Greatest Expectations

Friday, December 01, 2006

All work and no play 8-o

Verð nú aðeins að tala vinnutengt, hef fengið að heyra það að ég sé á launum hérna við að skemmta mér. Ekki sko frá vinnuveitendunum heldur frá þeim sem lesa bloggið mitt öööhööömm. Þeir eru búnir að vera að reyna að fá mig til að vera lengur hérna síðustu daga, húrra fyrir mér *points* *points*. Á fundi í morgun kom svo upp sú snilldarhugmynd að ráða mig í vinnu eftir master, fékk svo reyndar að heyra það aftur seinna um daginn ... bara gaman að vera ég í dag :D Fór á emotions-group fund eftir hádegi og þá var ég beðin um að vera með kynningu næsta föstudag á því sem ég er búin að vera að gera hérna, þannig að ég fékk gott spark í rassinn að byrja á documentation, öhömm ha gerir maður það annars jafnhliða :-S
Núna lítur semsagt tími minn hérna sem er eftir þannig út að ég er með kynningu á mínu projecti á föstudaginn næsta og svo er ég með kynningu á OpenAIR (sem við notum í HR) í vikunni þar á eftir, það er reyndar fyrirlestur sem ég átti að halda í Thanksgiving vikunni en fundurinn þá féll niður af því að það var gefið aukafrí á miðvikudeginum og nú er reyndar búið að breyta því úr því að vera kynning á smartbody-fundi (sem er fundurinn sem ég er á á miðvikudögum) og nú á í staðin að setja upp stærri kynningu fyrir fleiri deildir í fyrirtækinu.
Ég ætla semsagt að kjósa það að kalla þetta tvennt "invited talks" og þá má ég setja það á CV-ið mitt *points* *points*. Og já ég ER að sigra gervigreindarheiminn "one virtual cell at a time" ;Þ híhíhí *points* *points*.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home