Greatest Expectations

Monday, November 27, 2006

San Francisco - ferðasagan

Jæja ... komin heil og höldnu úr þessu stórferðalagi. San Francisco var auðvitað æði og verð ég nú bara að segja að þessi ferð er búin að stórbreyta viðhofi mínu til Californíu og Los Angeles. Los Angeles er stórt og skítugt skrímsli í samanburði við San Francisco, ég er reyndar á þeirri skoðun að suður og norður California eigi að vera sitthvort fylkið, hvað er málið með það að keyra í 8 tíma og komast ekki einu sinni út úr fylkinu? En já hérna kemur ferðasagan í ekki svo stuttu máli .....

Við semsagt lögðum af stað rúmlega 11, má segja að við höfum verið búnar með bensínstopp og starbucks stopp og verið á leiðinni út úr bænum ca 11:30. Reyndar soldið fyrndið að vera svo í 2 tíma á leiðinni út úr bænum, heima er það bara 5 mín og þá er maður komin upp í Ártúnsbrekku og þá er maður eiginlega kominn út úr bænum. Allavega já á leiðinni út úr bænum ... tókum 405 sem er skv. sjónvarpinu versti freeway í USA hvað umferð varðar, gekk rosa fínt til að byrja með en nákvæmlega á slaginu 12 var umferðarteppa, síðan bara mjökuðumst við á 20 km hraða út úr bænum og vorum semsagt í 2 tíma að keyra sama vegaspotta og við keyrðum á 30 mín þegar við fórum í magic mountain. Umferðin var reyndar alveg fín eftir það, heyrði í útvarpinu að 32 milljón manns setjast undir stýri og keyra eitthvað á Thankgiving ... djísus kræst.

Sáum alls konar víntré og appelsínur á leiðinni, keyrðum semsagt í gengum mikil ræktunarhéruð á leiðinni, tókum nú reyndar fljótari-ljótari leiðina uppeftir og þessvegna var það mest spennandi sem við sáum víntré og appelsínur. Lentum reyndar í því að allt í einu kom þessi rosalega ógeðslega viðbjóðslega stækja, við skildum ekkert hvað var að gerast ... ógeðsleg lykt, ca 5 mín seinna erum við hreinlega að keyra í gegnum úti-fjós, tók ca 5 mín að keyra í gegn á 100 km hraða og beljur eins langt og augað eigði í allar áttir, ekki stingandi strá neinsstaðar, reyndar svona net yfir öllu til að skýla greyunum frá sólinni en ég verð nú að segja að ég missti alveg matarlystina á kjöti í nokkra klukkutíma. Ég segi nú bara hvað með free roaming og green pastures? Ógeð. Svona eftirá þá gæti alveg verið að þetta hafi verið biðstofan í sláturhúsið sem við keyrðum í gengum .... oj.

Við semsagt komum til SF um ca 7 leitið um kvöld og ég hef aldrei "upplifað" borg eins sterkt eins og þarna. Að koma keyrandi inn í borgina þá fann ég allskonar tilfinningar frá borginni. Ég verð nú að viðurkenna að mér hefur alltaf fundist frekar asnalegt þegar fólk talar um að borgir séu hitt og þetta en ég semsagt dreg það hér allt saman til baka og langar bara að segja að San Francisco er bjartsýn, glöð, hlý og fersk borg :-S ... og þetta upplifið ég allt þrátt fyrir að vera að keyra inn í borgina eftir myrkur. Við gistum á litlu sætu "Inn", hef að sjálfsögðu verið mest í 5 stjörnu flokknum hingað til, hef semsagt bara verið vafin í bómul allt mitt líf eins og einhver orðaði það einhvertímann ;) Eftir mikil rannsóknarstörf á netinu ákvað ég að prófa 2 stjörnu hótel sem fékk mjög háa einkunn í reviews frá fólki. Var pínu lítið stressuð þegar ég keyrði að og sá blikkandi "Motel" utaná hótelinu mínu ... ooops ... ok þá 'check' ég hef gist á Motel.

Fórum út að borða og fundum liquor store og keyptum okkur rauðvínsflösku til að fara með upp á hótel (mótel já ok). Sejin tókst held ég að vera rænd í liquore store, dró upp peningana sína, fletti í gegnum þá alla til að finna rétta seðilinn til að borga með og stakk svo peningunum í vasann. Tek það fram að það var slatti af skuggalegu liði í og í kringum liquor store, án þess að við værum eitthvað í skuggalegu hverfi. Ég var alveg að fíla mig eins og mamma þarna á tímabili að setja henni lífsreglurnar þegar við komum út í bíl. Ekki veifa peningum, ekki hafa peninga í vösunum, passa veskið sitt. Hún var rosa hissa á þessu öllu saman .... ha getur maður verið rændur ???? stakk svo hendinni í vasann og ooops peningarnir farnir og hún 40$ fátækari.

Eyddum næstu 2 dögum í skoðunarferðir í SF, sáum, keyrðum yfir og gengum yfir Golden Gate brúnna, fórum svo upp á hæð þarna rétt hjá þar sem er svaka myndatökuútsýni yfir brúnna með borgina í bakgrunninn. Það er víst stórvandamál að fólk er alltaf að henda sér fram af brúnni. Brúin er 120 metra yfir sjónum (2x Hallgrímskirkja) og sundið er 2km breytt, sem þýðir að ef svo ólíklega vill til að þú lifir fallið af þá er ekki séns að þú getir synt í land. Það eru símar með svona vina-línu út um allt á brúnni, frekar creepy, við vorum auðvitað búnar að taka mynd af síma og meðfylgjandi skilti en Sejin fannst það ekki alveg nóg og vildi að ég tæki mynd af henni í símanum, áður en ég gat stoppað hana var hún búin að taka upp tólið og rétta mér myndavélina, ég sá auðvitað strax að það var engin takki á símanum sem auðvitað þýðir að þegar þú tekur tólið upp þá ertu komin í samband eitthvað. Ég veit ekki fyrr en Sejin hálf hendir frá sér símanum og stekkur nokkur skref í burtu með skelfingarsvip. Það sagði einhver víst "Halló" í símann ... döhhhh.

Fórum til Sausalito sem er bær á hinum enda brúarinnar, borðuðum þar hádegismat niðri við sjóinn með rosa útsýni yfir flóann og borgina. Skoðuðum Fisherman's Wharf sem er svæði niðri við höfnina og Pier 39 sem er svona ekta túristasvæði, fullt af litlum búðum og matsölustöðum. Fórum niðrí bæ þar sem að Union Square er og þar ganga cable cars upp og niður brekkurnar, rosa spes að keyra í þessari borg, sumar göturnar eru svo brattar að maður þorir varla að bremsa vegna þess að bílinn gæti bara steypst í kollhnís framfyrir sig. Strolluðum fram og til baka í Chinatown og versluðum soldið þar, enduðum svo á að borða japanskan mat þar um kvöldið, fórum í Japantown deginum eftir í hádegismat og enduðum á því að rölta inn á Korenskan stað þar ... soldið confused í mataræði. Borgin í heild minnir mig bæði á Evrópu og Kanada, hún var full af haustlitum og svipuðum gróðri og heima, það voru nú jafnvel 1-2 götur sem minntu mig á Reykjavík ... frekar skrítið.

Héldum af stað suður á föstudeginum, keyrðum í gegnum fullt af bæjum sem liggja alveg upp að SF og stoppuðum í Palo Alto að skoða Stanford University .... og váááááááá ... ekki hægt annað en að fyllast hreinlega lotningu að koma þangað. Campus er örugglega á stærð við hálfan Garðabæ, endalausir skógar og útivistarsvæði (svona verndað umhverfi híhíhíhí) og byggingarnar alveg rosa fallegar. Sá alveg allar stereótýpurnar í þessu stutta stoppi þarna, mjög fyndið. Það var 1) með bækurnar í fanginu, labba frekar hratt, með hausinn niður "mikið að gera mikið að gera verða að standa mig" týpan, 2) spígsporandi í stórum útskeifum skrefum með nefið upp í loft "I am better than the rest of you maggots, I go to Stanford" og svo var það asíustúdentinn sem var með mömmu og pabba í heimsókn yfir Thanksgiving og verið að taka myndir af stúdentinum fyrir framan allar flottu byggingarnar, allir að springa úr stolti.

Vorum í Santa Cruz síðustu nóttina, skelltum okkur á pöbbinn og spiluðum pool fram á nótt og vöknuðum svo eldsnemma til að ná að fara í skoðunarferð áður en við héldum heim. Fórum að skoða 17-mile road sem er á Pebble beach þar sem US Open hefur víst oft verið haldið. Sejin var alveg að missa sig yfir fegurðinni þarna, þetta voru svona klettastrendur og svo öðru hvoru kom alda sem var nógu stór til að það kom smá svona hvítt fruss ... össsssss ... við eigum nú flottari staði á íslandi ... ekki spurning. Enduðum svo í Carmel sem er dubbaður fallegasti bær í USA, Clint Eastwood var(er?) bæjarstjóri þar. Minnti mig solidð á Fífuhvamminn í Kópavogi, mikill gróður í görðunum, nema þarna eru húsin frekar lítil og rosa fallegur arkítektúr, mikið svona fancy fancy í gangi, bogagluggar og það allt saman .... allt voða sætt.

Lögðum af stað heim með góðan tíma til stefnu, til að eiga inni fyrir umferðarteppum og þess háttar. Stoppuðum reyndar í smá stund í Santa Barbara á leiðinni til að taka bensín og mig langaði að keyra í gegnum campus þar til að sjá. Stoppaði sko ekki lengi, enda enganvegin hægt að sjá skólann í réttu ljósi eftir að hafa verið í Stanford deginum áður :/. Lentum svo í þessari svaka umferðarteppu meirihluta leiðarinnar heim og kom á bílaleiguna að skipta um bíl 18:11, átti semsagt að vera komin fyrir 18:15 allt skv. plani 8-Þ

Er að setja inn myndir, læt vita þegar þær eru allar komnar inn.

3 Comments:

At 2:22 AM, Anonymous Anonymous said...

þetta hefur verið æðisleg ferð! Hlakka mikið til að sjá myndirnar. ég er í þessum skrifuðu orðum að fara yfir glósurnar mínar í síðasta skipti fyrir mitt fyrsta háskóla lokapróf!!! :/ væri nu ekkert á móti því að hafa þig háskóla dúxinn minn hér fyrir moral support, en maður fær víst ekki alltaf það sem maður vill... eða það segir mamma mín að minnsta kosti.....

 
At 9:14 AM, Blogger Guðný said...

*knús* sæta og gangi þér rosa vel. Ég skal alveg vera með þér þarna í anda :)

 
At 1:43 AM, Blogger RaGGý og InGa said...

vá .. algjört ævintýri :)))) Góða lýsingarnar hjá þér svo mér fannst ég hefði bara farið í þessa ferð með ykkur! :)
Hlakka til að sjá myndir (stelst í það á eftir þegar allar fara í kaffi híhí)

Vinkona þín hljómar sem ansi skemmtilegur karakter .. brúar-atriðið nett fyndið :)

 

Post a Comment

<< Home