja af leið út af skemmtuninni þá mundi tækið samt halda áfram að röfla santa monica og þetta og hitt en svo bara værum við einhversstaðar allt annarsstaðar. Við skröltum í strætó í ca 45 mínútur, vorum komin framhjá downtown, framhjá rodeo drive og aðeins lengra ... þá fór ég og spurði bílstjórann hvar væri best að fara út fyrir street party "you have a long way to go yet" .... jájá takk æðislega fyrir að vera svona nákvæmur. Stuttu seinna kom svo fólk í búning í strætó ... vð urðum svona líka glaðar yfir að vera ekki einar og vera hugsanlega bara á réttri leið. Við svo auðvitað stukkum út úr strætó á sama tíma og fólkið og eltum þau svo bara ... eiginlega sem betur fer af því að strætó beygði út af SMBlvd töluvert áður en hún lokaði þannig að við vissum ekkert í hvaða átt við áttum að fara þegar við komum úr strætó. Við vorum komnar rúmlega 6 á staðinn og þá var svona töluvert af fólki fannst manni. Samt vel hægt að labba um allt. Það var búið að reysa 4 svið á götunni með góðu millibili, allt saman útvarpsstöðvar með eitthvað sprell og svo var í viðbót eitt aðalsvið sem var með búningakeppninni og einhverju fleiru. Við strolluðum um og tókum fullt af myndum af búningunum. Ótrúlega mikið af flottum og vel gerðum búningum. Fórum bæði í bjórtjaldið og inn á skemmtistað að væta kverkarnar og hlýja okkur á milli þess sem við strolluðum um úti. Þegar leið á kvöldið varð auðvitað alveg stappað og það var lítill munur á því að vera fremst við eitthvað sviðið eða vera einhversstaðar þar sem ekkert var að gerast. Sáum Kevin Federline á sviðinu hjá KIIS FM við mikil fagnaðarlæti áhorfenda ... veiii kærastinn hennar Britney Spears ... já já missum okkur alveg. Vorum með fínt útsýni við endann á sviðinu í smá brekku, var einmitt í því að dissa þessi fagnaðarlæti yfir ekki meira spennandi atriði en þetta þegar Justin Timberlake tróðst framhjá mér og baðst afsökunar, var á leiðinni baksviðs. Var aðeins of sein að fatta til að draga upp myndavélina. Einhverntímann þarna um kvöldið var einhver súperman sem veifaði mér að koma ... sem ég auðvitað gerði ... kom svo í ljós að þetta ver fréttamaður/þáttarstjórnandi eða eitthvað hjá einhverri spænskumælandi sjónvarpsstöð sem var að taka upp skot þarna, þannig að ég hreinlega gerðist svo fræg að komast í sjónvarpið ... veiiiii. Einhver var búin að segja mér að það væri skrúðganga þarna en hún fór alveg framhjá okkur, upphaflega var þetta gay-pride í west hollywood sem er núna orðið meira halloween fyrir alla ... fór nú samt ekki á milli mála að þetta er í miðju gay-comunity. Skemmtilegur flötur á þessu öllu var líka hún Sejin vínkona mín ... það er víst töluvert mikið mál að koma út úr skápnum í Koreu ... hún var búin að spurja mig um daginn hvort að ég vissi að það væri "gay person" að vinna hjá ICT. Hún vissi nú ekkert hvernig viðkomandi leit út en hinn kóreubúinn í vinnunni var búin að benda henni á skrifstofuna hjá viðkomandi. Síðan vorum við staddar inn á bar sem heitir Trunks og er að öllu jöfnu mikið sóttur af hommum sem búa í nágrenninu - enda er stórt og mikið gay samfélag í vestur hollywood - og halloween var sko greinilega engin undantekning. Mér datt allt í einu að segja henni þegar við vorum þarna inni að það var bara einn straight gaur þarna inni (að kissa stelpu) og restin væri gay. Hún setti upp mjög stór augu og spurði mig hvernig ég vissi það eiginlega??????? Ömmm ... helmingur karlmanna var í dragi, nokkrir leðurhúfa-yfirvaraskegg sterótýpur, nokkrir með allt of góðan rythma á dansgólfinu og svo restin allt of sykursætir til að vera straight með allt of sykursætan "vin" við hliðina á sér. Henni fannst þetta mjög merkilegt allt saman og alveg rosa skrítið að ég bara sæji þetta. Hún fór á klósettið þarna inni og kom til baka mjög upp með sér að hafa talað við gay person í fyrsta skipti í lífinu. Hún lenti víst á spjalli við einhverja drottninguna í röðinni á kvennaklóið ... hehehe.
Barþjóninn þarna var líka æði ... við vorum þarna fyrr um kvöldið og þá fór ég 2x á barinn að kaupa Smirnoff Ice ... síðan fórum við út að labba og komum aftur og þá keypti ég meiri svo þegar ég held að ég hafi komið í 4 skipti á barinn ... og ég er að tala um á heilu kvöldi ... þá gefur barþjóninn mér merki "one?" og ég kinka kolli og hann kemur með Smirnoff ice, ég auðvitað hæli honum fyrir að vera svona professional að muna hvað ég drekk og fyrir það fékk ég annan í kaupbæti ... þannig að ég var allt í einu komin með 2 flöskur til að drekka úr .... bara snilld.
Annars er verðmunur á börum hérna alveg gígantískur ... þessi staður var með smirnoff ice á 3$, þar sem ég fer yfirleitt í Santa Monica er hann á 5$ og svo á stöðunum sem ég hef farið á á Sunset er hann á 9$ ... fáránlegt.
Við pössuðum okkur á því að fara í síðasta skipti inn á Trunks um 11 leitið og vorum þar til ca 01, skemmtunin úti var búinn klukkan 12 og þá fór fólk að týnast heim. Við enduðum á því að labba í átt að umferðinni til Santa Monica og enduðum á því að taka strætó aftur heim sem tók sem betur fer ekki 1,5 tíma eins og fyrr um kvöldið, væntanlega af því að við vorum svo seint á ferð að mesta umferðin var búin. Var komin heim um 2 leitið og vaknaði með harðsperrur í löppunum og stíflað nef í gærmorgun.

2 Comments:

At 2:44 AM, Anonymous Anonymous said...

Rosalega lítur þú vel út elsku systir....!!! bæði í halloween búningnum og svakalega sæt með nýju október klippinguna!!!!!
Hlakka svooo til að fá þig heim
Elska þig, litla systir

 
At 6:04 AM, Anonymous Anonymous said...

vááááa .. hljómaði eins og geggjaður dagur & kvöld. Flottar myndir. Algjör pæja í búningnum þínum .. vúhú ;)
Við Inga grenjuðum úr hlátri af upplifun vinkonu þinnar af öllu gay-liðinu á svæðinu :D

 

Post a Comment

<< Home