Greatest Expectations

Sunday, November 12, 2006

Yndislegur sunnudagur

Fór niðrá stönd á línuskauta í dag ... og mér reiknast til að ég hafi skautað einhverja 30+ kílómetra. Lagði bílnum við Santa Monica Pier og skautaði alla leið niðrí Marina Del Rey. Fullt að gerast á leiðinni, ég hef semsagt farið á ströndina í Venice og svo í Santa Monica en þar á milli er greinilega allt stuðið. Það var auðvitað endalaust mikið af fólki á skautum, brettum og hjólum, hjólastígurinn er basically á ströndinni, sandur á báða kanta sumstaðar og hann kræklast svona í kringum hin ýmsu minni útivistarsvæði sem eru þarna á leiðinni. Strandgatan er svo þarna rétt fyrir ofan og þar voru endalaust mikið af sölubásum og gangandi fólki út um allt. Ég bara hélt áfram að skauta þangað til ég komst ekki lengra (nema út í sjó) og þá hélt ég til baka sömu leið. Veðrið var auðvitað yndislegt og það er örugglega veðrið sem ég á eftir að sakna mest af öllu héðan. Á leiðinni til baka þá var sólin að setjast og himininn eldrauður ... mjög fallegt. Lenti svo í mjög óvænt í strandapartýi ... veit ekki alveg hvað var að gerast eða hversu oft þetta gerist en allt í einu heyrði ég svaka trommuslátt og það var fullt af fólki í hrúgu niðrá strönd, ég bara gat ekki annað en tekið af mér skautana og tékkað á þessu. Þarna voru samankomin örugglega 300 manns og þar af voru 100 þeirra með einhverskonar trommur eða önnur hljóðfæri, dósir eða bara hvaðeina sem var hægt að berja á ... og svo var bara svona tribal stemming ... og fullt af fólki að missa sig í villtum dansi við drumbusláttinn. Ég var auðvitað ekki með myndavélina með mér en ég fór aftur þangað þegar ég var búin að skauta til baka í bílinn og tók nokkrar myndir ... en þá var reyndar komið myrkur. Smellið á myndina til að heyra stemminguna.

1 Comments:

At 11:32 PM, Blogger RaGGý og InGa said...

vá stemmingin hljómar vel ... alltaf e-ð spennandi að gerast hjá þér skvís :)

kalt haust & dimmur vetur að skella á hér, óveður um allt land. Svo njóttu veðurbliðunnar, pottþétt ekki línuskautafært þegar þú kemur í lok des :p

 

Post a Comment

<< Home