Greatest Expectations

Monday, December 04, 2006

Ísland

Ég var að tala um ísland við vinnufélaga í dag (eins og svo oft áður) og það komu nokkrir sniðugir hlutir í ljós. Þetta byrjaði sko á því að hún var að tala um eitthvað skemmtilegt sem átti að gerast "after the holidays" og ég auðvitað sagðist vera á förum. "Perminantly?" og svo kom skeifa, þeir geta verið svo yndislegir þessir Kanar. Ég sagðist kannski koma aftur en hvenær væri sko ekkert víst, gæt alveg hugsað mér að flytja til CA af því að veðrið væri svo æðislegt.
Annar vinnufélagi labbaði framhjá í miðju samtali og commentaði á það sem ég var að segja "are you still talking about the weather" já ég er alveg hooked á því að tala um veðrið eins og allir íslendingar. Var alveg í miðri lýsingu á desember skammdeginu á íslandi.
Viðkomandi sem ég var að tala við ... stelpa á mínum aldri, spurði líka hvað það byggju margir á íslandi (eftir að ég nánast leiðrétti þann misskilning að ísland væri fylki í USA). Ég sagði auðvitað mjög stolt að við værum sko orðin fleiri en 300.000. Sem mjög skiljanlega er erfitt að vita hvort að er mikið eða lítið þegar maður veit ekki hvað landið er stórt. Þannig að næsta spurning var auðvitað hvað landið væri stórt, og ég eins og hálfviti sagði að við værum örugglega cirka 2 stærri en Írland ... en nei það hjálpaði sko ekki því að eftir þennan líka svaka spurnarsvip fékk ég spurninguna "ok whatever ... en eru þið stærri eða minni en USA?". Á þeim tímapunkti átti ég alveg svakalega erfitt með að fara ekki að skellihlægja .... sem auðvitað bara hefði verið dónalegt. Þannig að ég svaraði af mikilli alvöru "nei sko miklu miklu minni en USA" og þá var auðvitað aftur ekkert sérstaklega auðvelt að dæma hvort að 300þús væri mikið eða lítið. En ég er semsagt búin að fletta því upp á netinu núna að ísland er eins og fjórðungur af Californíu. Hefði nú haldið að við værum eitthvað stærri en það, lítur allavega þannig út á maps.google.com, en looks can be decieving ... greinilega .. þetta er víst staðreynd lífsins og núna er ég sjálf bara orðin confused yfir því hvort að 300.000 sé bara ekki helvíti gott fyrir þetta LITLA land okkar.

Það er einn gaur (indverji held ég) í vinnunni sem ég er búin að kenna "góðan daginn", aðallega bara af því að hann var svo áhugasamur að læra eitthvað, og haldiði ekki að ákkúrat hann hafi hitt íslending um helgina. Kom rosa stoltur til mín í dag og sagðist núna þekkja 2 íslendinga, það væri nefnilega íslendingur með honum í bekk, Bjarni Vilhjálmsson held ég, og hann hafi sko sagt góðan daginn við hann og hann hefði orðið rosa hissa. Döh ... við erum endagered species við erum svo fá ... þannig að já auðvitað varð gaurinn hissa!!!

En allavega þá lítur út á yfirborðinu að míns verði sárt saknað eins og ég mun sakna allra héðan.

2 Comments:

At 5:15 AM, Anonymous Anonymous said...

Auðvitað verður þín saknað, það er löngu vitað. en miðað við hvað þetta fólk er buið að þekkja þig í stuttan tíma, geturu þá ímyndað þér hversu mikið við söknum þín!
Þau eru buin að þekkja þig í 4 mánuði en eg er buin að þekkja þig í 245 mánuði takk kærlega fyrir og þann 25.desember verða komnir 246 mánuðir...
Þannig að það er ólýsanlegt hversu mikið ég sakna þín!

 
At 9:24 AM, Blogger Guðný said...

Þú ert auðvitað bara sætust og ég sakna þín geðveikt!! Annars er ég núna búin að vera með rautt naglalakk í 3 vikur þér til heiðurs, ég gæti sko alveg vanist þessu ... hmmm!

 

Post a Comment

<< Home