Greatest Expectations

Monday, October 30, 2006

Helgin

Hello everybody ...
Búin að eiga frábæra helgi ... fórum 11 saman á pöbbinn á föstudaginn, einhver mælti með Shanghai Red's sem er rétt hjá vinnunni af því að happy hour er til klukkan 7 (veiiii) Við auðvitað mistum andlitið þegar við komum inn, var einum of settlegt eitthvað. Þetta er bæði veitingarstaður og bar og barinn er svona týpískur hótelbar (if there is such a thing), róleg dinnertónlist í spilun og meðalaldur einhversstaðar í kringum 60 ... híhíhí. Við fengum að sitja úti á veröndinni og skemmtum okkur alveg konunglega yfir bjór og mjög góðum appetizers.
Á laugardaginn fór ég í smá shopping spree, fór í FoxHills mall sem er alveg ágætt ... kominn tími til að versla smá. Fór með Sejin, stelpu frá Koreu sem er að vinna með mér. Endaði á því að kaupa mér 2 pör af skóm ásamt fullt af öðru dóti .... vííííí, fórum svo á klúbb í Santa Monica um kvöldið og dönsuðum fram á nótt. Er svo bara búin að taka því rólega í dag og eins og altaf hefur þessi helgi liðið allt of hratt.

1 Comments:

At 12:21 AM, Anonymous Anonymous said...

hurrur sæta .. er ekki að fara koma Halloween pstill + myndir af öllum herlegheitunum ??? :o)
Trúi því að Kaninn (og nokkrir túristar) hafi misst sig í búningunum ;)

 

Post a Comment

<< Home