Greatest Expectations

Tuesday, November 14, 2006

Minn flókni flókni heili

Komin með frunsu ... djöh ... hélt að maður fengi bara solleis í árstíðaskipum á íslandi ... en nei nei, það er víst ekki. Fann í hádeginu að funsan var að byrja ... og það er alls ekki þannig að hún sjáist eitthvað ennþá, bara fann fyrir henni. Ég ákvað því auðvitað að labba út í apótek eftir mat til að sjá hvort ég fengi ekki frunsukrem. Á leiðinni þangað allt í einu fattaði ég að ég vissi ekki hvernig maður segir frunsa á ensku .... eða mundi það ekki, hvort sem er nú réttara :-? ... anyways ... á leiðinni út í búð var ég semsagt búin að fara yfir það hvernig þetta samtal gæti verið. "Yes there is something on my lip, I know you cannot see it but it will definately be there tomorrow and I want some cream to kill it." ... "It´s the kind of thing that once you have it you never get rid of it, and then it always comes back and when you cannot see it it's sleeping" ... allar þessar útskýringar sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina ... var jafnvel að spá í að nota "Got any fruns-cream" ... vissi svosem að það mundi ekki ganga en það flaug í gegnum hausinn á mér þarna á leiðinni, það sem maður getur ekki skemmt sjálfum sér með svona einn á labbi. Hef nú reyndar einhverntímann heyrt að frunsuvírusinn sér skyldur herpes-vírusnum en var algjörlega búin að ákveða það að labba út úr búðinni funsukremslaus áður en ég færi út í að skýra út að ég væri með eitthvað sem væri skylt herpes á vörinni sem ég bara vissi ekki hvað héti á ensku en vær samt ekki herpes sko, en ég þyrfti samt eitthvað krem við því.
Svo stend ég þarna í apótekinu tilbúin með allar lýsingarnar mínar, konan snýr sér að mér og spyr hvort hún geti hjálpað og upp úr mér kemur "Do you have any cream for cold-sore" ... og hvernig í andsk... ég vissi/mundi þetta þarna nákvæmlega on the spot er bara beyond me, en góð tímasetning ... segi ekki annað ... og jájá ég get alveg forritað greind þó ég skilji ekki mína eingin baun :-S.

5 Comments:

At 12:03 AM, Anonymous Anonymous said...

*LOL*

litli snillingurinn!! :)

luv ya ... R

 
At 1:38 AM, Anonymous Anonymous said...

hahaha.. ég var að fara að skrifa litli snillingurinn þegar ég las commentið frá Raggý... great minds think alike! greinilegt að ég ólst upp með ykkur tveim....
Og þið báðar..... ég gleymi ALDREI ástæðunni fyrir því að ég er með gras-fóbíu..... you bastards!
Lauga

 
At 1:38 AM, Anonymous Anonymous said...

hahaha.. ég var að fara að skrifa litli snillingurinn þegar ég las commentið frá Raggý... great minds think alike! greinilegt að ég ólst upp með ykkur tveim....
Og þið báðar..... ég gleymi ALDREI ástæðunni fyrir því að ég er með gras-fóbíu..... you bastards!
Lauga

 
At 2:39 AM, Anonymous Anonymous said...

HAHAHAHHAHA :))))

jeminn hvað þetta var sniðugt moment!! og við greinilega allar svo miklir snillar :D

Lauga mín .. ég skora á þig að fara blogga (ef þú ert ekki að því nú þegar) Mér finnst þú svo kúl karaketer og sniðug stelpa. Væri gaman að lesa um hvað þú ert að bralla. Veit nú samt alveg smá .. enda er stóra ditta mjög stolt af þér og ég heyri endalaust sögur ... allt gott, ég lofa :)
Mér finnst ég líka "eiga" pinku í þér, þó ekki væri nema bara fyrir að gefa þér nokkrar klikk bernskuminningar :D híhí
*knúz&kram*

 
At 1:37 PM, Blogger Guðný said...

Þið eruð yndislegar ... haffirðingarnir mínir :D

 

Post a Comment

<< Home