Greatest Expectations

Saturday, December 02, 2006

Long Beach og megaskammtar

Átti mjög góðan dag í dag, fór í morgun í einka Pilates tíma ... sem var bara skemmtilegt. Viktoría sem ég leigi hjá er að læra að verða Pilates instructor og ég var fórnarlamb hjá henni í dag. Skólinn hennar er í Long Beach sem er ca 30 mín akstur á hraðbrautinni í suður. Veðrið var æði, örugglega hátt í 25°, sumarið gefst bara ekki upp hérna :). Ég var aðeins búin að kíkja á netið í gær til að sjá hvort það væri eitthvað sem ég vildi sjá í Long Beach og komst að því að þar er stærsti wifi hotspot í heimi ... varð auðvitað að fá að upplifa það, þannig að ég tók tölvuna með mér of fór á eigin bíl. Þegar tíminn var búinn þá keyrði ég niðrí miðbæ og fann mér lítinn sætann mexíkanskan stað með stólum úti og þar sat ég og borðaði hádegismat og surfaði netið. Var reyndar að vinna í skýrslu um það sem ég er búin að vera að gera hjá ICT til að ég fái nú kannski einhverjar einingar í sarpinn þegar ég kem heim :D
Þegar ég settist niður á mexíkanska staðnum var strax komið með körfu af nachos handa mér þannig að ég ákvað nú að fara bara létt í þetta og pantaði mér bara appetizer, stóð ekkert á matseðlinum "for a whole family" eða neitt svoleiðis, en ég fékk semsagt stærstu quesadilla sem ég hef séð, hún var pottþétt rúmir 2cm á þykkt og svo var hún bara á stærð við tölvuna mína, meira að segja kókglasið lítur út fyrir að vera tiny við hliðina á þessu monsteri, sem btw kom á fati en ekki diski :S. Nachosið bak við kókglasið er sko í svona tomma-hamborgara körfu en lítur út fyrir að vera tiny eins og kókið.

Ég át restina í kvöldmatinn og ég er að springa núna og ég var líka að springa í hádeginu, þetta er nottla ekki fyndið, orðin slagsmál á milli bumbunnar og buxnastrengsins :/.

Ég fór líka og skoðaði Queen Mary sem liggur held ég permanently við bryggju þarna. Setti inn nokkrar myndir :) Keyrði svo Coastal Highway heim í staðin fyrir að taka hraðbrautina og keyrði þá í gegnum Hermosa Beach, Manhattan Beach og Redondo Beach. Ég veit ekki af hverju ég er alltaf að keyra einhverjar svona skoðunarferðir því að þar sem að ég er bílstjórinn sé ég ekkert nema veginn fyrir framan mig :S

Fór á fimmtudaginn með vinnufélögunum á Tony P's sem er sportsbar rétt hjá vinnunni, var auðvitað endalaust skemmtilegt. Mig langaði eitthvað svo mikið í Pina Colada þannig að það var ekki um annað að velja og þar fékk ég líka stærsta glas sem ég hef séð á ævinni, minnti held ég soldið á 5$ shake úr Pulp Fiction ef ekki bara stærri. Var að reyna að ná hlutföllunum með því að troða hendinni inn á myndina. Hlutföllin sjást samt kannski best ef horft er á tómatsósuflöskuna í bakgrunninum híhíhíh .... algjört monster.
Pöntuðum okkur þar nachos með osti og kjúklingi og eitthvað og fengum heilt fat, stóð reyndar á matseðlinum "to share" og það var sko orð að sönnu, við vorum 4 vel södd eftir það.
Ég er orðin mjög hlynt því að fara á pöbbinn á fimmtudögum, ég sver það helgin bara jafnvel virðist lengri, ég er búin að vera með svona sunnudags fíling í allan dag en varð svo alltaf (gullfiskaminni) jafn glöð þegar ég fatta að það er bara laugardagur í dag.

3 Comments:

At 12:47 AM, Blogger RaGGý og InGa said...

jeminnn já stærðarhlutföllinn í henni Ameríku eru e-ð pínu öðruvísi en hjá flestum öðrum :D

 
At 5:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Ohh það gleður mig svo að sjá þig með rautt naglalakk... alveg eins og systan þín hér heima!!! hugsa sér guðni hefur bara séð mig 3var sinnum EKKI með rauðar neglur!!!
Ma og pa voru að koma heim frá amerikunni, eru ennþá sofandi og ætla að sofa til kl 2 þannig að eg bíð spennt eftir að Frú mútta komi upp og fari að taka uppúr töskunum!!:)
Sakna þin svooo mikið! Aðeins 3 próf eftir, 8 dagar í jólafrí, 9 dagar í vinnulífið, 17 dagar í þig og 21 dagur í JÓLIN!!!!! AHHHHH get ekki beðið! Lífið er yndislegt

 
At 11:10 PM, Blogger Guðný said...

R&I
Já, enda var ég mjög hrifin af tillögunni hennar Ingu með að setja í þann gírinn að safna kílóum, ekkert mál hér í USA.
Lauga
Hugsa til þín ennþá meira en venjulega með þetta rauða naglalakk :)

 

Post a Comment

<< Home