Mikið að skoða
Jæja, smá blogg. Búin að vera svo busy að túristast að ég hef bara ekki haft tíma til að blogga, síðan er svo heitt úti að maður er svo dasaður og tímaruglaður að ég steinsofna alltaf um leið og ég kem inn á hótel (alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins). Var til dæmis að vakna núna um kvöldmat, kom heim klukkan 4 í eftirmiðdaginn og bara steinsofnaði ofan á rúmteppinu í 2 tíma. Opnaði tölvuna, tekur ca 1mín að starta sér, en nei, þá var ég bara sofnuð. Er að pakka fyrir heimferð ... sjáumst heima.