Greatest Expectations

Wednesday, November 29, 2006

Búðarævintýri

ok ... snillingurinn ég þurfti aðeins að föndra smá. Fína, flotta, nördalega lyklaborðið mitt var ekki alveg að virka sem skyldi þannig að ég ákvað að það væri miklu betra að líma tappa á lyklana aftaná þá væri þetta allt auðveldara ... Fann þessa fínu mynd á netinu ... einhver búin að gera soleis sko.... þannig að ég fór í "Home Depot" sem er svona Byko búð nema allavega 4x stærri. Þegar ég var búin að vafra þar um í smá tíma (fullt af sniðugum hlutum í hillunum) þá spurði mig einhver hvort hann gæti aðstoðað, "Yes I am looking for rubber stoppers", ég var semsagt komin í gang 4 þegar ég var spurð. Einmitt ... ég var send í gang 21, þar væri svoleiðis. Fann fullt af hurðastoppurum en enga eins plain og þessa á myndinni þannig að ég byrja að traila gangana fram og aftur á leiðinni frá hinum endanum og til baka. Hitti sama gaurinn auðvitað 4 - 5 göngum seinna og hann vildi aðvitað endilega vita hvernig þetta hefði gengið ... ég sagðist ekki hafa fundið það sem ég væri að leita að. Hann fór með mig aftur í gang 21 og fór að týna allskonar hurðastoppara út hillunum, how about this one, how about this one .... rosa hjálpsamir hérna. "See ... this one has a spring {goooiiinnnggg}, how about this one", þannig að ég sá mig tilneydda til að segja honum að ég ætlaði sko eiginlega ekkert að nota hurðastopparann á hurð, hann varð mjög forvitinn og vildi vita hvað ég ætlaði þá að nota þá í ... og ég var ekkert á leiðinni að draga lyklaborðið upp úr veskinu og sýna honum hvað ég var að spá. "Just a project I'm working on ... hehe" en ég gat samt sagt honum hvernig ég vildi að þeir litu út, "já svona eins og fremsti hlutinn af þessum hér" ... og við fórum í aðra hillu þar sem voru allskonar svona gúmí og plast stykki til hinna ýmsu nota ... ég lofaði honum að ég væri núna kominn á réttan stað og þakkaði kærlega fyrir hjálpina ... var alveg búin að sjá fyrir mér að hann fær að opna allar milljón skúffurnar sem ég stóð fyrir fram ... "ho'bout this", "ho'bout this". Fann reyndar plasttappa sem voru samt holir að innan sem ég ákvað að kaupa og sjá hvernig mundu virka. Fann svo lím ca 5 göngum framar (já fram og aftur fram og aftur ... mér finnst bara eitthvað heillandi við búðir með svona allskonar dóti) Á þessum tímapunkti þá átti ég nú bara eftir 3-4 ganga af þessum 25 sem voru þarna þannig að ég ákvað bara að skoða þá líka og endaði á að finna miklu betri stykki á lyklaborðið mitt í rafmagnsdótinu ... þannig að 2 tímum seinna og 5$ fátækari (híhí geri aðrir betur í 2ja tíma shopping) labbaði ég út úr Home Depot og fór heim að föndra og wualla ... ég er mjög ánægð með árangur erfiðisins. Búin að breyta ómögulegu tökkunum 4 fyrir hvorn vísifingur í einn takka og rugg-takkarnir eru líka miklu auðveldari núna en áður.



Græjan bara orðin nokkuð nothæf og ég komin UPP Í 8 orð á mínútu !!!!! :-S

Tuesday, November 28, 2006

Myndir

Búin að setja inn myndir frá San Francisco og Venice beach ... enjoy!

Monday, November 27, 2006

San Francisco - ferðasagan

Jæja ... komin heil og höldnu úr þessu stórferðalagi. San Francisco var auðvitað æði og verð ég nú bara að segja að þessi ferð er búin að stórbreyta viðhofi mínu til Californíu og Los Angeles. Los Angeles er stórt og skítugt skrímsli í samanburði við San Francisco, ég er reyndar á þeirri skoðun að suður og norður California eigi að vera sitthvort fylkið, hvað er málið með það að keyra í 8 tíma og komast ekki einu sinni út úr fylkinu? En já hérna kemur ferðasagan í ekki svo stuttu máli .....

Við semsagt lögðum af stað rúmlega 11, má segja að við höfum verið búnar með bensínstopp og starbucks stopp og verið á leiðinni út úr bænum ca 11:30. Reyndar soldið fyrndið að vera svo í 2 tíma á leiðinni út úr bænum, heima er það bara 5 mín og þá er maður komin upp í Ártúnsbrekku og þá er maður eiginlega kominn út úr bænum. Allavega já á leiðinni út úr bænum ... tókum 405 sem er skv. sjónvarpinu versti freeway í USA hvað umferð varðar, gekk rosa fínt til að byrja með en nákvæmlega á slaginu 12 var umferðarteppa, síðan bara mjökuðumst við á 20 km hraða út úr bænum og vorum semsagt í 2 tíma að keyra sama vegaspotta og við keyrðum á 30 mín þegar við fórum í magic mountain. Umferðin var reyndar alveg fín eftir það, heyrði í útvarpinu að 32 milljón manns setjast undir stýri og keyra eitthvað á Thankgiving ... djísus kræst.

Sáum alls konar víntré og appelsínur á leiðinni, keyrðum semsagt í gengum mikil ræktunarhéruð á leiðinni, tókum nú reyndar fljótari-ljótari leiðina uppeftir og þessvegna var það mest spennandi sem við sáum víntré og appelsínur. Lentum reyndar í því að allt í einu kom þessi rosalega ógeðslega viðbjóðslega stækja, við skildum ekkert hvað var að gerast ... ógeðsleg lykt, ca 5 mín seinna erum við hreinlega að keyra í gegnum úti-fjós, tók ca 5 mín að keyra í gegn á 100 km hraða og beljur eins langt og augað eigði í allar áttir, ekki stingandi strá neinsstaðar, reyndar svona net yfir öllu til að skýla greyunum frá sólinni en ég verð nú að segja að ég missti alveg matarlystina á kjöti í nokkra klukkutíma. Ég segi nú bara hvað með free roaming og green pastures? Ógeð. Svona eftirá þá gæti alveg verið að þetta hafi verið biðstofan í sláturhúsið sem við keyrðum í gengum .... oj.

Við semsagt komum til SF um ca 7 leitið um kvöld og ég hef aldrei "upplifað" borg eins sterkt eins og þarna. Að koma keyrandi inn í borgina þá fann ég allskonar tilfinningar frá borginni. Ég verð nú að viðurkenna að mér hefur alltaf fundist frekar asnalegt þegar fólk talar um að borgir séu hitt og þetta en ég semsagt dreg það hér allt saman til baka og langar bara að segja að San Francisco er bjartsýn, glöð, hlý og fersk borg :-S ... og þetta upplifið ég allt þrátt fyrir að vera að keyra inn í borgina eftir myrkur. Við gistum á litlu sætu "Inn", hef að sjálfsögðu verið mest í 5 stjörnu flokknum hingað til, hef semsagt bara verið vafin í bómul allt mitt líf eins og einhver orðaði það einhvertímann ;) Eftir mikil rannsóknarstörf á netinu ákvað ég að prófa 2 stjörnu hótel sem fékk mjög háa einkunn í reviews frá fólki. Var pínu lítið stressuð þegar ég keyrði að og sá blikkandi "Motel" utaná hótelinu mínu ... ooops ... ok þá 'check' ég hef gist á Motel.

Fórum út að borða og fundum liquor store og keyptum okkur rauðvínsflösku til að fara með upp á hótel (mótel já ok). Sejin tókst held ég að vera rænd í liquore store, dró upp peningana sína, fletti í gegnum þá alla til að finna rétta seðilinn til að borga með og stakk svo peningunum í vasann. Tek það fram að það var slatti af skuggalegu liði í og í kringum liquor store, án þess að við værum eitthvað í skuggalegu hverfi. Ég var alveg að fíla mig eins og mamma þarna á tímabili að setja henni lífsreglurnar þegar við komum út í bíl. Ekki veifa peningum, ekki hafa peninga í vösunum, passa veskið sitt. Hún var rosa hissa á þessu öllu saman .... ha getur maður verið rændur ???? stakk svo hendinni í vasann og ooops peningarnir farnir og hún 40$ fátækari.

Eyddum næstu 2 dögum í skoðunarferðir í SF, sáum, keyrðum yfir og gengum yfir Golden Gate brúnna, fórum svo upp á hæð þarna rétt hjá þar sem er svaka myndatökuútsýni yfir brúnna með borgina í bakgrunninn. Það er víst stórvandamál að fólk er alltaf að henda sér fram af brúnni. Brúin er 120 metra yfir sjónum (2x Hallgrímskirkja) og sundið er 2km breytt, sem þýðir að ef svo ólíklega vill til að þú lifir fallið af þá er ekki séns að þú getir synt í land. Það eru símar með svona vina-línu út um allt á brúnni, frekar creepy, við vorum auðvitað búnar að taka mynd af síma og meðfylgjandi skilti en Sejin fannst það ekki alveg nóg og vildi að ég tæki mynd af henni í símanum, áður en ég gat stoppað hana var hún búin að taka upp tólið og rétta mér myndavélina, ég sá auðvitað strax að það var engin takki á símanum sem auðvitað þýðir að þegar þú tekur tólið upp þá ertu komin í samband eitthvað. Ég veit ekki fyrr en Sejin hálf hendir frá sér símanum og stekkur nokkur skref í burtu með skelfingarsvip. Það sagði einhver víst "Halló" í símann ... döhhhh.

Fórum til Sausalito sem er bær á hinum enda brúarinnar, borðuðum þar hádegismat niðri við sjóinn með rosa útsýni yfir flóann og borgina. Skoðuðum Fisherman's Wharf sem er svæði niðri við höfnina og Pier 39 sem er svona ekta túristasvæði, fullt af litlum búðum og matsölustöðum. Fórum niðrí bæ þar sem að Union Square er og þar ganga cable cars upp og niður brekkurnar, rosa spes að keyra í þessari borg, sumar göturnar eru svo brattar að maður þorir varla að bremsa vegna þess að bílinn gæti bara steypst í kollhnís framfyrir sig. Strolluðum fram og til baka í Chinatown og versluðum soldið þar, enduðum svo á að borða japanskan mat þar um kvöldið, fórum í Japantown deginum eftir í hádegismat og enduðum á því að rölta inn á Korenskan stað þar ... soldið confused í mataræði. Borgin í heild minnir mig bæði á Evrópu og Kanada, hún var full af haustlitum og svipuðum gróðri og heima, það voru nú jafnvel 1-2 götur sem minntu mig á Reykjavík ... frekar skrítið.

Héldum af stað suður á föstudeginum, keyrðum í gegnum fullt af bæjum sem liggja alveg upp að SF og stoppuðum í Palo Alto að skoða Stanford University .... og váááááááá ... ekki hægt annað en að fyllast hreinlega lotningu að koma þangað. Campus er örugglega á stærð við hálfan Garðabæ, endalausir skógar og útivistarsvæði (svona verndað umhverfi híhíhíhí) og byggingarnar alveg rosa fallegar. Sá alveg allar stereótýpurnar í þessu stutta stoppi þarna, mjög fyndið. Það var 1) með bækurnar í fanginu, labba frekar hratt, með hausinn niður "mikið að gera mikið að gera verða að standa mig" týpan, 2) spígsporandi í stórum útskeifum skrefum með nefið upp í loft "I am better than the rest of you maggots, I go to Stanford" og svo var það asíustúdentinn sem var með mömmu og pabba í heimsókn yfir Thanksgiving og verið að taka myndir af stúdentinum fyrir framan allar flottu byggingarnar, allir að springa úr stolti.

Vorum í Santa Cruz síðustu nóttina, skelltum okkur á pöbbinn og spiluðum pool fram á nótt og vöknuðum svo eldsnemma til að ná að fara í skoðunarferð áður en við héldum heim. Fórum að skoða 17-mile road sem er á Pebble beach þar sem US Open hefur víst oft verið haldið. Sejin var alveg að missa sig yfir fegurðinni þarna, þetta voru svona klettastrendur og svo öðru hvoru kom alda sem var nógu stór til að það kom smá svona hvítt fruss ... össsssss ... við eigum nú flottari staði á íslandi ... ekki spurning. Enduðum svo í Carmel sem er dubbaður fallegasti bær í USA, Clint Eastwood var(er?) bæjarstjóri þar. Minnti mig solidð á Fífuhvamminn í Kópavogi, mikill gróður í görðunum, nema þarna eru húsin frekar lítil og rosa fallegur arkítektúr, mikið svona fancy fancy í gangi, bogagluggar og það allt saman .... allt voða sætt.

Lögðum af stað heim með góðan tíma til stefnu, til að eiga inni fyrir umferðarteppum og þess háttar. Stoppuðum reyndar í smá stund í Santa Barbara á leiðinni til að taka bensín og mig langaði að keyra í gegnum campus þar til að sjá. Stoppaði sko ekki lengi, enda enganvegin hægt að sjá skólann í réttu ljósi eftir að hafa verið í Stanford deginum áður :/. Lentum svo í þessari svaka umferðarteppu meirihluta leiðarinnar heim og kom á bílaleiguna að skipta um bíl 18:11, átti semsagt að vera komin fyrir 18:15 allt skv. plani 8-Þ

Er að setja inn myndir, læt vita þegar þær eru allar komnar inn.

Wednesday, November 22, 2006

SF

If you are going to San Francisco
be sure to wear some flowers in your hair ...

Jamm, ég ætla sko að kaupa blóm á morgun. Við ætluðum að leggja í hann um hádegi, ég og Sejin, en þar sem að vinnan er búin að gefa frí frá hádegi þá er ég núna að spá í að leggja af stað um 11 leitið, ekki hægt annað en að skrópa smá!! Komast úr úr borginni fyrir hádegismat, stoppa einhverstaðar og borða á leyfa umferðinni að ná okkur ... híhíhíhí.

Við erum búnar að panta okkur hótel í miðborg SF í 2 nætur, rétt hjá Union Square og Chinatown, síðan þurfum við auðvita líka að skoða Golden Gate og Fisherman's Wharf, Cable Cars og Alkatraz. SF er víst alveg æði, svo margt að skoða, miklu skemmtilegri en LA víst. Það er spurning um að pakka hleðslutækinu og 2GB kortinu með myndavélinni. Spurning hvort við förum í túrinn út í Alkatraz ... hmmmm .... eða látum það bara eiga sig.

Ég var reyndar soddan asni þegar ég pantaði bílaleigubílinn að ég skoðaði ekkert hvort að einhverjar helgar væru spes þannig að ég þarf að skipta um bíl á laugardaginn ... fyrir klukkan 18:15 ... for helvede!! ... sem er eiginlega ástæðan fyrir því að við ætlum snemma á morgun af stað. Þetta er ca 6,5 tíma keyrsla eftir hraðbrautinni norður, ekkert merkilegt að skoða á leiðinni, hins vegar ætlum við að taka strandleiðina til baka og það er víst miklu fallegra. Á föstudagskvöldið ætlum við að halda af stað til baka og gista í Santa Cruz á föstudagskvöld, þar ætlum við að hitta fólk úr vinnunni og fara á eitthvað djamm, munar líka miklu að vera búnar að keyra 1,5 tíma til baka á föstudeginum. Nálægt Santa Cruz eru svo rosa mikið af fallegum stöðum, þar er 17-mile road sem er víst fallegast strandleið ever, ég er nú viss um að ég á eftir að vera alveg "já þetta minnir mig óneitanlega á að keyra austfirðina" ;) Þar er líka Big Sur sem ég á að skoða en veit ekki ennþá hvað er, Carmel er víst voða fallegur bær sem er þarna og eitthvað fleira merkilegt. Þetta á eftir að vera alveg ógissla gaman ... með blóm í hárinu.

Monday, November 20, 2006

Update

Þessi gula elska sem býr í básnum mínum er Yellow sac spider og ber ábyrgð á flestum köngurlóarbitum hér um slóðir ... just thought you might like to know :S ... já og hún hefur 8 augu ... ojjjjjjjj

Wednesday, November 15, 2006

Oj Könguló

jedúddamía ... haldiði ekki bara að ég haldi að ég hafi komið með könguló með mér í vinnuna úr matartímanum. Ég er ekki alveg búin að gera upp við mig hvort að mér finnist ógeðslegra að það sé könguló einhversstaðar inn í cubiclnum mínum eða hvort að líklegasta skýringin sé að hún hafi komið með mér úr mat .... ojojojojojojoj. Fórum í hádeginu á þennan æðislega ítalska stað og sátum úti. Fórum 20 saman í "tilefni" þess að einn er að hætta ... mjög gaman allt saman en ég semsagt setti veskið mitt á jörðina við hliðina á stólnum mínum. Svo sit ég hérna um 3 leitið í rólegheitum í mínum cubicle kemur ekki þessi líka stóra könguló labbandi ofaná cubiclnum mínum og skaust inn á milli einhversstaðar .... helv.#$% ógeðið á henni ... stór og GUL ... og ég er upp á 4 hæð í byggingu með óoppnanlegum gluggum ... hmmmm. Allavega þá er ég með frekar mikla klígju yfir þessu öllu saman og langaði bara að deila þessu með ykkur ..... ojojojojojoj.

Tuesday, November 14, 2006

Minn flókni flókni heili

Komin með frunsu ... djöh ... hélt að maður fengi bara solleis í árstíðaskipum á íslandi ... en nei nei, það er víst ekki. Fann í hádeginu að funsan var að byrja ... og það er alls ekki þannig að hún sjáist eitthvað ennþá, bara fann fyrir henni. Ég ákvað því auðvitað að labba út í apótek eftir mat til að sjá hvort ég fengi ekki frunsukrem. Á leiðinni þangað allt í einu fattaði ég að ég vissi ekki hvernig maður segir frunsa á ensku .... eða mundi það ekki, hvort sem er nú réttara :-? ... anyways ... á leiðinni út í búð var ég semsagt búin að fara yfir það hvernig þetta samtal gæti verið. "Yes there is something on my lip, I know you cannot see it but it will definately be there tomorrow and I want some cream to kill it." ... "It´s the kind of thing that once you have it you never get rid of it, and then it always comes back and when you cannot see it it's sleeping" ... allar þessar útskýringar sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina ... var jafnvel að spá í að nota "Got any fruns-cream" ... vissi svosem að það mundi ekki ganga en það flaug í gegnum hausinn á mér þarna á leiðinni, það sem maður getur ekki skemmt sjálfum sér með svona einn á labbi. Hef nú reyndar einhverntímann heyrt að frunsuvírusinn sér skyldur herpes-vírusnum en var algjörlega búin að ákveða það að labba út úr búðinni funsukremslaus áður en ég færi út í að skýra út að ég væri með eitthvað sem væri skylt herpes á vörinni sem ég bara vissi ekki hvað héti á ensku en vær samt ekki herpes sko, en ég þyrfti samt eitthvað krem við því.
Svo stend ég þarna í apótekinu tilbúin með allar lýsingarnar mínar, konan snýr sér að mér og spyr hvort hún geti hjálpað og upp úr mér kemur "Do you have any cream for cold-sore" ... og hvernig í andsk... ég vissi/mundi þetta þarna nákvæmlega on the spot er bara beyond me, en góð tímasetning ... segi ekki annað ... og jájá ég get alveg forritað greind þó ég skilji ekki mína eingin baun :-S.

Monday, November 13, 2006

Smá update

Venice Beach Drum Circle ... fann þetta með auðveldri leit á alnetinu, þetta er það sem ég rakst á í gær ... og er alla sunnudaga á ströndinni.

Sunday, November 12, 2006

Yndislegur sunnudagur

Fór niðrá stönd á línuskauta í dag ... og mér reiknast til að ég hafi skautað einhverja 30+ kílómetra. Lagði bílnum við Santa Monica Pier og skautaði alla leið niðrí Marina Del Rey. Fullt að gerast á leiðinni, ég hef semsagt farið á ströndina í Venice og svo í Santa Monica en þar á milli er greinilega allt stuðið. Það var auðvitað endalaust mikið af fólki á skautum, brettum og hjólum, hjólastígurinn er basically á ströndinni, sandur á báða kanta sumstaðar og hann kræklast svona í kringum hin ýmsu minni útivistarsvæði sem eru þarna á leiðinni. Strandgatan er svo þarna rétt fyrir ofan og þar voru endalaust mikið af sölubásum og gangandi fólki út um allt. Ég bara hélt áfram að skauta þangað til ég komst ekki lengra (nema út í sjó) og þá hélt ég til baka sömu leið. Veðrið var auðvitað yndislegt og það er örugglega veðrið sem ég á eftir að sakna mest af öllu héðan. Á leiðinni til baka þá var sólin að setjast og himininn eldrauður ... mjög fallegt. Lenti svo í mjög óvænt í strandapartýi ... veit ekki alveg hvað var að gerast eða hversu oft þetta gerist en allt í einu heyrði ég svaka trommuslátt og það var fullt af fólki í hrúgu niðrá strönd, ég bara gat ekki annað en tekið af mér skautana og tékkað á þessu. Þarna voru samankomin örugglega 300 manns og þar af voru 100 þeirra með einhverskonar trommur eða önnur hljóðfæri, dósir eða bara hvaðeina sem var hægt að berja á ... og svo var bara svona tribal stemming ... og fullt af fólki að missa sig í villtum dansi við drumbusláttinn. Ég var auðvitað ekki með myndavélina með mér en ég fór aftur þangað þegar ég var búin að skauta til baka í bílinn og tók nokkrar myndir ... en þá var reyndar komið myrkur. Smellið á myndina til að heyra stemminguna.

Six Flags Magic Mountain

Var að koma heim úr brjáluðum rússíbanagarði ... við erum að tala um Busch Gardens á sterum!!! Fór í 2 nýjar tegundir af rússíbönum og það hefur sko ekki gerst í sama garðinum í þokkalega mörg ár. Fór í heildina í einhverja 8 rússíbana í dag ... og þá er ég sko að tala um "the real thing" ... fór bara í þessa stóru, og stóð í biðröð í klukkutíma fyrir hvern einn og einasta og sé sko ekki eftir neinni biðinni. Fór í rússíbana sem heitir Tatsu, þetta er rússíbani þar sem vagninn er undir teinunum en ekki nóg með það heldur þá er maður í stellingu ekkert ósvipað og í svifdreka, maginn snýr niður, síðan brunar maður upp og niður, á hvolf og í lúppur og skrúfur, head first og vangefnum hraða .... og ég mæli með virtual tour ... GEÐVEIKT!!! Sætu systur mínar, ímyndið ykkur Dueling Dragons þar sem að áður en maður fer af stað þá eru lappirnar á manni klemmdar fastar við stólinn og svo er neðri parturinn af stólnum hífður afturábak þangað til maður snýr með andlitið niður og já svo er hann álíka hár og Hulk.
Síðan fór ég í standandi rússíbana sem fór í endalaust af lúppum ... maður hafði sæti sambærilegt við mjóan hjólahnakk sem var nú frekar til þess að maður gæti ekki kiknað í hnjánum og þannig farið sér að voða, rosalegt alveg að standa og fara í allar þessar lúppur.
Ég er hreint alveg veðurbarin eftir daginn ... með sælubros á vör - ennþá ... og alveg eftir mig eftir overdose af adrenalíni í dag.

Thursday, November 09, 2006

Fimmtudagur

Hæja .... iggibaraalllllirístuði?????
Nei nei smá djók .. ég er ekki alveg komin ÞANGAÐ ennþá en kannski svona hálfnuð. Ég fór með fólki úr vinnunni á pöbbinn eftir vinnu, ekki sama crowd og fer á föstudögum en mér var alveg sama ... I'm always game. Fékk reyndar eitthvað að heyra það að það hefði nú ekki tekið mikið effort að sannfæra mig en ég auðvitað bara svarað á móti að ég væri íslendingur og það þyrfti aldrei mikla sannfæringu til að fá okkur á barinn :) Stóru tíðindin eru hins vegar þau að fyrst að allir voru að panta sér margaritas þá bara ákvað ég að gera það líka og sjá hvort að líkaminn mundi ennþá muna eftir tequila ... sem betur fer þá er síðasta tequila minning greinilega að fölna í forrtíðina og það er þá allavega komið í ljós að tíminn læknar einhver sár .... segi nú ekkert um öll ... en einhver. Veit ekki hvort að Lovísa er að lesa en hún man örugglega (eða öhöömmm kannski ekki) eftir því þegar ég(við) drakk tequila síðast sem var víst í einhverri keppni niðrá Duus-hús fyrir góðum 10 árum síðan ... og í rosa langan tíma á eftir (obbbbbosssla mörg ár) þá neitaði líkami minn að hlýða mér í að kyngja einhverju sem hafði minnsta vott af tequila .. eins og þeir muna sem voru með mér í útskrifarferð í Mexico.

Allavega glad to say ... I´m healed ... hip hip húrra fyrir tequila ... swing.barabarabarabarabarabarabara.swing.bara

Wednesday, November 08, 2006

Afmælisbarn dagsins

Harpa frænka á afmæli í dag ... til hamingju með daginn frænka !!! Vonandi er ekki allt of kalt á Akureyri í dag.

Monday, November 06, 2006

Öll mín mörgu nöfn í ameríkunni

Ég semsagt fékk þá spurningu frá skólafélögunum áður en ég fór út "og hvað ætlaru svo að heita?" ... ég er auðvitað löngu búin að gefast upp á því að heita Ragna í enskumælandi landi og Guðný gengur eiginlega ekki heldur þannig að ég svaraði "Guni" það gæti alveg gengið :-S ... einmitt. Í vinnunni sjá auðvitað allir hvernig nafnið mitt er skrifað og þar af leiðandi gengur Guni ekki, mér var nú líka bent á það að það væri kannski ekki svo sniðugt ... soldið sætt en tja samt ... muniði eftir myndinni The Goonies ... einmitt og þegar ég segi nafnið mitt Guni (Goony) þá hljómar það víst eins ... og það þýðir semsagt prakkari eða eitthvað álíka ... frábært!. Kaninn er rosa gjarn á að troða n-inu framfyrir d-ið og þá er ég Gúndí sem mér finnst ekki sniðugt ... búin að reyna mikið að leiðrétta það. Einn vinur minn hérna á neðstu hæðinni segist alveg vera búin að "figure it out" og kallar mig bara G (Gee). Svo á ég líka indiánanafn sem ég kann ágætlega við sem er "Good Knee", það er ekki Sitting Bull eða eitthvað SVO awsome, en skárra en Bad Knee samt ... og ég sem hef alltaf haldið því fram að maður verði soldið multiple personalities af því hafa verið skírður 2 nöfnum :-/

Sunday, November 05, 2006

Veikindi

Grunar að ég hafi kannski verið aðeins of fáklædd á Halloween. Ég er allavega búin að liggja í kvefpest og hita síðustu daga ... held svona í hindsight að það hafi ekki verið góð hugmynd að drekka í sig hita þarna um kvöldið ... skammgóður vermir greinilega. Síðan á fimmtudag er búin að horfa á 8 þætti af Prison Break, alla seríuna af Commander In Chief, eitthvað af Brothers and Sisters, 2-3 bíómyndir og slatta af sjónvarpi. Man bara ekki eftir því hvenær ég lagðist síðast í rúmið í veikindum ... en verð alveg að viðurkenna að þetta var frekar notalegt. Búin að vera rosa góð við sjálfa mig ... sá fram á það að það mundi enginn annar vera góður við mig, vandinn við það að vera veik alein í útlöndum ... þannig að ég bara sá um það sjálf pantaði mér allskonar mat heim sem mig langaði í, USA er bara frekar góður staður til að vera aleinn heima veikur. Hámark letinnar var held ég á föstudaginn þegar mig langaði að horfa á dót sem var á DVD disk hinu megin í herberginu og ég bara valdi mér eitthvað annað að horfa á í staðin fyrir að standa upp .... djís. Allavega ... er öll að batna og ætla að mæta galvösk í vinnuna á morgun ... var rétt áðan að kíkja út í fyrsta skipti síðan á miðvikudag og mér til mikillar gleði þá er heimurinn ennþá þarna úti og bíllinn minn á sínum stað neðar í götunni ... hjúkket.

Thursday, November 02, 2006

Halloweeeeeeeen

Mætti á þriðjudagsmorgun með búning í poka í vinnuna, var búin að heyra eitthvað af þv´iað að væri eitthvað búningadæmi í vinnunni en ætlaði sko ekki að láta eitthvað plata mig í að vera eina manneskjan í búning ... þannig að já búningurinn með í poka. Kom svo auðvitað í ljós að það var búningakeppni og sprell í hádeginu á 5tu hæð og lenti ég í 3ja sæti og fékk inneign á starbucks ... veiiii. BTW ... búin að setja inn myndir af þessu og já öllu sem ég skuldaði nema Vegas .. þær koma samt bráðum. Hætti svo í vinnunni um 4 leitið ... ekkert hægt að vera að hanga eitthvað í vinnunni á Halloween ... fór heim til Sejin og gera make-up og hafa fataskipti, hún býr rétt hjá vinnunni. Fórum svo á bílnum mínum upp til Santa Monica til að skilja bílinn eftir heima og svo var planið að taka strætó á staðinn. ég bý 1 block frá Santa monica Blvd og skemmtunin var einmitt þar nema bara soldið mikið austar á götunni. Santa Monica Blvd var semsagt lokuð í gegnum West Hollywood út af skemmtuninni. Ég var auðvitað alveg búin að pæla þetta strætódæmi online og bus 4 fer eftir SMBlvd þarna úteftir ... ekkert mál. Klukkan er ca 5 þegar við erum að labba frá mér og út á strætóstoppustöð, það var auðvitað flautað á okkur og stoppað fyrir okkur allar þessar 2 mínútur sem það tók að labba þetta ... híhíhí ... rosa gaman hjá okkur. Þegar við komum niðrá strætóstoppustöð þá kom strax leið 304 og ég auðvitað asnaðist til að spurja hvort hann færi nálægt ... jájá ... þannig að við hoppuðum inn í strætó. sá auðvitað strax eftir því þegar við fórum af stað af því að nú var ég komin í einhvern strætó sem ég hafði ekki stúderað og var bara kannski á leiðinni eitthvað út í buskann :-S
Sejin kippti í mig strax þegar við komum inn og benti mér á það að við værum eina fólkið í strætó í búningum og ég hefði sko sagt að það yrði fullt af fólki í búningum í strætó ... úpsí ... my bad. Allavega þá var þetta mjög þægilegt ... strætóinn talaði allan tímann "approaching Santa Monica and 23rd ... followed by a Santa Monica and 30th" ... svo fór ég auðvitað að pæla hvort að þetta væri ekki bara tape þannig að þegar strætóinn þyrfti að beygja af leið út af skemmtuninni þá mundi tækið samt halda áfram að röfla santa monica og þetta og hitt en svo bara værum við einhversstaðar allt annarsstaðar. Við skröltum í strætó í ca 45 mínútur, vorum komin framhjá downtown, framhjá rodeo drive og aðeins lengra ... þá fór ég og spurði bílstjórann hvar væri best að fara út fyrir street party "you have a long way to go yet" .... jájá takk æðislega fyrir að vera svona nákvæmur. Stuttu seinna kom svo fólk í búning í strætó ... vð urðum svona líka glaðar yfir að vera ekki einar og vera hugsanlega bara á réttri leið. Við svo auðvitað stukkum út úr strætó á sama tíma og fólkið og eltum þau svo bara ... eiginlega sem betur fer af því að strætó beygði út af SMBlvd töluvert áður en hún lokaði þannig að við vissum ekkert í hvaða átt við áttum að fara þegar við komum úr strætó. Við vorum komnar rúmlega 6 á staðinn og þá var svona töluvert af fólki fannst manni. Samt vel hægt að labba um allt. Það var búið að reysa 4 svið á götunni með góðu millibili, allt saman útvarpsstöðvar með eitthvað sprell og svo var í viðbót eitt aðalsvið sem var með búningakeppninni og einhverju fleiru. Við strolluðum um og tókum fullt af myndum af búningunum. Ótrúlega mikið af flottum og vel gerðum búningum. Fórum bæði í bjórtjaldið og inn á skemmtistað að væta kverkarnar og hlýja okkur á milli þess sem við strolluðum um úti. Þegar leið á kvöldið varð auðvitað alveg stappað og það var lítill munur á því að vera fremst við eitthvað sviðið eða vera einhversstaðar þar sem ekkert var að gerast. Sáum Kevin Federline á sviðinu hjá KIIS FM við mikil fagnaðarlæti áhorfenda ... veiii kærastinn hennar Britney Spears ... já já missum okkur alveg. Vorum með fínt útsýni við endann á sviðinu í smá brekku, var einmitt í því að dissa þessi fagnaðarlæti yfir ekki meira spennandi atriði en þetta þegar Justin Timberlake tróðst framhjá mér og baðst afsökunar, var á leiðinni baksviðs. Var aðeins of sein að fatta til að draga upp myndavélina. Einhverntímann þarna um kvöldið var einhver súperman sem veifaði mér að koma ... sem ég auðvitað gerði ... kom svo í ljós að þetta ver fréttamaður/þáttarstjórnandi eða eitthvað hjá einhverri spænskumælandi sjónvarpsstöð sem var að taka upp skot þarna, þannig að ég hreinlega gerðist svo fræg að komast í sjónvarpið ... veiiiii. Einhver var búin að segja mér að það væri skrúðganga þarna en hún fór alveg framhjá okkur, upphaflega var þetta gay-pride í west hollywood sem er núna orðið meira halloween fyrir alla ... fór nú samt ekki á milli mála að þetta er í miðju gay-comunity. Skemmtilegur flötur á þessu öllu var líka hún Sejin vínkona mín ... það er víst töluvert mikið mál að koma út úr skápnum í Koreu ... hún var búin að spurja mig um daginn hvort að ég vissi að það væri "gay person" að vinna hjá ICT. Hún vissi nú ekkert hvernig viðkomandi leit út en hinn kóreubúinn í vinnunni var búin að benda henni á skrifstofuna hjá viðkomandi. Síðan vorum við staddar inn á bar sem heitir Trunks og er að öllu jöfnu mikið sóttur af hommum sem búa í nágrenninu - enda er stórt og mikið gay samfélag í vestur hollywood - og halloween var sko greinilega engin undantekning. Mér datt allt í einu að segja henni þegar við vorum þarna inni að það var bara einn straight gaur þarna inni (að kissa stelpu) og restin væri gay. Hún setti upp mjög stór augu og spurði mig hvernig ég vissi það eiginlega??????? Ömmm ... helmingur karlmanna var í dragi, nokkrir leðurhúfa-yfirvaraskegg sterótýpur, nokkrir með allt of góðan rythma á dansgólfinu og svo restin allt of sykursætir til að vera straight með allt of sykursætan "vin" við hliðina á sér. Henni fannst þetta mjög merkilegt allt saman og alveg rosa skrítið að ég bara sæji þetta. Hún fór á klósettið þarna inni og kom til baka mjög upp með sér að hafa talað við gay person í fyrsta skipti í lífinu. Hún lenti víst á spjalli við einhverja drottninguna í röðinni á kvennaklóið ... hehehe.
Barþjóninn þarna var líka æði ... við vorum þarna fyrr um kvöldið og þá fór ég 2x á barinn að kaupa Smirnoff Ice ... síðan fórum við út að labba og komum aftur og þá keypti ég meiri svo þegar ég held að ég hafi komið í 4 skipti á barinn ... og ég er að tala um á heilu kvöldi ... þá gefur barþjóninn mér merki "one?" og ég kinka kolli og hann kemur með Smirnoff ice, ég auðvitað hæli honum fyrir að vera svona professional að muna hvað ég drekk og fyrir það fékk ég annan í kaupbæti ... þannig að ég var allt í einu komin með 2 flöskur til að drekka úr .... bara snilld.
Annars er verðmunur á börum hérna alveg gígantískur ... þessi staður var með smirnoff ice á 3$, þar sem ég fer yfirleitt í Santa Monica er hann á 5$ og svo á stöðunum sem ég hef farið á á Sunset er hann á 9$ ... fáránlegt.
Við pössuðum okkur á því að fara í síðasta skipti inn á Trunks um 11 leitið og vorum þar til ca 01, skemmtunin úti var búinn klukkan 12 og þá fór fólk að týnast heim. Við enduðum á því að labba í átt að umferðinni til Santa Monica og enduðum á því að taka strætó aftur heim sem tók sem betur fer ekki 1,5 tíma eins og fyrr um kvöldið, væntanlega af því að við vorum svo seint á ferð að mesta umferðin var búin. Var komin heim um 2 leitið og vaknaði með harðsperrur í löppunum og stíflað nef í gærmorgun.