Vandræðanlegt atvik
Jæja ... gerð mig að fífli í gær.
Það var semsagt nýr security kall niðri þegar ég fór heim úr vinnunni, núna er komin regla um að maður þarf að skrifa sig út ef maður er lengur en til 6 á kvöldin .... já ég veit ég er workaholic. Hann sat þarna við borðið og ég var ekkert að taka eftir því að hann var í símanum. Hann segir við mig "you gotta sign out" og ég auðvitað vissi það og fer að athuga hvað klukkan er og þá segir hann mér það líka ... þannig að hann var alveg að tala við mig, það næsta sem hann segir er "I'm cool" og ég auðvitað geri ráð fyrir að hann sé áfram að tala við mig og án þess að líta upp úr blaðinu sem ég var að fylla út þá svara ég "of course you are" og hann 'svarar' "no I am really cool" og ég aftur án þess að líta upp "sure you are cool, I´m definately not saying you aint!" ... með auðvitað aðeins hækkaðri röddu því að hann var eitthvað að halda því fram að mér finndist hann ekki cool ????? Næsta sem hann sagði var "Yo bro, I´m telling you I´m cool with it, just go ahead", þá auðvitað leit ég upp með spurningarsvip á andlitinu og horfði auðvitað framan í hann glottandi, með gemsann á eyranu. Allavega þá skilaði þetta einhverju impression því að í dag mátti halda að við séum bestu vinir og hann fylgdi mér út í bíl :-S
1 Comments:
HAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAAHHAHAHAHHAHAHAHAHAAHHAHAHAHHHAHAHA... ÚHA.
TOGGA.
Post a Comment
<< Home