Greatest Expectations

Wednesday, November 29, 2006

Búðarævintýri

ok ... snillingurinn ég þurfti aðeins að föndra smá. Fína, flotta, nördalega lyklaborðið mitt var ekki alveg að virka sem skyldi þannig að ég ákvað að það væri miklu betra að líma tappa á lyklana aftaná þá væri þetta allt auðveldara ... Fann þessa fínu mynd á netinu ... einhver búin að gera soleis sko.... þannig að ég fór í "Home Depot" sem er svona Byko búð nema allavega 4x stærri. Þegar ég var búin að vafra þar um í smá tíma (fullt af sniðugum hlutum í hillunum) þá spurði mig einhver hvort hann gæti aðstoðað, "Yes I am looking for rubber stoppers", ég var semsagt komin í gang 4 þegar ég var spurð. Einmitt ... ég var send í gang 21, þar væri svoleiðis. Fann fullt af hurðastoppurum en enga eins plain og þessa á myndinni þannig að ég byrja að traila gangana fram og aftur á leiðinni frá hinum endanum og til baka. Hitti sama gaurinn auðvitað 4 - 5 göngum seinna og hann vildi aðvitað endilega vita hvernig þetta hefði gengið ... ég sagðist ekki hafa fundið það sem ég væri að leita að. Hann fór með mig aftur í gang 21 og fór að týna allskonar hurðastoppara út hillunum, how about this one, how about this one .... rosa hjálpsamir hérna. "See ... this one has a spring {goooiiinnnggg}, how about this one", þannig að ég sá mig tilneydda til að segja honum að ég ætlaði sko eiginlega ekkert að nota hurðastopparann á hurð, hann varð mjög forvitinn og vildi vita hvað ég ætlaði þá að nota þá í ... og ég var ekkert á leiðinni að draga lyklaborðið upp úr veskinu og sýna honum hvað ég var að spá. "Just a project I'm working on ... hehe" en ég gat samt sagt honum hvernig ég vildi að þeir litu út, "já svona eins og fremsti hlutinn af þessum hér" ... og við fórum í aðra hillu þar sem voru allskonar svona gúmí og plast stykki til hinna ýmsu nota ... ég lofaði honum að ég væri núna kominn á réttan stað og þakkaði kærlega fyrir hjálpina ... var alveg búin að sjá fyrir mér að hann fær að opna allar milljón skúffurnar sem ég stóð fyrir fram ... "ho'bout this", "ho'bout this". Fann reyndar plasttappa sem voru samt holir að innan sem ég ákvað að kaupa og sjá hvernig mundu virka. Fann svo lím ca 5 göngum framar (já fram og aftur fram og aftur ... mér finnst bara eitthvað heillandi við búðir með svona allskonar dóti) Á þessum tímapunkti þá átti ég nú bara eftir 3-4 ganga af þessum 25 sem voru þarna þannig að ég ákvað bara að skoða þá líka og endaði á að finna miklu betri stykki á lyklaborðið mitt í rafmagnsdótinu ... þannig að 2 tímum seinna og 5$ fátækari (híhí geri aðrir betur í 2ja tíma shopping) labbaði ég út úr Home Depot og fór heim að föndra og wualla ... ég er mjög ánægð með árangur erfiðisins. Búin að breyta ómögulegu tökkunum 4 fyrir hvorn vísifingur í einn takka og rugg-takkarnir eru líka miklu auðveldari núna en áður.



Græjan bara orðin nokkuð nothæf og ég komin UPP Í 8 orð á mínútu !!!!! :-S

3 Comments:

At 1:37 AM, Anonymous Anonymous said...

híhí .. þú ert nottla bara dásó! :D

 
At 7:37 AM, Anonymous Anonymous said...

hvar ertu stærðfræði nördið mitt...!! mig vantar þig!

 
At 11:10 AM, Blogger Guðný said...

æjjjj krúsí .... tek alveg út fyrir að vera svona langt í burtu þegar þú ert í prófum!!!!

 

Post a Comment

<< Home